Morgunblaðið - 18.04.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Isavia stefnir að því að selja Airbus
A321-211-vél í eigu bandaríska flug-
vélaleigufyrirtækisins Air Lease
Corporation á uppboði, fallist félagið
ekki á að greiða tæplega tveggja
milljarða skuld WOW air við Kefla-
víkurflugvöll innan „sanngjarnra
tímamarka“. Þetta kom fram í bréfi
sem lögfræðingur Isavia sendi ALC
sama dag og WOW air varð gjald-
þrota. Samhliða tilkynningunni
kyrrsetti Isavia vélina og skipaði
stórtækum vinnuvélum við stél og
trýni vélarinnar þar sem hún stend-
ur á flughlaði á Keflavíkurflugvelli.
Kyrrsetninguna byggir Isavia á
136. gr. loftgerðalaga nr. 60/1998.
Þar segir: „Samgöngustofu og þeim
sem starfrækir flugvöll eða flugleið-
söguþjónustu er heimilt að aftra för
loftfars af flugvelli uns gjöld eru
greidd eða trygging sett fyrir
greiðslu vegna þess loftfars sem í
hlut á eða annarrar starfsemi hlut-
aðeigandi eða umráðanda loftfars-
ins.“
Skuldir hrönnuðust upp
Skuld WOW air við Keflavíkur-
flugvöll, vegna lendingar- og yfir-
flugsgjalda höfðu hrannast upp allt
frá sumrinu 2018 og til þess dags er
félagið varð gjaldþrota í lok mars
síðastliðins. Í lok febrúar nam skuld
félagsins við flugvöllinn tæpum
tveimur milljörðum en frá því í júní í
fyrra hafði félagið greitt inn á skuld
sína rétt um milljarð króna. Að öðr-
um kosti hefði skuldin numið 3 millj-
örðum í lok febrúar síðastliðins.
Þetta sýna gögn sem Morgunblaðið
hefur undir höndum. Þetta mun ekki
vera í fyrsta sinn sem flugvallaryfir-
völd hafa krafið ALC um greiðslu
vegna vangoldinna skulda þriðja að-
ila. Hins vegar herma heimildir
Morgunblaðsins að aldrei fyrr í sögu
félagsins hafi það verið gert ábyrgt
fyrir skuldum sem safnast hafi upp
yfir jafn langt tímabil og reyndin var
með WOW air. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að fulltrúar ALC
hafi leitast við að ná sátt við Isavia
svo félagið geti fengið vélina TF-
GPA afhenta að nýju, en nýir leigu-
takar munu bíða eftir því að fá hana
í hendur. Isavia hefur hins vegar
gert þá ófrávíkjanlegu kröfu að fé-
lagið standi skil á allri skuldinni,
jafnvel þótt hún sé til komin vegna
umsvifa sem byggð voru í kringum
fjölda farþegaþota sem ekki voru í
eigu ALC.
WOW hafði ekki umráðarétt
Mun forsvarsmönnum Isavia auk
þess hafa verið gerð grein fyrir að
WOW air sé ekki lengur umráðandi
vélarinnar sem um ræðir. Þannig
hafi félagið sjálfkrafa misst umráða-
réttinn þegar það lagði inn flug-
rekstrarleyfi sitt til Samgöngustofu
að morgni fimmtudagsins 28. mars.
Þegar vélin TF-GPA var kyrrsett
í Keflavík var búið að kyrrsetja allar
aðrar vélar WOW air á erlendri
grundu að beiðni flugvélaleigufyrir-
tækja, að einni vél undanskilinni, en
hún var einnig staðsett á Kefla-
víkurflugvelli. Sú vél bar einkennis-
stafina TF-SKY og er einnig í eigu
ALC. Þegar ljóst var að Isavia
myndi ekki láta vélina sem kyrrsett
hafði verið af hendi, óskaði ALC eft-
ir því að TF-SKY yrði fremur tekin
sem trygging fyrir greiðslunni á
skuld WOW air. Isavia varð ekki við
þeirri beiðni þótt ljóst sé að vélarn-
ar, sem báðar eru af gerðinni Airbus
A321 séu mun verðmætari en sem
nemur skuld WOW við Isavia.
Í hinu óundirritaða samkomulagi
milli Isavia og WOW air, sem gert
var þegar vanskil síðarnefnda fé-
lagsins námu orðið meira en millj-
arði króna, var gengið út frá því að
félagið greiddi upp skuldina í 13 að-
skildum greiðslum. Fyrst með sjö
gjalddögum frá nóvember 2018 og
fram til 1. maí 2019 þar sem hver
greiðsla hljóðaði upp á 30 milljónir
króna. Þá fimm gjalddagar yfir
sumarmánuðina, þegar fjárflæði er
hvað mest hjá flugfélögum og að
hver gjalddagi hljóðaði upp á 145
milljónir króna. Lokagreiðsluna átti
svo að inna af hendi 1. nóvember
2019 upp á tæpar 99 milljónir króna.
Lagði fram eignir þriðja aðila
Í samkomulaginu milli WOW air
og Isavia vekja tvö atriði sérstaka
athygli. Annars vegar atriði sem lýt-
ur að því að WOW air tryggi Isavia
aðgengi að vél í eigu þriðja aðila til
kyrrsetningar vegna skulda félags-
ins við Keflavíkurflugvöll. Hljóðar
það ákvæði á þessa leið: „Greiðandi
tryggir a.m.k. eina flugvél á flug-
rekstrarleyfi félagsins sé á Kefla-
víkurflugvelli eða a.m.k. eina flugvél
á flugrekstrarleyfi félagsins sé á leið
til Keflavíkurflugvallar og komin
með staðfestan komutíma á öllum
tímum á gildistíma greiðslu-
áætlunarinnar.“
Þá vekur einnig eftirtekt að WOW
air undigekkst þá kvöð að veita
Isavia sömu fjárhagslegu upplýsing-
ar til Isavia meðan skuldin væri til
staðar og giltu í skilmálum
skuldabréfaútboðs sem WOW air
réðist í um miðjan septembermánuð
í fyrra. „Skulu þær upplýsingar ber-
ast Isavia a.m.k. á sama tíma og þær
berast til eigenda skuldabréfanna.
