Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019
EES-samningurinn
var mjög umdeildur á
sínum tíma, talinn brjóta
stjórnarskrá og opna
yfirþjóðlegu valdi leið,
um þetta var að sjálf-
sögðu deilt. Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra í ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar,
undirritaði hann fyrir Ís-
lands hönd og var sannfærður um að
þetta væri mesta og besta verk frá
því að lýðveldið var stofnað. Og vissu-
lega fylgdu þessum samningum
margvísleg réttindi og tækifæri.
Það er umhugsunvert að nú segir
sjálfur verkstjórinn, Jón Baldvin
Hannibalsson, að lengra verði ekki
haldið á þessari vegferð, EES hafi
aldrei snúist um að selja auðlindirnar
í hendur ESB og varar við samþykkt
þriðja orkupakkans.
Nú þegar þriðji orkupakkinn er
kominn í átakaferil hefst sama um-
ræðan – almenningur, stjórnmála-
menn og lögfræðingar skiptast í
hópa. Hóparnir, jámenn og mótmæl-
endur pakkans, lofa álit lögfræðing-
anna Friðriks Árna Friðrikssonar og
Stefáns Más Stefánssonar. Og báðir
aðilar vitna í álit þeirra sínum mál-
stað til staðfestingar. Báðir hóparnir
vilja að stjórnarskráin njóti vafans.
Sæstrengirnir eru stóra málið til að
fara hér á landi.“ Þetta þýðir víst að
sæstrengirnir verði aðeins lagðir ef
Alþingi lögfesti það. Þessari lausn, ef
lausn skyldi kalla, lýkur svo með orð-
um þeirra: „Þessi lausn er þó ekki
gallalaus.“ Þarna bregða þeir fyrir
sig Ara fróða „hvað sem missagt er í
fræðum þessum, þá er skylt að hafa
það heldur er sannara reynist“. Þetta
er fullkominn lögfræðilegur fyr-
irvari. Þeir þvo hendur sínar eins og
Pílatus forðum, fría sig af ákvörðun
Alþingis í framtíðinni.
Þessi lokaorð lögspekinganna eru
þjáningarfull en þau duga þó til að
efasemdarmennirnir í þingflokki
Sjálfstæðisflokkins taki upp gleði sína
enda vita þeir að flokkurinn á svo mik-
ið undir markaðshyggjunni og dug-
lega fólkinu. Nú skal málið keyrt
áfram og spurningin er, hvað gera
framsóknarmenn og vinstri grænir?
Ganga þeir í humátt, hljóðir og prúðir,
og vona að flokksmenn gleymi strax
svona undanslætti frá stefnu flokk-
anna. Gáið að ykkur, Sigurður Ingi
Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir.
Þeir flokkar sem eru í mestri and-
stöðu við orkupakkann eru stjórnar-
flokkarnir, um 90% flokksmanna allra
flokkanna eru á móti honum. Þegar
EES-samningurinn var undirritaður
1993 sögðu menn það sama: Við erum
með belti og axlabönd, við eigum okk-
ar auðlindir áfram, samningurinn
snýst ekki um sjávarútvegsauðlindina,
hann snýst ekki um orkuauðlindina,
hann snýst ekki um landbúnaðar-
auðlindina. Hvað þá allt ferska vatnið
sem nú er horft á öfundaraugum.
Nokkrum árum síðar var landbún-
aðurinn kominn undir EES og mat-
vælalöggjöf þess, hráa kjötið o.fl., og
er enn í átakaferli. Yfirþjóðlegt vald
sýnir sig og brotið er á stjórnar-
skránni aftur og aftur.
Hví er barist um að
kaupa auðlindajarðir?
