Morgunblaðið - 18.04.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is - www.hitataekni.is
Anddyrishitablásarar
Baðviftur
Ein sú hljóðlátasta 17 - 25 dB(A)
Umboðsaðilar
á Íslandi
loftræstikerfa
fyrir heimili og fyrirtæki
Bjóðum upp á mikið úrval
Vatnshitablásarar
Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem
loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað og stýringar.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Rétt fyrir borgar-
stjórnarfund 2. apríl
sl. mætti hópur
rekstraraðila við
Laugaveg og Skóla-
vörðustíg í Ráðhúsið
með undirskriftalista
og afhenti borgar-
stjóra, Degi B. Egg-
ertssyni. Ástæða
undirskriftanna var
að til stendur, af
hálfu meirihlutans í borginni, að
loka alfarið þessum götum fyrir
bílaumferð árið um kring. Ástæð-
ur undirskriftanna voru áhyggjur
þessara aðila af þróun mála í mið-
borginni og afkomumöguleikum
verslunar við þessar rótgrónu
verslunargötur. Undirritaður lagði
síðar fram tillögu á borgar-
stjórnarfundinum um að borgar-
meirihlutinn tæki upp nánara og
víðtækara samráð við alla aðila
sem hagsmuna eiga að gæta, svo
sem hagsmunaaðila fatlaðs fólks,
eldri borgara og rekstraraðila.
Umræður urðu mjög snarpar og
stóðu lengi yfir.
Ljóst er að ýmsar breytingar
hafa orðið í samfélaginu sem áhrif
hafa á þörf íbúa fyrir þjónustu í
miðborginni. Bílastæðavandinn er
einn fælingarmátturinn og nú hin
síðustu ár ört hækkandi leiguverð
sem ræðst af tvennu, framboðs-
skorti á húsnæði í miðborginni og
hækkandi fasteigna-
gjöldum. Má rekja
þá hækkun m.a. til
breytinga á fast-
eignamati sem fer
síðan beint út í
leiguverðið. Þessar
tvær meginástæður
gera m.a. verslunar-
rekstur við göturnar
mun erfiðari. Dá-
góður hópur
rekstraraðila hefur
ákveðið að flytja sig
annað eða hreinlega
hætta rekstri. Þegar er hluti
þeirra fluttur og eftir standa auð
rými. Þessir aðilar nefna aðallega
flótta viðskiptavina vegna erf-
iðrar aðkomu að verslunargöt-
unum og hækkandi bílastæða-
gjalda. Einnig nefna margir að
sumarlokun fyrir bílaumferð um
göturnar dragi úr komu við-
skiptavina, en auki kannski flæði
ferðamanna sem aftur á móti
versla lítið. Túristaverslunum
sem þjóna ferðamönnum hefur
fjölgað verulega, en þjóna ekki
borgarbúum nema að mjög tak-
mörkuðu leyti.
Engar haldgóðar rannsóknir
né kannanir hafa verið gerðar til
að átta sig á fækkun borgarbúa á
þessum götum, sem hefur bein
áhrif á viðskiptin. Það er ein
könnun sem gerð var af Maskínu
sl. sumar sem borgarmeirihlutinn
hengir sig hvað mest í, en aðeins
768 Reykvíkingar svöruðu henni.
Sú könnun gefur í raun ranga
mynd af viðhorfi borgarbúa al-
mennt, þar sem spurt var hvort
íbúar væru sáttir við sumarlokun
verslunargatna í miðborginni.
Ekki var svarendum gert ljóst að
til stóð að loka götunum árið um
kring. Ef svo hefði verið má leiða
getum að því að svörunin hefði
farið á annan veg. Þó er hægt að
lesa úr þessari könnun, þegar vel
er gáð, að því fjær sem íbúar búa
frá miðborginni því andvígari eru
þeir sumarlokun, hvað þá árið um
kring.
Að hagræða staðreyndum með
þessum hætti þýðir eingöngu að
meirihlutinn vinnur aðeins fyrir
þann hluta borgarbúa sem búa
nálægt miðjunni. Hinir geta átt
sig, en eitthvað á þá leið komst
einn borgarfulltrúi meirihlutans
að orði á fyrrnefndum borgar-
stjórnarfundi: „Þeir koma hvort
sem er aldrei niður í bæ.“ Hvers
vegna skyldi það nú vera? Það er
jafnframt á áætlun meirihlutans
að loka svo kirfilega fyrir um-
ræddar götur að fatlaðir og aldr-
aðir einstaklingar komist ill-
mögulega í göturnar. Það má
nefnilega enginn bíll aka um þær
eftir að lokað verður.
Skoðum nokkrar staðreyndir:
90% rekstraraðila eru á móti
heilsárslokun. Í skoðanakönnun
Gallup 1. febrúar sl. er borgar-
stjórnarmeirihluti Reykjavíkur
neðstur á lista þeirra stofnana
sem um var spurt með aðeins
16% traust af hálfu þjóðarinnar.
Núverandi borgarmeirihluti
kveðst vera að vinna samkvæmt
vilja kjósenda en það er hins veg-
ar ekki hafið yfir allan vafa að
svo sé. Fyrir Reykvíkinga væri
lítið að sækja ef þessara verslana
nyti ekki við við göturnar. Ef
áform meirihlutans verða að
veruleika þá er það klárlega mik-
ill skaði fyrir eitthvert rótgrón-
asta og vinsælasta svæði borgar-
innar okkar. Finna þarf leiðir
sem geta sætt alla aðila. Ljóst er
að þörf er á breytingum, til að
gæða þessar götur meira lífi fyrir
borgarbúa, en málin verða ekki
leyst með gerræðislegri aðferða-
fræði meirihlutans og skella bara
í lás fyrir allri bílaumferð. Við
búum á Íslandi þar sem válynd
veður geisa.
Verslanir flýja af Laugavegi verði
áform meirihluta að veruleika
Eftir Þór Elís
Pálsson » Borgarmeirihlutinn
ætlar að breyta
verslunargötum borgar-
innar í göngugötur allt
árið. Flokkur fólksins
berst gegn þessum
vondu vinnubrögðum.
Þór Elís Pálsson
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Flokks fólksins.
thor.elis.palsson@reykjavik.is