Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 Hringdu í 907 2003 og gefðu 2500 kr. eða upphæð að eigin vali á framlag.is Stúlkan á myndinni tekur þátt í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Kampala í Úganda. Nafnið er ekki hennar rétta nafn en textinn lýsir raunveruleikanum sem hún og fjöldi annarra ungmenna býr þar við.* GEFUM ÞEIM SÉNS! Mig langar til að vinna við að sauma en ekki stunda vændi HULDA SÓLEY JÓNSDÓTTIR* Föstudagurinn langi 19. apríl kl. 17 Tónleikar – Spuni og íhugun Norski djasstrompetleikarinn Arne Hiorthmun flytja, ásamt Sönghópnum við Tjörnina, Gunnari Gunnarssyni og HljómsveitinniMöntru, ómþíða föstu- og íhugunartónlist í bland við spuna á orgel og trompet. Páskadagur 21. apríl kl. 9 Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgni Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir athöfnina. Hjörleifur Valsson, fiðluleikari, hljómsveitinMantra og sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnars- syni, organista, leiða tónlistina. Barnakórinn við Tjörn- ina syngur undir stjórn Birgit Djupedal. Páskaegg og messukaffi í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni. Helgihald um páskahátíðina sögulegri sveiflu. Það sem hefur hins vegar dregið enn frekar úr söl- unni eru óvissuþættir sem hafa verið til staðar. Má þar nefna upp- rifjun hrunsins síðasta haust, óvissu um fyrirkomulag vörugjalda um áramót, erfiðleika flugfélaganna, kjarasamninga og verkföll, auk al- mennrar óvissu í efnahagslífinu. Hins vegar bendir allt til að bílasala verði áfram með ágætum á næstu árum.“ Metumferð í janúar og febrúar Samkvæmt tölum Vegagerðar- innar í janúar og febrúar hefur um- ferð á höfuðborgarsvæðinu aldrei verið meiri. Um er að ræða þrjú mælisnið á höfuðborgarsvæðinu: Hafnarfjarðarveg sunnan Kópa- vogslækjar, Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi og Vesturlands- veg til móts við Skeljung, austan Ár- túnsbrekku. Summa meðalumferðar á dag var 122.063 bílar í febrúar árið 2011 en 165.020 bílar í febrúar sl. Það er aukning um 43 þúsund bíla. Hluti þeirra líklega bílaleigubílar, enda eru þeir um 24 þúsund talsins. Að sögn Friðleifs Inga Brynjars- sonar, sérfræðings hjá Vegagerð- inni, benda tölurnar til að umferðin í febrúar síðastliðnum hafi verið meiri en alla sumarmánuðina árið 2016. Þá sé septembermánuður meðtalinn en hann sé gjarnan stærstur eða með þeim stærstu á höfuðborgarsvæðinu. Það hljóti að sæta tíðindum í sögu umferðar á svæðinu. Hann bendir á að sterk fylgni sé milli hagvaxtar og umferðar. Verði áframhald á hagvexti megi því ætla að umferðin aukist frekar. Umferðin dróst saman eftir efnahagshrunið 2008 en hefur stigaukist síðustu ár. Til dæmis hækkaði vísitala ársdags- umferðar fyrir þrjú mælisnið á höfuðborgarsvæðinu úr tæpum 108 stigum 2011 í rúm 143 stig 2018, eða um 33%. Með öðrum orðum jókst umferðin um þriðjung á tímabilinu. Óðinn segir Bílgreinasambandið ekki hafa beina skoðun á umferðar- tölunum. Hins vegar kunni aukinn fjöldi bíla að leiða til aukins aksturs. Besta leiðin til að draga úr mengun sé að endurnýja flotann. „Við setjum okkur að sjálfsögðu ekki upp á móti bættum almenn- ingssamgöngum og öðrum leiðum sem hafa verið nefndar til að draga úr akstri eða mengun. Það sem við höfum hins vegar bent á, sérstak- lega varðandi mengunarþáttinn, er að ein fljótlegasta og skilvirkasta leiðin til að draga úr mengun er að stjórnvöld ýti undir hraðari endur- nýjun bílaflotans. Það ýtir honum enda sjálfkrafa út í rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla, en ekki síst yfir í nýja bensín- og dísilbíla sem hafa langtum lægri mengunarstuðla en eldri bílar.“ Óseldir bílar líklega í förgun Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda (FÍB), segir sterka fylgni milli hagvaxtar og umferðar. Vísbend- ingar séu um að toppi hagsveifl- unnar sé náð. Því sé útlit fyrir að hægja muni á vexti umferðar. Hann telur aðspurður ekki útlit fyrir frekari fjölgun fólksbifreiða í ár. Bílasala sé að dragast saman og nýskráningum að fækka milli ára. Þá séu margir notaðir bílar óseldir. Ekki sé ósennilegt að marg- ir verði afskráðir og sendir í förgun. „Fyrstu árin eftir hrunið voru einkaaðilar sáralítið að endurnýja ökutæki. Stærstur hluti endurnýj- unar ökutækja var kaup bílaleiga á nýjum bílum. Eftir að almenningur fór að endurnýja ökutækin hefur bíl- um fjölgað. Á móti kemur metfjöldi afskráninga á eldri ökutækjum. Markaðurinn á von á töluvert lak- ara ári í bílasölu en í fyrra. Fólk fer gjarnan að halda að sér höndum við endurnýjun ökutækja áður en niður- sveiflan hefst í hagkerfinu. Bíla- kaupin veita því vísbendingar um hvernig hjarta atvinnulífsins slær.