Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 VANDAÐUR VEISLUBÚNAÐUR FYRIR FERMINGAR fastus.is Hnífar, bretti, leirtau, glös, hitapottar, lampar, fatnaður, hitaborð, hitakassar og trillur o.fl. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is  Slóvenski landsliðsmarkvörðurinn Jan Oblak framlengdi í gær samning sinn við spænska liðið Atlético Madrid sem hann hefur spilað með frá árinu 2014. Oblak, sem hefur verið talinn einn af betri knattspyrnumarkvörðum heims, er nú samningsbundinn Atlét- ico til ársins 2023. Hann hefur spilað 203 leiki með liðinu og hefur haldið marki sínu hreinu í 115 þeirra.  Ítalinn Edoardo Reja var í gær ráð- inn nýr þjálfari albanska karlalands- liðsins í knattspyrnu og tekur hann við þjálfun liðsins af landa sínum Christi- an Panucci, sem var rekinn úr starfi eftir fyrsta leik Albana í undankeppni EM. Fyrsti leikur Albana undir stjórn Reja verður gegn Íslendingum í undan- keppni EM á Laugardalsvellinum í júní. Reja, sem er 73 ára gamall, er reyndur þjálfari sem meðal annars hefur þjálf- að ítölsku liðin Napoli, Atalanta og Lazio. Hann hefur ekki stýrt landsliði áður en samningur hans er til eins árs.  Agnar Smári Jónsson mun ekki spila með Valsmönnum í úrslitakeppn- inni í Olísdeildinni í handknattleik sem hefst á laugardaginn en Agnar gekkst undir aðgerð vegna brjóskloss í baki á dög- unum. Sömu sögu er að segja um Magnús Óla Magnússon, sem meiddist illa á hné á æfingu Valsliðsins fyrir skömmu. Eitt ogannað og hvíli mig allavega,“ sagði Danielle eftir leik. Kvennalið Keflavíkur er stolt klúbbsins í körfuboltanum og 29 meistarabúningar í rjáfri íþrótta- húss þeirra er til merkis um það. Mikil saga og enn og aftur er liðið komið í úrslitaeinvígið. En að þessu sinni mæta þær til leiks sem svokall- aðir „undirhundar“, eða það lið sem er ólíklegra til sigurs ef tekið er mið af lokastöðu deildarinnar. Óvenju- legt fyrir liðið en verkefnið verðugt. Feiknasterkt lið Vals hefur varla stigið feilspor síðan Helena Sverris- dóttir bættist í hóp liðsins. Keflavík hefur ekki náð að sigra liðið eftir áramót í þeim tveimur leikjum sem liðin mættust í. Fróðlegt einvígi sem er í vændum svo ekki sé meira sagt. Keflavík skildi Stjörnuna eftir í síðasta leikhlutanum  Frábær endurkoma hjá Keflavík sem mætir Val í úrslitaeinvíginu Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Barátta Brittanny Dinkins sækir að körfunni í leik Keflavíkur og Stjörnunnar í gærkvöld. Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Keflavík tryggði sig í úrslitaeinvígið í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar liðið hafði sigur í oddaleik gegn Stjörnunni. 85:69 varð lokastaða kvöldsins, stórsigur Kefla- víkur en gefur alls ekki rétta mynd af leiknum í heild sinni sem var jafn að megninu til en Keflavík leiddi í hálfleik með 6 stigum. Á heildina litið fannst manni Keflavíkurkonur einhvern veginn alltaf í meira jafnvægi í leiknum og meira stemmdar í leiknum. Þær spiluðu gríðarlega góðan liðsbolta sem skilaði þeim auðveldum körfum á köflum. Þegar síðasti leikhluti hófst var jafnt á flestum tölum og beið maður eftir naglbít af leik það sem eftir lifði. En Keflavík skoraði 26 stig gegn aðeins 14 stigum Stjörnunar í þeim leikhluta og þar lá sigurinn. Kænska þjálfara Keflavíkur Jón Guðmundsson þjálfari Kefla- víkur var augljóslega með