Morgunblaðið - 18.04.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 18.04.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • Neðri hæð með sér garði • Efri hæð með sér þakverönd • 2 svefnherbergi – 2 baðherbergi • Sameiginlegur sundlaugargarður • Frábær staðsetning • Göngufæri í verslanir og veitingastaði Verð frá 24.100.000 Ikr. (177.000 evrur, gengi 1evra/136Ikr.) TILBOÐ: Húsgögn að eigin vali fyrir Ikr. 500.000 fylg ja öllum íbúðum keyptum í apríl og maí. Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 DONA PEPA – COSTA BLANCA VANDAÐAR OG FALLEGAR ÍBÚÐIR – GOTT VEÐUR ALLT ÁRIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Frétta- þjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Áskrif- endaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Lokað verður föstu- daginn langa en opið á laugar- dag frá kl. 8-12. Símanúmer áskrifendaþjónustunnar er 569-1122 og netfang askrift- @mbl.is. Blaðberaþjónustan er opin í dag frá kl. 6-12 en lokuð á morgun, föstudaginn langa. Á laugardag er opið kl. 6-12. Símanúmer blaðberaþjónust- unnar er 569-1440 og netfangið er bladberi@mbl.is. Bóka má dánartilkynningar á mbl.is. Minningargreinar vegna útfara þriðjudaginn 23. apríl og mið- vikudaginn 24. apríl þurfa að hafa borist blaðinu eigi síðar en á hádegi á páskadag, 21. apríl. Fréttaþjónusta mbl.is um páskana Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Greint var frá því hér í Morgun- blaðinu í gær að kaupmenn við Lauga- veg í miðbæ Reykjavíkur eru margir hverjir ósáttir við þau áform Reykja- víkurborgar að gera Laugaveg að göngugötu árið um kring. Sögðu þeir borgina ekki hlusta á áhyggjur þeirra af minnkandi sölu samhliða minni bíla- umferð, en að sögn þeirra sem rætt var við dróst sala saman við sumarlokun. Líf segir erfitt að tengja sumarlokun á Laugavegi með beinum hætti við samdrátt í sölu einstakra verslana. „Verslun í heiminum er að breytast og það er mjög erfitt að kenna sumar- göngugötum um samdrátt í verslun,“ segir hún. „Við eigum enn eftir að út- færa þessar breytingar nánar og það verður áfram unnið í samráði við alla aðila.“ Nútímaleg þróun borgar Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir Reykjavík verða að þora að stíga skref í átt að nútímalegri breytingum til að standast samkeppni við aðrar borgir. „Netverslun er að veita mikla sam- keppni og verslun og borgaryfirvöld verða að svara kallinu og bjóða upp á einhverja aðra upplifun sem netversl- un getur ekki boðið upp á. Verslun og viðskipti aukast með því að fjarlægja bílaumferð, en sem dæmi má nefna að verslun í New York jókst um 22% með göngugötum og í Lundúnum um 25%,“ segir hún og bætir við að kannanir sýni að gangandi og hjólandi fólk versli meira en þeir sem akandi eru. „Með því að koma til móts við þenn- an hóp má skapa betra verslunar- umhverfi og koma til móts við þessar áskoranir,“ segir hún og bætir við: „Háværustu raddirnar í þessu máli eru ekki endilega þær fjölmennustu, en þeir sem eru jákvæðir fyrir þessari breytingu hafa ekki látið eins mikið í sér heyra. Samráðsferlið hefur verið til mikillar fyrirmyndar og í raun sjaldan verið lögð álíka mikil áhersla á samráð og einmitt nú.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og segir vinnuna í „ágætisferli“. „Það er búið að vera mikið samráð, samtal og hugmyndavinna,“ segir hún og bætir við að verslunarmenn og heildsalar hafi t.a.m. komið að þeirri vinnu. „Þetta hefur staðið yfir í marga mánuði og gengið ágætlega að mínu mati. [...] Alls staðar í kringum okkur hefur verslun eflst við tilkomu göngu- gatna og það er engin ástæða til að ætla annars en að Reykjavík verði einnig í þeim hópi.“ Ekki hægt að hundsa þá Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, segir hins vegar stefnu flokksins að ákvarðanir sem þessar séu gerðar í samráði við þá sem málið varðar og sjálfstæðismenn hafi fengið það í gegn að ekki yrði ráðist í lokunina án þess að þeir sem málið varðaði gætu komið skoðun sinni á framfæri. Eyþór segir að ekki sé hægt að hundsa þær undirskriftir rekstrar- og hagsmunaaðila sem leggist gegn lokuninni. „Ég held það verði að taka tillit til bæði rekstraraðila sem og ann- arra aðila eins og þeirra viðskiptavina sem þurfa aðgengi með bílum,“ segir Eyþór og bætir við að núverandi meirihlutaflokkum verði oft tíðrætt um samráð, en gleymi því svo þegar til kastanna kemur. Eyþór tekur ekki undir þá fullyrð- ingu að aukin netverslun sé að veita Laugaveginum samkeppni. „Lauga- vegurinn er miklu frekar í samkeppni við Kringluna, Smáralind og Hafnar- torg þó að auðvitað sé einnig sam- keppni við netverslun.