“ Morgunblaðið/Hari Bíll við bíl Fólksbílum á Íslandi hefur fjölgað mikið á götunum síðustu ár. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjón- ustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griða- staður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráð- herra um neyslurými fyrir sprautu- fíkla er til umsagnar hjá Alþingi. Meðal annars er fyrirhugað að koma upp „refsilausum svæðum“ í grennd við neyslurýmin. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu skilaði inn harðorðri umsögn um útfærslu hugmyndar- innar í refsiréttar- og réttarfarslegu tilliti. Fram kemur m.a. að í frum- varpinu birtist þekkingarleysi á skyldu lögreglu til að grípa til ráð- stafana þegar hún hefur afskipti af einstaklingum með fíkniefni í sinni vörslu. Lögregla hafi ekki val um það hvort og hvernig hún bregðist við. Tekið er fram að lögregla leggist þó ekki gegn skaðaminnkandi úrræðum og neyslurýmum fyrir fíkla, sem slíkum. „Það er af nógu að taka“ Spurður hvernig lagaskyldur lög- reglunnar rími við rekstur þeirra úr- ræða sem fyrir eru, hvort lögregla vakti þá staði sérstaklega og hvort þar vakni oft grunur um neyslu eða vörslu segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögregla hafi ekki elst sérstaklega við þá skjólstæðinga sem leita þess- ara úrræða. „Þeir sem eru óein- kennisklæddir úti að fiska fylgja eft- ir vísbendingum og ná fólki hér, þar og alls staðar. Hvort sem fólk er að fara að skipta um nál eða er búið að skipta um nál, þá hefur það ekkert með það að gera að fólk sé með vörsluskammta á sér. Við höfum ekki setið um þetta fólk sérstak- lega,“ segir hann. Aðspurður segir hann að úrræði á borð við Frú Ragn- heiði séu ekki látin afskiptalaus. „Engin fyrirmæli hafa verið gefin um það. Við hleypum ekki ákveðnum hópum yfir á rauðu,“ segir Jóhann og bætir því við að lögreglumenn geti brotið af sér í starfi, hafi þeir ekki afskipti af refsiverðri háttsemi. „Þetta er enginn griðastaður frá sjónarhóli lögreglunnar. Það getur alveg komið upp að við sitjum fyrir einhverjum þaðan. Það er aftur á móti af nógu að taka og við sitjum frekar um sölumenn heldur en neyt- endur. Við einblínum á það,“ segir hann. Varsla fíkniefna er refsiverð hér á landi, en ekki neysla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu koma upp um 950 neyslumál árlega þar sem hald- lögð eru fíkniefni sem ekki eru í sölu- skyni. 30-40% málanna enda í sektarmeðferð. Jóhann Karl segir að í flestum til- fellum finnist fíkniefnin við afskipti af öðrum ástæðum, t.d. við handtöku vegna aksturs undir áhrifum, lík- amsárása eða innbrota. Þá sé ávallt leitað á þeim sem eru í fanga- geymslum lögreglu. „Það er allur gangur á þessu og yfirleitt er þetta fylgifiskur annarra afskipta,“ segir hann. Sem dæmi um önnur tilvik þar sem neysluskammtar finnast má nefna þegar lögregla annast sérstakt eftirlit, t.d. á tónlistarhátíðum á borð við Secret Solstice og Sónar Reykja- vík. Ekki fylgst sérstaklega með athvörfum fíkla  Ekki griðastaðir gagnvart lögum  950 „neyslumál“ á ári Morgunblaðið/Ómar Athvarf Frú Ragnheiður er eitt úrræðanna sem fíklar í neyslu geta nýtt sér til að gæta að heilsu sinni. Þar má fá hreinar nálar, sprautur og smokka. Brotum er tengjast ofbeldi gegn lögreglumanni fjölgar mikið í mars borið saman við meðaltal síð- ustu sex mánaða og síðustu 12 mánaða. Ofbeldisbrotum fer al- mennt fækkandi, en þau voru 83 í mars miðað við 116 sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í af- brotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir mars- mánuð. Fíkniefnabrotum fjölgar mikið ef mars er borinn saman við með- altal síðustu sex mánaða, en þá er fjölgun slíkra brota 21%. Fjölgunin er þó aðeins 5% ef miðað er við meðaltal síðustu 12 mánuði. Einnig fjölgar umferðarlaga- brotum, en 2.886 slík brot hafa verið framin það sem af er ári bor- ið saman við 2.424 brot á sama tímabili í fyrra. Einnig er mikil fjölgun tilfelli þar sem um er að ræða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og ölvun við akstur. Heimilisofbeldismálum fækkar hjá lögreglunni samkvæmt töl- fræðinni og hafa þær tilkynningar ekki verið færri í þrjú ár. Fækkar slíkum tilvikum í marsmánuði um 20% miðað við síðustu sex mánuði og síðustu 12 mánuði. Breyting á fjölda kynferðis- brotamála eru innan marka. Ofbeldisbrotum fækkaði milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.