Hvað líða mörg ár þar til þeir inn-
lendu og erlendu auðmenn, sem nú
eru að kaupa upp landið og ætla að
selja orkuna, virkjunarréttinn og
vatnið eins og epli og appelsínur, hafa
kært hið íslenska ákvæði um sæ-
streng? EES-samningurinn opnaði
fyrir jarðakaup útlendinga og sumir
segja að jarðalög, sem undirritaður
bar ábyrgð á sem landbúnaðar-
ráðherra, hafi opnað enn frekar leið
þeirra. Jarðakaup á Íslandi voru
leyfð útlendingum með EES-
samningi. Réttur þeirra var inn-
leiddur í EES. Strax um aldamótin
2000 fór eftirlitsstofnun ESA að
krefjast breytinga á jarðalögum frá
1976. Þau stönguðust á við EES-
samninginn. Það var ekkert íslenskt
ákvæði til. Til að forðast lögsókn og
skaðabætur varð að breyta jarðalög-
um og jafna leikreglurnar.
Alþingi ber nú að grípa inn í jarða-
kaup útlendinga því heilu héruðin eru
að falla auðmönnum, erlendum og
innlendum, í skaut. Hvers vegna?
Það eru átökin um yfirráðin á orku,
virkjunum, vatni og landi. Brussel-
valdið er búið að hlæja sig máttlaust
að þessu séríslenska ákvæði sem oft
hefur verið nefnt áður. Það er notað
til heimabrúks á Íslandi, segja þeir.
Sannleikurinn er þessi, utanríkis-
ráðherranum verður ekkert gagn af
beltinu og axlaböndunum, buxurnar
eru nefnilega úr híalíni. Ég hvet bæði
Alþingi og ríkisstjórn til að skoða
málin af gaumgæfni, hverjar verða
afleiðingarnar af samþykkt orku-
pakkans? Og við eigum þann rétt
sem þjóð að hafna því að taka pakk-
ann upp, það liggur fyrir í EES-
samningi.
Nú kallar Þorsteinn Pálsson, fv.
forsætisráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, kúnstir utanríkis-
ráðherranas „lofsverðar blekkingar“
og bætir við: „Hann á fullt lof skilið
fyrir vikið.“ Svona breytast viðhorf
manna þegar þeir hafa tekið trúna.
Ólíkt hafast þeir að nú, Þorsteinn og
Jón Baldvin.
rafmagnið verði mark-
aðsvara, þar er átaka-
punktur þótt þeir séu
fleiri. Bissnessmenn hér
líta á rafmagnið og
vatnið sem markaðs-
vöru sem einstaklingar
eigi að höndla með, ekki
ríkið, hafa greinilega
lagst á lögspekingana
og reyndar segja kok-
hraustir þingmenn frá
því. Því í lok fjörutíu og
fimm blaðsíðna úttektar
um málið segja Friðrik Friðriksson
og Stefán Már að þeir telji að pakk-
inn stangist á við stjórnarskrána. En
svo koma lokaorð lögfræðinganna
með veikri lausn sem trúlega stenst
ekki fyrir dómstólum.
Loðnasta svar lögfræðinnar
Þetta mikla og skýra lögfræðilega
álit er haldið veikum lokaorðum sem
standast ekki, því sæstrengsmenn-
irnir hrinda síðar ályktun Alþingis úr
vegi með málsókn erlendis.
Þeir munu líka hrinda þjóðareign-
inni á Landsvirkjun, henni verður
skipt upp og hlutir hennar seldir.
Lagaspekingarnir segja: „Möguleg
lausn gæti falist í því að þriðji orku-
pakkinn verði innleiddur í íslenskan
rétt með lagalegum fyrirvara um að
ákvæði hans um grunnvirki yfir
landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr.
713/-2009, öðlist ekki gildi, enda er
slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að
Eftir Guðna
Ágústsson »Alþingi ber nú að
grípa inn í jarðakaup
útlendinga því heilu hér-
uðin eru að falla auð-
mönnum, erlendum og
innlendum, í skaut.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Buxurnar eru híalín – axlabönd og belti eru blekking
Hér ber þann boðskap hátt að
fyrir stjórnvöldum vaki að af-
henda Evrópusambandinu ráð
yfir orkulindum landsins. Ekkert
slíkt er þó á döfinni. Á hinn bóg-
inn hefur innleiðing svonefnds
orkupakka þrjú sem hluta af
EES-samstarfinu verið túlkuð á
þennan sérkennilega hátt.
