Morgunblaðið - 18.04.2019, Page 10

Morgunblaðið - 18.04.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 560 fólksbifreiðar eru nú í um- ferð á hverja þúsund íbúa á Íslandi. Hafa þeir aldrei verið fleiri. Birtist það meðal annars í metumferð á höfuðborgar- svæðinu. Samgöngu- stofa heldur utan um fjölda öku- tækja. Sam- kvæmt skránni voru tæplega 176 þúsund fólks- bifreiðar í umferð á Íslandi í árslok 2013 og voru þá meðtaldir um 11.400 bílaleigubílar. Séu bíla- leigubílar undanskildir voru þá 505 bílar á hverja þúsund íbúa. Skal tekið fram að tölur um bíla- fjöldann miðast við stöðuna 31. desember en íbúafjöldinn við 1. jan- úar. Fyrir árið 2013 er því miðað við bílafjöldann í árslok og íbúafjöldann 1. janúar 2014 til að finna út hlutfall bíla á hverja þúsund íbúa í lok árs- ins 2013. Fjölgað um 48 þúsund Frá árslokum 2013 til og með þriðjudeginum 16. apríl hefur fólks- bifreiðum í umferð fjölgað um ríf- lega 48 þúsund. Þar af hefur bíla- leigubílum fjölgað um tæplega 12.600. Hafa því bæst við um 35.400 fólksbifreiðar í umferðina, sem eru skráðar í almennri eigu. Sú fjölgun er umfram íbúafjölgunina. Miðað við íbúafjöldann um síðustu áramót og bílafjöldann í þessari viku er hlutfall fólksbifreiða í umferð á hverja þúsund íbúa komið í um 560. Hlutfallið myndi líklega breytast lítillega að teknu tilliti til íbúafjölg- unar frá áramótum. Upplýsingar um íbúafjöldann í lok fyrsta árs- fjórðungs hafa hins vegar ekki verið birtar. Bílaflotinn samt að eldast Óðinn Valdimarsson, sérfræð- ingur hjá Bílgreinasambandinu, segir að undir lok síðasta árs hafi meðalaldur fólksbílaflotans verið 12,4 ár, borið saman við 12,03 ár árið 2017. Meðalaldurinn hafi þá hækkað aftur eftir að hafa lækkað síðustu ár. Að sögn Óðins hafa bílaleigur keypt 40% af öllum seldum nýjum bílum frá efnahagshruninu. Síðustu þrjú ár hafi verið þrjú af þeim fimm stærstu í bílasölu í sögu landsins. Því sé ekki óeðlilegt að bíl- um hafi fjölgað hafi förgun eldri bíla ekki verið þeim mun meiri. „Salan það sem af er ári er 40% minni en á sama tíma í fyrra. Til samanburðar gerðum við hjá Bíl- greinasambandinu ráð fyrir 20% samdrætti sem hluta af eðlilegri Bílaumferðin aldrei verið meiri  224 þúsund fólksbílar eru nú í umferð  Eru nú 560 á hverja 1.000 íbúa að frátöldum bílaleigubílum  Talning Vegagerðarinnar bendir til að umferð í febrúar hafi verið meiri en alla sumarmánuði 2016 Fólksbílar Bílaleigubílar Fólksbílar á hverja þúsund íbúa Fylgni milli hagvaxtar og umferðar 2005 til 2019 Summa meðalumferðar í febrúar á höfuðborgarsvæðinu** 150 140 130 120 110 100 90 150 125 100 75 50 800 600 400 200 0 Árið 2005=100 Fjöldi á hverja þúsund íbúa Al ls þ ús . f ól ks bí la Þúsundir bíla á dag, 2005 til 2019 Vísitala árdagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu** Verg landsframleiðsla Heimild: Vegagerðin ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 **Hafnarfjarðarvegur sunnan Kópavogslækjar, Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi og Vesturlandsvegur austan Ártúnsbrekku Vísitala umferðar 143,43 *31.12. ár hvert og 16.4. 2019 Heimildir: Samgöngustofa, Hagstofan og Bílgreinasambandið 11 12 15 187 176 180 200 214 223 224 21 25 26 24 165 168 172 179 189 197 200 112 119 125 132 128 126 122 125 129 133 132 142 151 154 165 Þróun umferðar og bílaeignar Fjöldi fólksbíla í umferð á Íslandi 2013-2019* 505 510 516 529 542 552 560 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 200 150 100 50 0 Óðinn Valdimarsson Módel: Brynja Dan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.