Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019
40 ára Alda Leif er
Reykvíkingur og er
kennari í Breiðagerð-
isskóla.
Maki: Sigurður Ágúst
Þorvaldsson, f. 1980,
starfar á fjármálasviði
Rarik.
Börn: Dagný Kara, f. 2006, Elín Eygló, f.
2008 og Jón Breki, f. 2010.
Foreldrar: Jón Guðni Óskarsson, f. 1951,
verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur,
og Guðlaug Kolbrún Leifsdóttir, f. 1951,
kennari í Breiðagerðisskóla.
Alda Leif
Jónsdóttir
S
igrún Sturludóttir fædd-
ist á Suðureyri við Súg-
andafjörð 18. apríl 1929
og ólst þar upp. Hún
stundaði nám við Hér-
aðsskólann á Núpi og við Hús-
mæðraskólann Ósk á Ísafirði.
Sigrún og eiginmaður hennar,
Þórhallur Halldórsson, bjuggu á
Suðureyri til ársins 1971 er þau
fluttu til Reykjavíkur. Sigrún hefur
miklar taugar til æskustöðvanna
og fer til Súgandafjarðar nánast á
hverju sumri. Á Suðureyri var Sig-
rún mjög virk í félagsmálum, hún
var m.a. í stjórn kvenfélagsins Ár-
sólar og hélt uppi öflugu starfi í
Barnastúkunni Vísi no. 71 í fjölda
ára. Hún var öflugur liðsmaður í
leikfélaginu á staðnum og tók þátt
í fjölmörgum leiksýningum.
Eftir að þau hjón fluttu til
Reykjavíkur vann Sigrún ýmis
skrifstofustörf og um tíma rak hún
verslunina Sif á Laugaveginum
ásamt vinkonu sinni. Síðustu
starfsár sín var hún kirkjuvörður í
Bústaðakirkju. Eftir að Sigrún
flutti til Reykjavíkur sinnti hún
félagsmálum af miklum dugnaði.
Hún var m.a. um tíma í stjórn
Póstmannafélagsins, sat í stjórn
Bandalags kvenna í Reykjavík og í
stjórn Kvenfélagasambands Ís-
lands. Hún var í Orlofsnefnd hús-
mæðra í Reykjavík og sá um or-
lofsdvöl húsmæðra í mörg ár m.a. á
Hvanneyri í Borgarfirði og á
Hrafnagili í Eyjafirði. Sigrún var
öflugur liðsmaður í starfi IOGT og
sat m.a. í áfengisvarnarráði. Hún
var einnig mjög virk í starfi Kven-
félags Bústaðasóknar, sat þar í
stjórn og var formaður um tíma.
Sigrún hefur alla tíð verið mikil
framsóknarkona og öflug í starfi
flokksins. Hún sat í stjórn Félags
framsóknarkvenna um árabil og
einnig í stjórn Landssambands
framsóknarkvenna (LFK) og var
fyrsti formaður þess. Sigrún hefur
hlotið fjölda viðurkenninga fyrir
störf sín að félagsmálum og árið
2006 sæmdi þáverandi forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson
hana heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf sín að félags-
málum.
Sigrún hefur alltaf verið mikil
hannyrðakona og hefur mikla
ánægju af lestri bóka. Einnig nýt-
ur hún þess að fá fjölskyldu og vini
í heimsókn.
Fjölskylda
Sigrún giftist 17.4. 1949 Þórhalli
Halldórssyni, verkstjóra og
sveitarstjóra, f. 21.10. 1918, d. 23.4.
2015. Hann var sonur hjónanna
Halldórs Jónssonar, bónda á Arn-
gerðareyri við Ísafjaðardjúp og
Steinunnar Jónsdóttur húsfreyju.