leik- áætlun sem fólst í því að nýta leik- menn liðs síns til fullnustu. Lykilleikmenn fengu að hvíla vel inn í fjórða leikhluta og komu svo inn á ferskir og kláruðu vel. Jón fær fullt hús stiga fyrir þessa kænsku, sér í lagi þar sem hún gekk svo vel upp. Stjörnukonur glímdu við ýmis vandamál þetta kvöldið þótt vissu- lega hafi þær spilað vel og velgt Keflavík undir uggum á löngum köflum. Jóhanna Sveinsdóttir, bar- áttuhundur þeirra, lenti snemma í villuvandræðum og náði aldrei að beita sér að fullu eftir það. Danielle Rodriguez, leikmaður þeirra, er ein- stakur og dró vagninn hjá liðinu sem fyrr. Hennar framlag var risavaxið í gær en það dugði hins vegar ekki til. „Þriðja árið mitt á Íslandi og ég veit ekki hvað verður næst. Ég fer heim Blue-höllin, undanúrslit kvenna, odda- leikur, miðvikudag 17. apríl 2019. Gangur leiksins: 5:2, 9:6, 19:15, 25:21, 27:27, 32:27, 39:31, 41:35, 43:39, 49:49, 53:52, 57:55, 61:59, 69:62, 74:65, 85:69. Keflavík: Brittanny Dinkins 19/18 frá- köst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Bryn- dís Guðmundsdóttir 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Ben- ónýsdóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6, Katla Rún Garðars- Keflavík – Stjarnan 85:69 dóttir 5, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævars- dóttir 4. Fráköst: 38 í vörn, 17 í sókn. Stjarnan: Danielle Rodriguez 31/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Veronika Dzhikova 17/7 fráköst, Jó- hanna Björk Sveinsdóttir 7/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 frá- köst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 2. Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn. Áhorfendur: 178.  Keflavík sigraði 3:2. Í kvöld ræðst það hvort Stjarnan eða ÍR freistar þess að koma í veg fyrir að KR vinni sinn sjötta Ís- landsmeistaratitil í körfubolta karla. Sigurliðið í kvöld fær páska- helgina til að kasta mæðinni áður en úrslitaeinvígið við KR hefst næsta þriðjudagskvöld. ÍR-ingar hafa komið flestum á óvart með framgöngu sinni í úr- slitakeppninni hingað til en nýttu þó ekki tækifærið til að slá Stjörn- una út á heimavelli á mánudaginn. Þeir þurfa því að vinna öðru sinni í Garðabænum til að komast í úr- slitaseríuna. Það yrði þá í fyrsta skipti frá því að úrslitakeppninni var komið á laggirnar árið 1984 sem ÍR leikur í úrslitaeinvíginu. Þeir 15 Íslandsmeistaratitlar sem félagið getur státað af unnust allir á árunum 1954-1977. ÍR hefur raunar aðeins þrisvar áður komist í undanúrslit, eða árin 2005, 2008 og svo í fyrra þegar liðið var slegið út af Tindastóli í fjórum leikjum, eftir að hafa unnið Stjörnuna 3:1 í 8-liða úrslitum. Stjörnumenn hafa þegar unnið sinn fyrsta deildarmeistaratitil í vetur, og sinn fjórða bikarmeist- aratitil, en aðalmarkmiðið hefur alltaf verið að landa fyrsta Íslands- meistaratitlinum. Þeir freista þess í kvöld að komast í úrslitaeinvígið í þriðja sinn í sögunni en Stjarnan tapaði 3:1 gegn KR-ingum í úrslit- unum árið 2011 og 3:2 gegn Grind- víkingum árið 2013. Stjarnan vann 96:63 í fyrsta leik einvígisins við ÍR en ÍR næstu tvo 85:76 og 68:62. Stjarnan vann svo 90:75 á mánudag þar sem Ægir Þór Steinarsson stal senunni með stór- kostlegum leik og skoraði 34 stig. Frumraun ÍR eða 3. tilraun Stjörnunnar? Morgunblaðið/Hari Góður Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.