Upplýsingarnar skulu sendar á net-
fangið sveinbjorn.indridason@isa-
via.is.“
Fordæmalaus uppákoma
Kyrrsett Isavia hefur hótað því að bjóða upp vél Air Lease Corporation á Keflavíkurflugvelli nema félagið greiði að fullu 2 milljarða skuld WOW air.
Forsvarsmenn ALC telja það ekki standast skoðun að Isavia geri félagið ábyrgt
fyrir 9 mánaða, 2 milljarða uppsöfnuðum skuldahala WOW air á Keflavíkurflugvelli
● Eimskip og grænlenska skipafélagið
Royal Arctic Line fengu í gær undan-
þágu frá Samkeppniseftirlitinu um að
fyrirtækjunum sé heimilt að hefja sam-
starf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Eimskipi.
Þá segir að í tengslum við fyrirhugað
samstarf séu Eimskip og Royal Arctic
Line með í smíðum þrjú 2.150 gáma-
eininga skip sem gert er ráð fyrir að
verði komin í rekstur undir lok þessa
árs. Tvö af skipunum verða í eigu Eim-
skips og Royal Arctic Line mun eiga
eitt. Skipin verða notuð í vikulegum
siglingum á milli Grænlands, Íslands,
Færeyja og Skandinavíu.
Nýju skipin verða stærstu gámaskip
sem Eimskip hefur haft í sinni þjónustu.
Samþykkja samstarf
skipafélaga
18. apríl 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.72 120.3 120.01
Sterlingspund 156.64 157.4 157.02
Kanadadalur 89.38 89.9 89.64
Dönsk króna 18.113 18.219 18.166
Norsk króna 14.08 14.162 14.121
Sænsk króna 12.917 12.993 12.955
Svissn. franki 118.96 119.62 119.29
Japanskt jen 1.0694 1.0756 1.0725
SDR 166.3 167.3 166.8
Evra 135.22 135.98 135.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3489
Hrávöruverð
Gull 1301.85 ($/únsa)
Ál 1843.0 ($/tonn) LME
Hráolía 71.21 ($/fatið) Brent
● Vísitala bygging-
arkostnaðar, reikn-
uð um miðjan apríl
2019, nam 142,7
stigum og hækkar
um 0,2% frá fyrri
mánuði. Þetta
kemur fram á vef-
síðu Hagstofu Ís-
lands. Innflutt efni
hækkaði um 0,5%
á meðan flokkur
véla, flutnings og orkunotkunar hækk-
aði um 0,8%.
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísi-
tala byggingarkostnaðar hækkað um
3,9%. Vísitalan gildir einnig fyrir maí.
Vísitala byggingarkostn-
aðar hækkar um 0,2%
Vísitala Hækkar
um 0,2% í apríl.
STUTT
Björn Óli Hauksson hefur látið af
störfum sem forstjóri Isavia sam-
kvæmt tilkynningu sem barst frá fé-
laginu í gærkvöldi. Heimildir
Morgunblaðsins herma að Birni Óla
hafi verið sagt upp störfum sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar félagsins
þar um. Elín Árnadóttir aðstoðarfor-
stjóri og Sveinbjörn Indriðason,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
munu annast daglegan rekstur fé-
lagsins þar til nýr forstjóri verður
ráðinn.
Í fréttatilkynningunni frá Isavia
segir Björn Óli að hann hafi starfað
hjá fyrirtækinu í meira en tíu ár, og
að sá tími hafi verið viðburðaríkur og
skemmtilegur. „Ég hef fengið að
taka þátt í uppbyggingu á Isavia sem
hefur verið einstakt. Einnig hef ég
fengið tækifæri til að vinna með frá-
bæru starfsfólki í umhverfi þar sem
áskoranir eru og hafa verið miklar.
Ég er þakklátur fyrir það hversu vel
hefur tekist til og nú er að hefjast
enn einn kaflinn í sögu Isavia. Í því
ljósi tel ég að nú sé góður tími fyrir
nýtt fólk til að taka við keflinu,“ segir
Björn Óli í tilkynningunni.
Orri Hauksson, stjórnarformaður
Isavia, þakkaði Birni Óla fyrir starf
sitt fyrir félagið um langt skeið.
Segir í tilkynningu Isavia að stjórnin
virði ákvörðun Björns Óla um að nú
sé góður tímapunktur til að láta af
störfum og verði hafist handa við að
ráða nýjan forstjóra.
Skammt stórra högga á milli
Einungis er tæpur mánuður liðinn
frá því að Ingimundur Sigurpálsson
lét af starfi stjórnarformanns á aðal-
fundi félagsins en hann hafði þá
sinnt því starfi í sex ár. Vék hann um
leið úr stjórn, en Orri Hauksson tók
hans stað.
Þá boðaði Björn Óli um síðustu
mánaðamót hagræðingu í starfsemi
Isavia og fækkun sumarstarfsfólks á
Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjald-
þrots WOW air fyrr í vor.
Björn Óli Hauksson lætur af
störfum sem forstjóri Isavia
Björn Óli
Hauksson
Orri
Hauksson