Morgunblaðið - 18.04.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019
Látinn er kær
sveitungi, Stein-
grímur Gíslason
fv. bóndi og hrepp-
stjóri, Torfastöðum, Grafningi.
Þar ólst hann upp í ná-
munda við fagurblátt Sogið og
Álftavatn og svanasöng á fal-
legum vor- og sumarkvöldum
með víðáttumikið útsýni yfir
tignarlegan fjallahring og nær-
sveitir.
Mannlífið á hreppnum
breytist óneitanlega við fráfall
þeirra sem þar hafa markað
djúp spor til verka og framfara
í áratugi og gert mannlífið lit-
ríkt á ýmsa vegu.
Á Torfastöðum ræktaði
Steingrímur upp sitt ævistarf
ásamt Birnu eiginkonu sinni
og börnum með myndarlegu
búi.
Hann var léttur í lund og
unni sveit sinni mjög.
Steingrímur minntist þess
oft þegar þeir ungir að árum,
Ólafur Jóhann af næsta bæ,
síðar stórskáld, fóru í hinar
ýmsu ævintýraferðir um svæð-
ið og í Tungá til veiða.
Í þessum ferðum hefur bú-
skaparáhugi Steingríms vænt-
anlega vaknað sem og áhugi
Ólafs Jóhanns að yrkja til
Steingrímur
Gíslason
✝ SteingrímurGíslason fædd-
ist 22. september
1921. Hann lést 8.
apríl 2019.
Útför Steingríms
fór fram 16. apríl
2019.
náttúrunnar sem
og til stangveiða.
Steingrímur
varð fyrir þungum
áföllum um ævina
við missi á eigin-
konu sinni, um
aldur fram, Birnu
Jónsdóttur, og
dætrum þeirra,
Sigríði Maríu og
Kristínu Rósu.
Megi Guð
vernda þær og minningu
þeirra.
Steingrímur unni börnum
sínum mjög og fóstursyni og
var aðdáunarvert að heyra
hann segja frá lífshlaupi
þeirra, krafti og velferð.
Eftir að Birna lést og heilsu
Steingríms hrakaði brá hann
búi og dvaldi/bjó eftir það á
Ljósheimum, Selfossi, þar sem
honum líkaði dvölin afar vel.
Steingrímur kom árvisst í
áratugi ríðandi til haustleita að
Nesjavöllum, þ.e. í fyrri og
seinni leit, og gisti þá á bæ
ásamt öðrum leitarmönnum
smölunardaginn eftir á Mos-
fellsheiði, Henglafjöllum, Dyr-
fjöllum og dölunum þar í kring
og síðan á syðri Grafningsfjöll-
um í Selflatarrétt á þriðja
degi. Hann var ávallt vel ríð-
andi og með snyrtilegan búnað
til hesta og annars leitarbún-
aðar.
Eitt þótti okkur krökkunum
stórmerkilegt í farteski Stein-
gríms, tóbaksbaukur sem
gerður var úr stórri skotpa-
trónu frá stríðsárunum.
Um Steingrím væri hægt að
skrifa langt ávarp, en þau skrif
verða að bíða betri tíma.
Í spjalli mínu við Steingrím
á hans efri árum sagði ég
gjarnan, að það væru forrétt-
indi að fá að fræðast hjá manni
eins og honum um fyrri tíma í
Grafningnum sem víðar. Hann
sagði þá gjarnan að það gæti
vart verið gaman að spjalla við
gamla kalla nema þá í hófi og
kímdi við, sem sýndi léttleika
hans og glettni.
Steingrímur var léttur á
fæti þrátt fyrir háan aldur og í
síðustu skiptin sem ég heim-
sótti hann á Ljósheima flaug
hann nánast um gangana og
var ern í spjalli sem fyrr.
Með hækkandi vorsól og
vorboðasöng þar sem berg-
vatnið hjalar með bökkum
Sogsins og Álftavatns kveðjum
við kæran sveitunga með virð-
ingu og þökk fyrir góðar sam-
verustundir fyrr og nú.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar nætur frið.
(Hulda)
Guð verndi Steingrím og
minningu hans
Börnum, fjölskyldum og vin-
um Steingríms vottum við inni-
lega samúð okkar.
Fyrir hönd Nesjavallafjöl-
skyldunnar,
Ómar G. Jónsson.
Fyrsta minning mín með
Steingrími er þegar ég sem lít-
il stelpa fór með honum með
mjólkina á hesti og kerru nið-
ur á brúsapall, þangað sem
nágrannarnir komu einnig
með sína mjólk. Þar mynd-
aðist þá smá samkoma fyrir
bændurna til skrafs og ráða-
gerða.
