Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2012
-2017
Kerruöxlar og íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
HANDBOLTI
Danmörk
Úrslitakeppnin, 1. riðill:
Skjern – Tvis Holstebro...................... 28:21
Björgvin Páll Gústavsson kom ekkert við
sögu í marki Skjern. Tandri Már Konráðs-
son skoraði 1 mark fyrir liðið.
Vignir Svavarsson hjá Holstebro er frá
keppni vegna meiðsla.
SønderjyskE – Aalborg ...................... 22:30
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1
mark fyrir SønderjyskE.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk
fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 3.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Staðan: Aalborg 4, Skjern 2, Tvis Hol-
stebro 1, SønderjyskE 0.
Umspilsriðill um sæti í deildinni:
Kolding – Nordsjælland ..................... 32:35
Ólafur Gústafsson lék ekki með Kolding
vegna meiðsla.
Staðan: Nordsjælland 3, Mors-Thy 2,
Ribe-Esbjerg 2, Lemvig 1, Kolding 0.
Svíþjóð
8-liða úrslit, fjórði leikur:
Sävehof – Malmö ..................................29:28
Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot í
marki Sävehof.
Sävehof vann einvígið 3:1.
Ungverjaland
Komloi – Pick Szeged ......................... 24:34
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 2
mörk fyrir Pick Szeged.
Efstu lið: Szeged 45, Veszprém 38, Ta-
tabánya 34, Csurgoi 29, Balatonfüredi 28.
Dominos-deild kvenna
Undanúrslit, oddaleikur:
Keflavík – Stjarnan .............................. 85:69
Keflavík sigraði 3:2 og mætir Val í úr-
slitaeinvíginu.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, 8-liða úrslit:
Toronto – Orlando .............................. 111:82
Staðan er 1:1.
Vesturdeild, 8-liða úrslit:
Denver – San Antonio ...................... 114:105
Staðan er 1:1.
Portland – Oklahoma City................. 114:94
Staðan er 2:0 fyrir Portland.
KÖRFUBOLTI
Liverpool og Tottenham komust í gær
í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu
í knattspyrnu. Liverpool vann 4:1 sig-
ur á útivelli gegn Porto og mætir
Spánarmeisturum Barcelona í undan-
úrslitunum. Tottenham tapaði fyrir
Manchester City 4:3 á Ethiad-
vellinum í Manchester í hreint mögn-
uðum og æsispennandi leik en komst
áfram á útimarkareglunni og leikur
við spútniklið Ajax í hinum undan-
úrslitaleiknum.
Leikur City og Tottenham verður
lengi í minnum hafður en liðin buðu
upp á fótboltaveislu af bestu gerði og
sannkallaðan spennutrylli. Þrjú mörk
litu dagsins ljós á fyrstu 10 mínútum
leiksins og þau voru orðin fimm á
fyrstu 21. mínútu leiksins. Raheem
Sterling hóf veisluna á 4. mínútu en
Heung-Min Son svaraði fyrir Totten-
ham með tveimur mörkum. Bernardo
Silva og Sterling komu City í forystu
og staðan 3:2 í hálfleik. Sergio Agüero
kom City í 4:2 á 59. mínútu en Spán-
verjinn Fernando Llorente minnkaði
muninn 20 mínútum fyrir leikslok.
Dómari leiksins þurfti að skoða mark-
ið á myndbandi áður en hann dæmdi
það gilt en áhöld voru uppi um að Llo-
rente hefði skorað með hendinni.
Undir lok leiksins kom Sterling bolt-
anum í netið við gríðarlegan fögnuð
stuðningsmanna City en myndbands-
dómarar gáfu dómaranum merki um
að um rangstöðu hefði verið að ræða
og draumur City um að vinna fernuna
varð þar með að engu.
Leikmenn mínir eru hetjur
„Þetta var ótrúlegur leikur. Ég er
svo ánægður og stoltur. Leikmenn
mínir eru hetjur að vera komnir svona
langt. Þessi leikur tók á taugarnar og
maður var glaður og vonsvikinn til
skiptis. Við sýndum frábæran karakt-
er,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri
Tottenham.
Porto náði að stríða Liverpool
fyrstu 20 mínúturnar og fékk þá færi
til að skora mark eða mörk en eftir að
Sadio Mané kom Liverpool yfir á 26.
mínútu var undanúrslitasætið tryggt
hjá Liverpool. Mohamed Sala, Ro-
berto Firmino, og Virgil van Dijk
skoruðu hin þrjú mörk Liverpool en í
millitíðinni náði Eder Militao að
minnka muninn í 2:1 fyrir portúgölsku
meistarana. „Við vorum seinir í gang
en eftir fyrsta markið leið mér vel. Ég
hlakka mikið til að spila við Barcelona.
Ég hef aldrei áður mætt því í keppnis-
leik og það verður skemmtileg upp-
lifun,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri
Liverpool, en hans menn töpuðu fyrir
Real Madrid í úrslitum Meistara-
deildarinnar í fyrra.
gummih@mbl.is
AFP
Hetjan Spánverjinn Fernando Llorente fagnar marki sínu gegn Manchester City á Ehtiad-vellinum í gærkvöld sem réð úrslitunum í einvíginu.
Draumur City er úti
Tottenham sló Man. City úr leik í spennutrylli Liverpool mætir Barcelona
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska
kvennalandsliðinu í handknattleik undanfarin tíu ár og
nú bendir allt til þess að hann skrifi undir nýjan fjögurra
ára samning við norska handknattleikssambandið.
„Ég er mjög áhugasamur um að halda áfram,“ sagði
Þórir í viðtali við norska blaðið Verdens Gang í gær en
áður en hann varð aðalþjálfari var hann aðstoðarmaður
Marit Breivik með liðið í átta ár. Núgildandi samningur
hans gildir til áramóta 2020-21 en skrifi hann undir nýj-
an samning mun hann gilda fram yfir Ólympíuleikana í
París 2024.
Undir stjórn Þóris hefur norska kvennalandsliðið unn-
ið til níu verðlauna á ellefu stórmótum og þar af hafa Norðmenn unnið þrjá
Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitilinn
einu sinni. Á Evrópumótinu sem haldið var í Frakklandi í desember höfn-
uðu Norðmenn í fimmta sæti eftir að hafa fengið silfurverðlaunin á HM ár-
ið á undan. gummih@mbl.is
Þórir tilbúinn að framlengja
Þórir
Hergeirsson
Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi
Magnússon átti sannkallaðan
stjörnuleik með Aalborg þegar liðið
hafði betur gegn SønderjyskE á úti-
velli 30:22 í úrslitakeppni dönsku
úrvalsdeildarinnar í handknattleik
í gær. Ómar Ingi var markahæstur
allra á vellinum með 9 mörk og kom
aðeins eitt þeirra úr vítakasti. Þá
gaf hann fimm stoðsendingar í
leiknum en Ómar átti flestar stoð-
sendingar allra í deildarkepnninni.
Janus Daði Smárason skoraði 3
mörk fyrir liðið. gummih@mbl.is
Stjörnuleikur
Ómars Inga
Morgunblaðið/Eggert
Góður Ómar Ingi Magnússon fór á
kostum með liði Aalborg í gær.
Það ætlar að ganga brösuglega fyrir
Paris SG að innsigla meistaratitilinn
í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu.
Liðið fékk þriðja tækifærið í gær-
kvöld til að tryggja sér titilinn en lið-
ið varð að sætta sig við 3:2 tap á móti
Nantes.
Enn klúðrar
Paris SG