“ Það skiptir því máli hvernig búið sé að verslununum og nefnir Eyþór fasteignagjöld sem dæmi. „Þau eru búin að fara illa með marga rekstraraðila, hvort sem þeir eiga eða leigja. Þau hækkuðu svívirði- lega milli ára í Reykjavík, um 15% að jafnaði og svo er aðgengið.“ „Síðast en ekki síst er mjög leiðin- legt að rekstraraðilar og íbúar séu í stríði við borgaryfirvöld, það er mjög neikvæð umræða fyrir svæðið og það ætti ekki að þurfa að koma til rifrildis í fjölmiðlum, það ætti að vera hægt að ræða þetta eins og hefur tekist t.d. í verslunarmiðstöðvunum,“ segir Eyþór Arnalds. Verslun muni eflast  Meirihlutinn segir verslun og viðskipti aukast þar sem um- ferð sé fjarlægð  Þarf að hlusta á rekstraraðila, segir Eyþór Morgunblaðið/Hari Verslunargata Stefnt er að því að gera Laugaveg að göngugötu. Sigurður Bogi Sævarsson Stefán Gunnar Sveinsson „Þetta var ánægjuleg stund og mér fannst gaman að finna eftirvænting- una meðal heimafólks,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, en hann sprengdi í gær síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum, sem tengja saman Arnarfjörð og Dýra- fjörð. Sigurður Ingi segir að göngin muni tengja saman atvinnusvæði á Vestfjörðum og þar með skapa ný tækifæri á svæðinu „Vissulega er- um við aðeins hálfnuð með jarð- göngunum og eftir er að koma sam- göngum um Dynjandisheiði í var- anlegt horf. Því er til að svara að þegar einum áfanga lýkur skapar það þrýsting á frekari framkvæmd- ir og að áfram sé haldið og munum við líka gera,“ segir Sigurður Ingi. Þrátt fyrir að göngin séu nú opin er enn eftir mikil vinna áður en þau verða tekin í notkun. Meðal annars þarf að ljúka styrkingum og klæða þar sem vatn sækir að og þá þarf að leggja rafmagn í göngin og lagn- ir í gólf, auk þess sem eftir er að leggja burðarlag og malbik. Stefnt er að því að göngin verði fullkláruð og opnuð 1. september á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru göngin 5,6 kíló- metrar á lengd með vegskálum, sem samtals eru þrjú hundruð metrar á lengd. Hæð vegskálaend- anna er 35 metrar y.s. í Arnarfirði og 67 metrar y.s. í Dýrafirði. Verkið hófst í júní 2017 með undirbúnings- vinnu, en fyrsta sprengingin í Arn- arfirði var 12. september það ár og fyrsta sprengingin í Dýrafirði var 12. október 2017. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Dýrafjarðargöng Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við athöfnina í gær. Munu tengja Vestfirði saman  Sigurður Ingi sló í gegn í göngunum Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum til landsins í byrjun þessa árs. Ákæra á hendur manninum, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá því um miðjan mars, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Í gæsluvarðhalds- úrskurðinum sem staðfestur var á föstudag er manninum gefið að sök að hafa staðið að skipulagðri starf- semi við að aðstoða útlendinga til að koma ólöglega hingað til lands. Brotin sem maðurinn er grunaður um að hafa framið eða tekið þátt í að fremja varða allt að sex ára fangelsi. Ákærður fyrir smygl á fólki hingað til lands Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 1,3 millj- örðum króna árið 2018 en gert hafði verið ráð fyrir 798 milljónum í fjár- hagsáætlun með viðauka. „Afkoma bæjarins er helm- ingi betri en við höfðum reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í tilkynningu. Segir hann niðurstöðuna einkar ánægjulega þar sem fasteignaskattar og gjöld hafi verið lækkuð á íbúðar- og atvinnuhús- næði. Þá sé útsvar undir lögbundnu hámarki og gjaldskrár hafi ekki verið hækkaðar í samræmi við kostnaðar- hækkanir. Helmingi betri afkoma Kópavogs Ármann Kr. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.