Steingrímur var hugmynda-
ríkur, ráðagóður og skapandi
bóndi. Hann ræktaði upp jörð-
ina, byggði á Torfastöðum
íbúðarhús, fjós og hlöðu, allt
með handafli og hjálp vina og
vandamanna. Grímur og Ólaf-
ur Jóh. Sigurðsson voru vinir í
æsku og er Grímur söguper-
sóna hans í fyrstu bók hans,
Við Álftavatn, sem Ólafur
skrifar á fermingaraldri.
Fyrsta sagan heitir Sumar-
dagurinn fyrsti og þar lýsir
Ólafur: Ingólfsfjalli háu og
tignarlegu, með stórhrikaleg-
um hamraborgum, engjarnar
sefgrænar, fagrir hvammar,
lautir og fell. Grími lýsir hann
sem litlum og grönnum og
einstaklega skemmtilegum
dreng með síbrosandi andlit.
„Við Grímsi erum uppfinn-
ingamenn; foreldrar okkar
kalla okkur fyrirtektar-
ormana.“ Grímsi var aldrei
ráðalaus. Þessi lýsing Ólafs
finnst mér passa sérlega vel
við Grím.
Margar góðar sögustundir
hef ég átt með Grími í gegn-
um tíðina, bæði í heimsóknum
og símtölum. Nokkur síðast-
liðin sumur höfum við Grímur
farið saman í bíltúr og komum
við þá fyrst og fremst við á
Torfastöðum, Úlfljótsvatni og
síðan mismunandi hvert ferð-
inni var heitið eftir það. Þetta
voru góðar samverustundir
þar sem Grímur sagði sögur,
deildi fróðleik og ég kem til
með að sakna. Hvíl í friði.
Árný V. Ingólfsdóttir.
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins
nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(ÞS)
Sigurður
Magnússon
✝ SigurðurMagnússon
fæddist 1. júlí 1930.
Hann lést 6. apríl
2019.
Sigurður var
jarðsunginn 13.
apríl 2019.
Megir þú hvíla í
friði, elsku pabbi.
Þín
Björk.
Elsku afi minn.
Þegar ég hugsa
til baka þá er margt
sem kemur upp í
huga minn.
Í mínum huga
ertu góður, ljúfur,
einlægur, fróður og
klárlega algjör
fyrirmynd, með hjarta úr gulli.
Ég minnist tímanna í Bláskógum
þar sem þú kenndir mér að fara á
hestbak, keyra jeppann þinn
þrátt fyrir glæfralegan akstur og
fá að taka rúnt með þér í vöru-
bílnum, það var toppurinn.
Alltaf hlýjar móttökur og ekki
má gleyma öllu bakkelsinu hjá
þér og ömmu Möggu. Öll samtölin
sem við áttum, einlæg og falleg.
Alltaf hægt að tala um allt við þig.
Takk, elsku afi minn, fyrir að
vera alltaf til staðar, fyrir ástina
og umhyggjuna sem þú gafst mér
og börnunum mínum.
Endalaus ást til þín.
Inga Valdís og börn.
Þorvaldur afi er
dáinn.
Hann var alltaf
svo blíður og góður
við mig þegar ég var lítill. Ég
mun aldrei gleyma þeim góðu
samverustundum sem við áttum
saman á Sunnubrautinni. Þor-
valdur afi var skemmtilegur og
brosmildur, barngóður og
myndarlegur maður.
Við hittumst síðastliðið haust
og er ég þakklátur fyrir það.
Ég, ásamt konu minni og
börnum, mun ávallt eiga góðar
og hlýjar minningar um Þorvald
afa.
Með saknaðarkveðju frá
Noregi,
Svavar og fjölskylda.
Góður vinur og samstarfsmað-
ur til margra ára, Þorvaldur
Hafberg, er fallinn frá 86 ára að
aldri.
Okkar fundum bar fyrst sam-
an þegar ég var í sveit í Síðu-
múla í Borgarfirði hjá þeim
ágætu hjónum Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur og Andrési Eyj-
ólfssyni.
Yngsta barn þeirra hjóna,
Adda, og Þorvaldur höfðu
kynnst í Héraðsskólanum í
Reykholti og fellt hugi saman.
Var Þorvaldur þá nýfluttur í
Síðumúla, glæsilegur og geð-
felldur og virtist allt leika í hönd-
um hans. Unnu þau bæði við bú-
skapinn og að nokkrum
misserum liðnum tóku þau við
búinu.
Þorvaldur Kristinn
Friðriksson Hafberg
✝ ÞorvaldurKristinn Frið-
riksson Hafberg
fæddist 19. júlí
1932. Hann lést 30.
mars 2019.
Útförin fór fram
16. apríl 2019.
Ári síðar ákváðu
þau að flytja suður
til annarra starfa og
tóku bræður Öddu,
Eyjólfur og Magn-
ús, við búsforráðum
í Síðumúla og
keyptu jörðina.
Ég minnist með
hlýju þeirra sumra
sem ég var í Síðu-
múla og þess góða
fólks sem þar var
og bjó og er Þorvaldur þar engin
undantekning.