Nokkur þáttaskil urðu þó í
umræðunum eftir samþykkt
ríkisstjórnarinnar 22. mars þar
sem áréttað er að orkupakkinn kallar aðeins
á lagabreytingu varðandi aukið sjálfstæði
Orkustofnunar sem eftirlitsaðila í þágu
neytenda. Þó láta sumir enn eins og um
framsal valds til fagstofnunar ESB, ACER,
sé að ræða.
Þá er það tillaga ríkisstjórnarinnar að
verði ákvörðun tekin um að ráðast í lagn-
ingu sæstrengs til að flytja raforku héðan til
Bretlands eða annarra landa skuli alþingi
samþykkja það með lögum.
Þeim sem hafa staðið utan umræðna um
orkumál koma hatrammar deilur um sæ-
strenginn og eignarhald á orkufyrirtækjum
á óvart. Að óreyndu hefði mátt ætla, eftir
margra ára athuganir, að rökstudd sátt ríkti
um þessa grunnþætti í stefnu Íslands í
orkumálum.
Á vefsíðu Landsvirkjunar er að finna ít-
arlegar upplýsingar um rannsóknir vegna
hugsanlegs sæstrengs héðan til Bretlands.
Upplýsingarnar sýna að ekkert hefur verið
gert af opinberri hálfu varðandi sæstreng
síðan árið 2016. Þegar rætt er um framtíð
verkefnisins segir meðal annars:
„Talið er að það taki um fimm ár að klára
nauðsynlegar rannsóknir og undirbúnings-
vinnu í sambandi við lagningu strengsins.
Að því loknu verður hægt að taka endanlega
ákvörðun um hvort af verkefninu verður. Ef
tekin verður ákvörðun um slíkt mun það
taka fimm til sex ár að framleiða og leggja
strenginn og reisa landstöðvar, háspennu-
línur og fleira.“
Sæstrengur er með öðrum orðum ekkert
sem menn hrista fram úr erminni. Þarna er
talað um allt að 12 ára undirbúnings- og
framkvæmdatíma vegna strengsins. Þriðji
orkupakkinn hefur verið til afgreiðslu í ís-
lenska stjórnkerfinu síðan 2010. Gengi allt
eins og smurð vél frá 2020 vegna strengsins
yrði hann kannski tengdur árið 2032. Að lík-
indum yrði þessi tími töluvert lengri.
Þörf er á meiri umræðum á stjórnmála-
vettvangi um strenginn, eignarhald á orku-
lindum og alþjóðaþróun. Þessi
spurning er áleitin: Á að spyrja
þjóðina hvort hún vilji raf-
streng til annarra landa? Þá
yrði sá þáttur málsins ræddur
til hlítar. Þriðji orkupakkinn er
hins vegar tilbúinn til af-
greiðslu núna, enda þaul-
ræddur.
Þróun hælismála
Samtökin No Borders sem
berjast gegn landamærum og
hafa sérstaklega horn í síðu reglna um
brottvísun ólöglegra innflytjenda láta nú að
sér kveða á nýjan leik. Fulltrúar þeirra
sitja reglulega fyrir fólki í anddyri dóms-
málaráðuneytisins.
Borgaryfirvöld leyfðu hælisleitendum og
No Borders að reisa tjald og gista á
Austurvelli í nokkrar nætur til að árétta
kröfur sínar. Var styttan af Jóni Sigurðs-
syni notuð sem snagi undir mótmælaspjöld.
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs leituðu 223
einstaklingar hælis eða alþjóðlegrar vernd-
ar hér á landi, á sama tíma í fyrra stóðu 138
í þessum sporum en árið 2017 voru þeir 226.
