Morgunblaðið - 18.04.2019, Síða 32
Ævar Þór Bene-
diktsson hefur
samið við Þjóð-
leikhúsið um að
ný gerð af Þínu
eigin leikriti
verði frumsýnd
á næsta leikári í
leikstjórn Stef-
áns Halls Stef-
ánssonar. Nýja verkið byggist á
bókinni Þitt eigið ævintýri – Tíma-
ferðalag. „Tímaferðalagið verður
lengra en Goðsagan, og það verða
enn þá fleiri möguleikar, meira að
segja geimferðir og grameðlur. Með
tímavél að vopni eru möguleikarnir
óendanlegir; allt frá upphafi al-
heimsins til endaloka mannkyns,“
er haft eftir Ævari í tilkynningu frá
Þjóðleikhúsinu.
Tímaferðalag Ævars
á svið á næsta leikári
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 108. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Liverpool og Tottenham komust í
undanúrslitin í Meistaradeild Evr-
ópu í knattspyrnu í gær. Liverpool
átti í engum vandræðum með að
vinna Porto á útivelli 4:1 og mætir
Barcelona í undanúrslitunum. Tott-
enham tapaði fyrir Manchester City
í mögnuðum leik 4:3 en komst
áfram á útimarkareglunni og leikur
við Ajax. »26
Liverpool og Totten-
ham fóru áfram
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Barokkverkið Stabat Mater eftir
Giovanni Battista Pergolesi verð-
ur flutt í Mosfellskirkju á morg-
un, föstudaginn langa, kl. 17.
Þórður Sigurðarson organisti
Lágafellskirkju leikur á orgel og
með honum syngja Erla Dóra
Vogler mezzósópran og Lilja Guð-
mundsdóttir sópran. Verkið var
upphaflega samið fyrir sópran,
alt og litla strengja-
sveit. Tónsmíðin
þykir eitt af
höfuðverkum
kirkjulegra tón-
smíða. Að-
gangur er
ókeypis.
Stabat Mater flutt
í Mosfellskirkju
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
BREYTTUR
AFGREIÐSLUTÍMI
UM PÁSKA
18. apríl - Skírdagur
12:00 - 18:00
19. apríl - Föstudagurinn langi
LOKAÐ
20. apríl - Laugardagur
12:00 - 18:00
21. apríl - Páskadagur
LOKAÐ
22. apríl Annar í páskum
12:00 - 18:00
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Bandaríski skákmaðurinn Christo-
pher Yoo er 12 ára gamall og jafn-
framt yngsti alþjóðlegi meistarinn í
skáksögu Bandaríkjanna. Hann
keppti á Reykjavíkurskákmótinu í
Hörpu á dögunum og lauk keppni
með 5½ vinning af 9 mögulegum.
Christopher lærði að tefla 6 ára að
aldri og skaust fljótt upp á stjörnu-
himininn en það tók hann aðeins 1 ár
að hækka úr 100 amerískum skák-
stigum upp í 1.800 stig. Nú er hann
með 2.414 Elo-stig og sá stigahæsti í
heiminum á sínum aldri.
Dugnaður og hæfileikar eiga
stærstan þátt í velgengni hans á
skáksviðinu, að eigin sögn, en
Christopher segist stunda skák hátt í
fjóra tíma á dag.
„Þegar ég var byrjandi æfði ég mig
mest í taktík og miðtaflinu en síðan
komu byrjanir og endatöfl. Núna
verð ég hins vegar að leggja áherslu á
alla þætti skákarinnar,“ segir Christ-
opher. Hann er að auki lunkinn við að
búa til endataflsþrautir og hefur til að
mynda keppt í endataflsþrautamót-
um, þar sem keppendur eru verð-
launaðir fyrir fallegustu endatafls-
þrautina.
Nýlega náði hann þriðja sæti af 23
keppendum í slíku móti, Helmut
Steniczka-minningarmótinu, sem
lauk fyrir skemmstu.
Skemmtilegast að vinna
Það sem heillar Christopher mest
við skákina er einmitt meðal annars
fegurð skáklistarinnar. „Það að vinna
finnst mér skemmtilegast en líka feg-
urðin. Ég hef kynnst því af endatafls-
þrautunum og fleiru að skákin býður
upp á svo margt áhugavert.“
Faðir Christophers, Young-Kyu
Yoo, er mikill skákáhugamaður og
kynnti honum skáklistina. Hann hóf
að kenna honum mannganginn þegar
hann var fimm ára, en þá var Christ-
opher of ungur til að skilja skák-
listina. Ári síðar, þegar Christopher
varð 6 ára, fór hann að ná betri tökum
á skákinni en tveimur mánuðum eftir
að hann byrjaði í skáktímum eftir
skóla fór hann að sigra föður sinn.
Í janúar síðastliðnum landaði hann
alþjóðlegum meistaratitli á skák-
mótinu Bay Area International, og
varð þar með yngsti alþjóðlegi meist-
arinn í sögu Bandaríkjanna. Á mótinu
varð hann jafnframt sá yngsti til að
sigra ofurstórmeistara þegar hann
bar sigur úr býtum gegn Víetnam-
anum Le Quang Liem, sem var þá
með 2.710 Elo-stig. Christopher segir
úrslitin hafa komið flatt upp á sig.
„Ég var ekkert svo upptekinn af
því en ég hafði í huga að ég gæti orðið
alþjóðlegur meistari,“ segir Christ-
opher að endingu.
Morgunblaðið/Eggert
Skákmeistari Christopher Yoo, aðeins 12 ára, tefldi á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu á þriðjudag.
„Fegurð skákarinnar
heillar mig mest“
Christopher Yoo yngsti alþjóðlegi meistari Bandaríkjanna