Börn Sigrúnar og Þórhalls eru
1) Inga Lára, f. 1.9.1949, maki
hennar er Elvar Bæringsson, bús. í
Noregi. Börn a) Sigrún Arna, hún
á fjögur börn, maki: Steingrímur
Þorgeirsson. b) Þóra Björk, maki:
Bjarki Þ. Jónsson, þau eiga tvö
börn. c) Hrafnhildur Ýr, maki: Sig-
urður P. Ólafsson, þau eiga eitt
barn. 2) Sóley Halla, f. 11.7. 1953,
fv. skólastjóri, maki hennar er
Kristján Pálsson, fv. alþingis-
maður, bús. í Kópavogi. Börn a)
Hallgerður Lind, maki: Magnús
Þórarinsson, þau eiga þrjú börn. b)
Sigrún, maki: Guðmundur Arnar
Sigmundsson, þau eiga þrjá syni.
Börn Kristjáns og Aðalheiðar Jó-
hannesdóttur eru a) Arndís, hún á
tvo syni, maki: Ingólfur Ásgeirs-
son. b) Ólöf, hún á tvær dætur,
maki: Dave Meadows. 3) Auður, f.
28.5. 1958, mannauðsstjóri, maki
hennar er Siggeir Siggeirsson
Sigrún Sturludóttir, fyrrverandi kirkjuvörður – 90 ára
Öflug framsóknar- og félagsmálakona
Sigmund Sem for-
maður Félags fram-
sóknarkvenna barðist
Sigrún fyrir því að
kona yrði í öðru af
tveimur efstu sætum
á framboðslistum
flokksins.
Fjölskyldan Sigrún, Þórhallur og dætur þeirra, frá vinstri: Steinunn, Inga Lára, Auður og Sóley Halla.
50 ára Ósk er Reykvík-
ingur. Hún er grunn-
skólakennaramenntuð
en er fjármálaráðgjafi í
Landsbankanum.
Maki: Hafþór Pálsson, f.
1969.
Börn: Alexander Þór, f.
1995, Andrea Marín, f. 2000, og tvíbur-
arnir Fannar Elí og Sara Mist, f. 2002.
Foreldrar: Heimir Svansson, f. 1945, d.
2017, pípulagningameistari, og Jónína
Ástráðsdóttir, f. 1950, húsmóðir í Reykja-
vík.
Ósk Laufey
Heimisdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu þér ekki bregða þótt eitt-
hvað togni úr verkefni sem fyrst virtist
einfalt mál. Ekki er allt sem sýnist en þú
færð hjálp úr óvæntri átt.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver varpar skugga á drauma
þína um æðri menntun, útgáfu verka
þinna eða ferðalög.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er enginn heimsendir þótt
þú fáir ekki allt það út úr samstarfs-
mönnum þínum sem þú vilt. Næstu vikur
verða áhugaverðar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt gaman sé að njóta velgengn-
innar skaltu muna að hóf er best í hverj-
um leik. Vinnufélagar þínir munu reyna á
þolrifin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Lokaðu þig ekki af frá umheiminum
þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Vinir
þínir munu leggja þér lið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ergelsi út í gamla vini er liðið hjá
og þú getur einbeitt þér að því sem stend-
ur þér næst. Einhver mun koma þér á
óvart.
23. sept. - 22. okt.
Vog Búðu þig vandlega undir að taka
ákvörðun í viðkvæmu fjölskyldumáli.
Mundu samt að aðgát skal höfð í nærveru
sálar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hlustaðu á það sem vinur
segir um hlutverk þitt í lífi hans. Njóttu
þess að eyða tíma með fjölskyldu og
vinum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er oft lærdómsríkt að
vera baksviðs og fylgjast með því sem
gerist á bak við tjöldin. Mundu að haga
seglum eftir vindi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Notaðu hvert tækifæri sem þú
færð til þess að halda fram þínum mál-
stað. Samstarfsfólk þitt mun reynast þér
vel við úrlausn verkefna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ef þú hefur ekki varann á þér
gæti farið svo að gömul sár sem aldrei
hafa gróið að fullu opnist á ný. Leitaðu
ráða hjá gömlum vini.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu
frá yfirmanni þínum. Hugur þinn er leit-
andi og þú hefur gaman af því að læra
nýja hluti.
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.