Heimilið í Síðumúla var stórt
og gestkvæmt enda lá það í þjóð-
leið og var gestrisni viðbrugðið.
Þótt aldrei hafi sambandið við
Þorvald slitnað liðu mörg ár þar
til leiðir okkar lágu saman fyrir
alvöru. Þorvaldur hafði frá því
hann hvarf til starfa fyrir sunnan
tekið sér ýmislegt fyrir hendur,
m.a. starfað á Keflavíkurflug-
velli, lært rafvirkjun og aflað sér
meistararéttinda í þeirri grein,
stundað útgerð og verkstjórn hjá
Landleiðum.
Árið 1973 réðst hann sem út-
gerðarstjóri hjá Ísbirninum hf. í
Reykjavík, sem gerði á þessum
árum út báta og togara. Kom sér
vel hversu Þorvaldur var vel að
sér um allt sem laut að útgerð og
sjómennsku. Var í mörg horn að
líta og á stundum jafnvel sólar-
hringurinn undir. Störf sín leysti
Þorvaldur ávallt vel af hendi og
af trúmennsku.
Þau Adda skildu á þessum ár-
um og giftist hann síðar Nonní
Björnsdóttur, en hún lést árið
2009.
Að lokum þakka ég Þorvaldi
einlæga vináttu og gott samstarf.
Ég votta börnum, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
innilega samúð.
Blessuð sé minning Þorvaldar
Hafbergs.
Jón Ingvarsson.
„Þannig týnist
tíminn.“ Hugsanir
sem þessar koma í
hugann þegar sam-
ferðafólk kveður eftir langa
samleið.
Leiðir okkar hjóna og Rúnu
og Magga lágu saman frá því
þeir hófu nám í tæknifræði
fyrst hér heima og síðan var
haldið til frekara náms til Dan-
merkur.
Þar myndaðist traustur vina-
hópur sem hefur haldið. Á þess-
um tíma voru engir námsmenn
með síma eða bíla og var Maggi
ólatur að bruna á vespunni þeg-
ar á þurfti að halda að koma
boðum á milli.
Vespan var lúxusfarartæki
þess tíma og fórum við í lang-
ferð með þeim hjónum á
Magnús Georg
Siguroddsson
✝ Magnús GeorgSiguroddsson
fæddist 1. desember
1941. Hann lést 9.
apríl, 2019.
Útför Magnúsar
Georgs fór fram 16.
apríl 2019.
Himmelbjerget á
slíkum farar-
tækjum.
Mörg okkar
voru að stofna
fjölskyldur og enn
aðrir einhleypir.
Þetta var upp til
hópa glaðvær og
kátur hópur.
Við deildum
hátíðisdögum og
urðum eins og lítil
fjölskylda. Eignuðumst börn og
voru þau skírð saman.
Eftir að heim var komið höf-
um við átt margar góðar stundir
saman sem við þökkum fyrir og
alla vináttu í gegnum árin.
Hópurinn okkar hefur þynnst
nokkuð í gegnum árin og nú
kveðjum við Magga með sökn-
uði um leið og við minnumst
þeirra sem hafa kvatt okkur.
Elsku Rúna, Guðrún Anna,
Fanney, Ragnheiður Hrefna og
fjölskyldur, innilegustu
samúðarkveðjur.
Við kveðjum jákvæðan og
hressan vin.
Vala og Gestur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURJÓNA HARALDSDÓTTIR,
Dalseli 31, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 11. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug.
Örn Wilhelm Zebitz
Haraldur Örn Arnarson Björg Stígsdóttir
Hallborg Arnardóttir Tryggvi Leósson
ömmubörn og langömmubörn
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS ÓLAFS BJARNASONAR
fv. fjármálastjóra,
sem lést fimmtudaginn 14. mars á Hrafnistu
Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum
við starfsfólki Báruhrauns fyrir umönnun og hlýhug.
Þorgerður María Gísladóttir
Sigríður Jónsdóttir
Bentína Jónsdóttir Halldór Ármannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGURLAUGAR J. JÓNSDÓTTUR
ökukennara.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust
hana í veikindum hennar.
Guðmundur Rúnar Ólafsson Linda Björk Magnúsdóttir
Elínborg Jóna Ólafsdóttir Guðmundur Kr. Tómasson
Kristín Ólafsdóttir Valur Einar Valsson
Ólafur Erling Ólafsson Helma Ýr Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR BJÖRNSSON,
fyrrv. skipstjóri og hafnarvörður
frá Dalvík,
Neðstaleiti 4,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. apríl.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurveig Sæunn Steindórsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför systur okkar, mágkonu
og frænku,
ELÍNAR EYGLÓAR
STEINÞÓRSDÓTTUR,
sem lést miðvikudaginn 13. mars.
Sveinbjörg Steinþórsdóttir
Eiríkur Steinþórsson
Steindór Steinþórsson Anna Marie Georgsdóttir
systkinabörn og fjölskyldur