Morgunblaðið - 18.04.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 18.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
GHOST BUSTER
Náttborð – fleiri litir
Verð 47.900,- stk.
TAKE Borðlampi – fleiri litir
Verð 12.900,-
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi – fleiri litir
Verð 54.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
KABUKI
Borðlampi – fleiri litir
Verð 52.900,-
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Það sem af er þessu ári hafa lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu borist 65
leitarbeiðnir vegna týndra barna.
Þetta er fækkun frá sama tíma í
fyrra þegar beiðnirnar voru 85. Flest
barnanna eru í einhvers konar
neyslu og um fjórðungur þeirra
sprautar sig, dæmi eru um að barn
hafi byrjað á því innan við fermingu.
Guðmundur Fylkisson, aðalvarð-
stjóri hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, sem sinnir þessari leit,
segir að þetta sé í fyrsta skiptið í
mörg ár sem marsmánuður hafi ekki
verið sá mánuður þegar flestra
barna er leitað.
Á bak við þessar 65 leitarbeiðnir
eru 30 börn á aldrinum 13-17 ára; 11
þeirra eru ný í þessum hópi og hefur
ekki verið leitað áður og sumra er
leitað margoft. Sex barna; fjögurra
pilta og tveggja stúlkna, hefur verið
leitað fjórum sinnum og eins pilts
hefur verið leitað sex sinnum í ár.
Börnin eru fædd á árabilinu 2001-
2005 og í flestum tilvikum eru þau
með krökkum á svipuðu reki eða
hafa fengið inni hjá einhverjum jafn-
aldra sínum á meðan verið er að leita
þeirra. „Það er undantekning að við
séum að finna þau í einhverjum bæl-
um eða grenjum,“ segir Guðmundur.
Fimm barnanna sprauta sig
Börnin finnast yfirleitt um sólar-
hring eftir að leitarbeiðni berst og í
28 tilfellum var farið beint með barn í
neyðarvistun Stuðla eftir að það
finnst. Það er, að sögn Guðmundar,
nokkur breyting frá því sem verið
hefur. „Í gegnum árin höfum við ver-
ið með eitt barn á Stuðlum á móti
hverjum tveimur sem fara heim til
sín eftir að við finnum þau. Þetta er
aukning. Fimm af þessum 30 börn-
um eru farin að sprauta sig, flest eru
16 og 17 ára og eitt barnanna í þeim
hópi hefur sprautað sig frá 13 ára
aldri,“ segir Guðmundur. „Þau eru
ýmist í sterkum verkjalyfjum í æð
eða hreinum fíkniefnum eða blanda
þessu saman.“
Í fyrra var talsverð umræða um
aðstæður barna í vanda eftir að 17
ára stúlka var látin gista í fangaklefa
vegna þess að ekki var pláss fyrir
hana á Stuðlum. Guðmundur segir
að eftir það tilvik hafi tekist að vista
öll börn á Stuðlum, sem á því hafa
þurft að halda. „Þau eru þá látin vera
á skrifstofu eða í einhverju öðru rými
tímabundið ef ekkert annað er í boði.
En við höfum því miður þurft að láta
börn vera í skamman tíma í fanga-
klefum á meðan verið er að ganga frá
þeirra málum, en það er þá aldrei
lengur en klukkutími eða svo.“
Um leið og ungmennin verða 18
ára, og þar með ekki skilgreind sem
börn lengur, hefur lögregla ekki
lengur heimild til að leita að þeim á
þennan hátt. Það getur leitt til enn
verri stöðu hjá mörgum þeirra að
sögn Guðmundar. „Okkur vantar
sárlega úrræði fyrir ungmenni sem
eru orðin 18 ára, því um leið og þeim
aldri er náð hverfur allt öryggisnet í
kringum þau og þau verða upp á eig-
in ábyrgð komin. En vandinn hverf-
ur ekki neitt.“
Guðmundur segist hafa merkt það
í sínum störfum að sífellt fleiri ung-
menni, sem tekist hafi að hafa ágæt
tök á vanda sínum, lendi hreinlega á
götunni og verði virkir fíkniefna-
neytendur þegar þau verði 18 ára.
Fyrir nokkru stóð til að opna úr-
ræði fyrir ungmenni í þessari stöðu í
Norðlingaholti en íbúar í grenndinni
mótmæltu þeim áformum, kröfðust
þess að lögbann yrði sett á starfsem-
ina og svo fór að það var samþykkt
áður en starfsemin hófst.
„Ég er sannfærður um að það
myndi spara þjóðfélaginu svo mikið á
svo margan hátt ef eitthvert úrræði
yrði opnað sem gæti tekið á móti
þessum krökkum sem þurfa enn þá
aðstoð þó að þau séu ekki lengur skil-
greind sem börn,“ segir Guðmundur.
Meðferðarheimili árið 2022
Gangi áætlanir eftir mun nýtt
meðferðarheimili fyrir börn í vanda
verða opnað í Garðabæ síðari hluta
ársins 2022. Mikil þörf er fyrir fleiri
og fjölbreyttari úrræði fyrir þennan
hóp að mati Heiðu Bjargar Pálma-
dóttur, forstjóra Barnaverndarstofu.
„Það sem okkur vantar ekki síst er
búsetuúrræði fyrir börn sem eru bú-
in að ljúka meðferð og orðin stabíl.