Ferðir hælisleitenda eru sjaldan óskipu-
lagðar. Oftast hafa þeir notið aðstoðar ein-
hverra sem þiggja greiðslu fyrir að leið-
beina þeim. Veittar eru upplýsingar um
hvert best sé að leita og hvernig best sé að
ná árangri á áfangastað.
Barátta No Borders við íslensk stjórn-
völd snýst um betri aðbúnað og þjónustu
fyrir hælisleitendur. Fjölgun þeirra á þessu
ári fellur að markmiðum No Borders.
Viðbrögð dómsmálaráðherra
Vegna þessarar þróunar hefur dóms-
málaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir nú flutt frumvarp um breyt-
ingar á útlendingalögunum.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að
nú bíði rúmlega 600 einstaklingar sem
þiggja þjónustu á biðtímanum úrlausnar
sinna mála eða endursendingar til annars
ríkis. Stjórnsýslan ráði ekki við að afgreiða
umsóknir innan ásættanlegs tíma og kostn-
aður við framfærslu umsækjenda um al-
þjóðlega vernd vaxi hröðum skrefum.
Þarna er um að ræða marga milljarða króna
sem velt er yfir á skattgreiðendur.
Skýringin á þessari fjölgun er sögð tví-
þætt: „Í fyrsta lagi hefur fjölgað nokkuð í
hópi þeirra sem hingað leita eftir vernd frá
stríðshrjáðum löndum, ekki síst Írak og
Afganistan. Í öðru lagi hefur þeim sem
sækja hér um alþjóðlega vernd fjölgað um-
talsvert á ný þrátt fyrir að vera ekki á flótta
undan ofsóknum í sínu upprunaríki.“
Þeir sem mynda síðari hópinn eru fólk frá
öruggu ríki sem nýtur félagslegrar aðstoðar
á meðan komist er að niðurstöðu um af-
greiðslu bersýnilega tilhæfulausrar um-
sóknar þess. Þá er í hópnum fólk sem ber
lögum samkvæmt að sækja um hæli í öðru
ríki eða hefur ef til vill gert það en kýs samt
að koma hingað. Loks er þarna fólk sem
þegar hefur fengið stöðu flóttamanns í Evr-
ópu en ákveður af einhverjum ástæðum að
sækja líka hér um hæli.
Í frumvarpinu sem liggur fyrir alþingi
núna er enn gerð tilraun til að einfalda
regluverkið í kringum tilhæfulausar um-
sóknir og stytta þar með dvöl umsækjenda á
kostnað skattgreiðenda hér á landi.
Átök í Kaupmannahöfn
Danskir stjórnmálamenn ræða opið um
vandann vegna hælisleitenda. Jafnaðar-
mannaflokkurinn hefur aukið fylgi sitt frá
því að hann tók að nálgast harða útlendinga-
stefnu Danska þjóðarflokksins. Hér á landi
mega Samfylkingin eða aðrir vinstrisinnar
ekki heyra á slíkt minnst – þvert á móti.
Í dönsku samfélagi ríkir nokkur spenna
vegna útlendingamálanna. Það kom til
dæmis til harðra átaka sunnudaginn 14.
apríl á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.
Dönsk yfirvöld hafa á rúmu ári greitt 24
milljónir króna (um 450 m. ísl. kr.) til að
verja lögfræðinginn Rasmus Paludan sem
berst af hörku gegn múslimum. Í óeirð-
unum á sunnudaginn beitti lögreglan tára-
gasi og handtók 23 eftir að Paludan kastaði
Kóraninum í loft upp og lét hann falla til
jarðar á Blágarðstorgi.
Frá því í fyrra hefur Paludan efnt til 70
mótmæla. Hann heldur úti flokknum Stram
kurs, Stífri stefnu, sem fékk 923 atkvæði í
sveitarstjórnakosningum árið 2017. Þeir
sem tala máli hans á stjórnmálavettvangi
segja að ekki sé við Paludan að sakast vegna
löggæslukostnaðar heldur þá sem veita hon-
um ekki svigrúm til að mótmæla. Gegn þeim
verði lögreglan að láta að sér kveða.