Þetta eru krakkar sem standa sig
gríðarlega vel, sum eiga ekki aftur-
kvæmt heim til sín af ýmsum ástæð-
um og þurfa stuðning við að halda
sér á beinu brautinni. Heimilið í
Norðlingaholti átti að vera slíkur
staður,“ segir Heiða Björg.
Hún segir að sveitarfélögin veiti
börnum í þessari stöðu þjónustu,
ýmist með starfrækslu heimila fyrir
þau eða með því að útvega þeim fóst-
urheimili. „Okkar hugmynd með
heimilinu í Norðlingaholti var að
veita þjónustu sem er í raun umfram
það sem ríkinu er skylt að veita. Við
erum að leita að nýju húsnæði og
stefnum enn þá á að opna þetta
heimili því við teljum að það sé mikil
þörf á þessari þjónustu.“
Guðmundur situr í stjórn Bergsins
Headspace sem er nýtt stuðnings- og
ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk upp að
25 ára aldri og kom hann einnig að
undirbúningi starfseminnar. Bergið
er svokallað lágþröskuldaúrræði þar
sem ungmenni í vanda fá stuðning,
fræðslu og ráðgjöf en þar er engin
eiginleg meðferð veitt. Guðmundur
segist binda miklar vonir við þessa
nýjung. „Ég hef horft upp á svo
marga krakka sem hefur tekist að
vinna vel í sínum málum og gengið
vel í meðferð lenda aftur í sömu spor-
um þegar þau koma út úr meðferð-
inni vegna þess að það er fátt sem
styður við þau að meðferð lokinni. Að
leita að krökkum sem hefur gengið
vel í meðferð en fara aftur í sama
horfið á nokkrum mánuðum er ótrú-
lega sár upplifun.“
Sprautað sig frá 13 ára aldri
30 barna leitað 65 sinnum Færri en á sama tíma í fyrra Guðmundur Fylkisson hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu segir gríðarlega þörf á fleiri úrræðum Nýtt meðferðarheimili opnað eftir 2½ ár
Morgunblaðið/Hari
Unglingar Guðmundur og Heiða Björg eru sammála um skort á úrræðum.
Týndu börnin
Leitarbeiðnir til lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu vegna týndra
barna það sem af er ári
Heimild: Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
30 stelpur
35 strákar
15 stelpur
15 strákar
5 af þessum 30börnum sprauta sig með fíkniefnum
11 börn sem ekki hefur verið leitað áður
28 tilvik sem farið var með barnið beint í neyðarvistun á Stuðlum
65
beiðnir
30
börn
Guðmundur
Fylkisson
Heiða Björg
Pálmadóttir
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosamargrett@gmail.com
Páskarnir eru tími sem fólk nýtir
gjarnan í ferðalög um landið. En
hvert liggur straumur Íslendinga í
páskafríinu?
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri flugfélagsins Air Iceland
Connect, segir í samtali við Morgun-
blaðið að straumurinn liggi út um allt
land um páskana en mikið er um flug
vestur, norður og austur. Hann segir
áberandi marga fljúga til Ísafjarðar á
tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður
sem haldin verður 19.-20. apríl. Einn-
ig finnst honum vera meiri spurn en
áður eftir því að komast út á land á
skíði. Lokað sé í Bláfjöllum og því
virðist enn fleiri leggja leið sína á
skíðasvæðin á Norður- og Austur-
landi. Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðafélagi Íslands eru flestir Ís-
lendingar á þeirra vegum að fara í
gönguferðir á Snæfellsjökul sem er
gríðarlega vinsæl á þessum tíma.
„Fólk bíður í röðum eftir að fá að
komast með,“ segir Heiðrún Ólafs-
dóttir, verkefnisstjóri hjá félaginu.
Ferðafélag Íslands er einnig með
skála víða á hálendi Íslands, meðal
annars í Landmannalaugum, en Heið-
rún segir að lítil aðsókn sé í þá eins og
er. Segir hún að veðrið og færðin hafi
þar mikil áhrif. Fólk hafi þurft að af-
bóka og skálunum verið lokað. „Það
er bara ófært út af vatnsveðri. Það er
ekki hægt að keyra þarna þegar það
er svona blautt,“ segir Heiðrún.
Páll Gíslason, framkvæmdastjóri
Fannborgar sem rekur ferðaþjónustu
í Kerlingarfjöllum, segir nánast enga
aðsókn vera að ferðalögum um há-
lendið um páskana. Hann segist finna
fyrir því að hefðin fyrir því að fólk fari
á fjöll um páska hafi minnkað. Þá hafi
veðrið einnig mikil áhrif á það hvert
fólk ferðist í fríinu en hlákan á hálend-
inu sé ekki hvetjandi fyrir fólk. Áin
Blákvísl, sem ferðalangar á leið á
Kerlingarfjöll þurfa að fara yfir, geti
auk þess verið erfið viðureignar og
jafnvel ófær í svona veðri. Páll heldur
að margir leggi leið sína upp í sum-
arbústað í páskafríinu en veit um
nokkra sem ætla á fjallaskíði. „Ég
held að þetta rok og þessi mikla hláka
hafi eyðilagt plön margra,“ segir
hann.
Færri fara á fjöll
um páska en áður
Skíði, tónlist og
göngur heilla í fríinu
Skíði Vinsæl iðja um páska.