Átökin í Kaupmannahöfn eru aðeins ein
birtingarmynd vandans sem skapast í út-
lendingamálum raskist eðlilegt jafnvægi.
Ástæða er til að velta fyrir sér hvort mót-
mælin á Austurvelli og mótmælasetan í
dómsmálaráðuneytinu séu ekki einmitt til
marks um slíka röskun hér á landi og þess
vegna sé tímabært að alþingi samþykki nýtt
frumvarp dómsmálaráðherra.
Eftir Björn Bjarnason
» Þörf er á meiri umræðum
á stjórnmálavettvangi um
strenginn, eignarhald á orku-
lindum og alþjóðaþróun.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Yfirráð í orkumálum –
hert útlendingalög
Skoðanakannanir, sem fram-
kvæmdar hafa verið á síðustu
árum, benda til þess að mikill
meirihluti þjóðarinnar vilji
halda eignarhaldi ríkisins á
Landsvirkjun óbreyttu. Það
er því mikilvægt að árétta að
reglur þriðja orkupakkans
kalla ekki á einkavæðingu á
raforkufyrirtækjum. Fullyrð-
ingum um annað hefur verið
haldið fram í umræðunni að
undanförnu og eðlilega fyllast
því margir áhyggjum. Til
þess er enda leikurinn
gerður.
Þriðji orkupakkinn hefur
ekkert með eignarhald á
framleiðslufyrirtækjum raf-
orku að gera, sölu á orkuauð-
lindum eða fyrirkomulag auð-
lindanýtingar almennt. Þriðji orkupakkinn hefur enga
þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu
framleiðslufyrirtækja, hvorki gagnvart Landsvirkjun
sem framleiðir 71% allrar raforku á Íslandi né Orku
náttúrunnar sem framleiðir 19% hennar.
Þvert á það sem hefur ranglega verið haldið fram í
umræðunni um þriðja orkupakkann eru engin nýmæli
þar að finna sem geta stuðlað að slíkri einkavæðingu eða
uppskiptingu. Grunnreglur EES um fjórfrelsið gilda nú
þegar um orkumarkaðinn og breytir þriðji orkupakkinn
engu um möguleika innlendra og erlendra aðila til að
eignast hlut í orkufyrirtækjum á Íslandi eða fá tíma-
bundið leyfi til að nýta auðlindir í opinberri eigu. Það
skal því undirstrikað að það kemur ekki til sölu á orku-
fyrirtækjum í eigu hins opinbera öðru vísi en að stjórn-
völd taki ákvörðun þar um.
Þótt það komi þriðja orkupakkanum ekki við er rétt
að taka fram að engin áform eru uppi hjá stjórnvöldum
um sölu á hlut ríkisins í Landsvirkjun. Það endurspegl-
ast m.a. í fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024. Í fjár-
málaáætluninni er gert ráð fyrir að Þjóðarsjóði verði
komið á fót og hann fjármagnaður með arðgreiðslum,
leigutekjum og öðrum tekjum frá orkufyrirtækjum
vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins.
Loks skal það áréttað að samkvæmt gildandi lögum
frá 2008 er ríki og sveitarfélögum, og félögum í þeirra
eigu, óheimilt að selja frá sér orkuauðlindir. Þriðji orku-
pakkinn hefur engin áhrif á gildi þeirra laga né annarra
laga sem lúta að nýtingu orkuauðlinda og eignarhaldi
þeirra. Svarið við spurningunni um hvort selja þurfi
Landsvirkjun er því skýrt, og svarið er nei.
Þarf ríkið
að selja
Landsvirkjun?
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur
Bryndís Haraldsdóttir
Höfundur er alþingismaður.
»Reglur
þriðja
orkupakkans
kalla ekki á
einkavæðingu
á raforkufyrir-
tækjum.