Morgunblaðið - 24.04.2019, Page 4

Morgunblaðið - 24.04.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 Engin hefð- bundin þing- veisla verður haldin í vor hjá alþingismönnum eins og hefð hef- ur verið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon þing- forseti segir að ekki hafi tekist að finna dagsetn- ingu sem hentaði. Upphafleg dag- setning sem hafi hentað þingmönn- um og forsetahjónunum hafi rekist á við boðaðar verkfallsaðgerðir á hótelum. Skoðað var þá að halda veisluna seint í maí, en þá rakst það á stóran fund hjá einum af stjórn- málaflokkunum. Steingrímur neitar að illindi milli manna séu ástæða þess að veislunni var frestað; niðurstaðan hafi bara verið sú að ekki hafi verið hægt að finna veislunni stað með góðum hætti. Fundu þingveisl- unni ekki stað í dagatalinu Steingrímur J. Sigfússon Matvælastofnun fylgist náið með veikindum hrossa þessa dagana en nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, að því er segir í til- kynningu. Eru einkennin sögð minna á hitasótt og smitandi hósta. Flest bendi til að smitefni sem urðu landlæg í kjölfar faraldra 1998 og 2010 séu að minna á sig. Hestarnir verða alla jafna ekki alvarlega veikir en kalla þarf til dýralækni ef líkamshiti er hærri en 38,5°C. Fylgst náið með veikindum hrossa Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpk- unarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyja- höfn. Það vill að leitað verði út fyrir landstein- ana að aðila sem geti sinnt verk- inu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Ekki sé boðlegt að dýpkunaraðili sem sinni verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verði búið við ástandið lengur og að- gerða sé þörf. Þetta sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í samtali við Morgun- blaðið, eftir aukafund bæjarráðsins í hádeginu í gær. Bergþóra Þorkels- dóttir vegamálastjóri tók þátt í fundinum í síma. Í ályktun bæjarráðs er lýst von- brigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust van- efndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verk- takanum hafi mátt vera það fullljóst fyrir fram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar. Sá tími hafi hins vegar ekki verið nýttur nema að litlu leyti og dýrmætar klukkustundir farið í súginn þegar dýpkunarskip hefðu getað athafnað sig með góðu móti. Þá segir að bæjaryfirvöld í Eyj- um hafi margoft ítrekað áhyggjur sínar af afkastagetu verktakans til dýpkunar. Við það bætist nú að þrátt fyrir fögur fyrirheit og full- yrðingar um metnað verktakans til þess að dýpka þegar færi gefst sé lítið um efndir. Staðan sé með öllu ólíðandi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Það er fyrirtækið Björgun sem hefur samning við Vegagerðina um dýpkun Landeyjahafnar. „Við hjá Vegagerðinni förum nú yfir þá stöðu sem upp er komin,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vega- málastjóri við Morgunblaðið eftir fund bæjarráðsins. „Eftir erfitt vor þar sem illa hef- ur viðrað til dýpkana lítur Vega- gerðin það alvarlegum augum að Björgun var ekki klár til þess að byrja dýpkun tafarlaust þegar veðuraðstæður loksins voru viðun- andi. Vegagerðin hafði gert allar þær ráðstafanir sem unnt var til að auðvelda vinnuna, s.s. að flýta dýpk- un þegar ljóst var að veðurspá væri batnandi. Við munum skoða allar mögulegar leiðir en ekkert liggur fyrir á þessari stundu, hvorki um möguleika eða fýsileika einstakra aðgerða.“ Vilja nýjan aðila til að annast dýpkun  Vegagerðin fer yfir stöðuna í Landeyjahöfn Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Landeyjahöfn Mikil óánægja er í Vestmannaeyjum með seinagang við dýpkun hafnarinnar. Það er fyrirtækið Björgun sem annast verkið. Íris Róbertsdóttir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Að einhver skuli kveikja í íbúðar- húsnæði er grafalvarlegt mál og það var í raun einungis fyrir vaska fram- göngu minna manna að hægt var að koma í veg fyrir að reykur færi inn í stigaganginn. En þá hefði mikil hætta skapast og það hefði gert um leið rýmingu hússins mjög flókna,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæð- inu, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til bruna sem varð í dekkjum og öðru lauslegu drasli sem geymt var í bílakjallara fjölbýlishúss að Sléttuvegi 7 í Reykjavík nýliðinn páskadag. Fjöl- mennt lið slökkviliðs- og lögreglu- manna var sent á vettvang og þurftu slökkviliðsmenn að brjóta sér leið inn í bílakjallarann til að ráða niður- lögum eldsins. Mikinn og þykkan reyk lagði frá brunanum og er óttast að ökutæki hafi orðið fyrir tjóni. „Þarna inni voru dekk og eitthvert annað dót, en þetta eru hlutir sem á alls ekki að geyma í opnum bíla- geymslum. Þetta er aftur á móti eitt- hvað sem viðkomandi húsfélag þarf að glíma við og íbúanna hvernig þeir vilja haga sínum hlutum. Að okkar mati á samt ekki að geyma neitt ann- að en bíla og önnur farartæki í bíla- geymslum,“ segir Jón Viðar. Þá segir hann loftun hafa verið góða í bílakjallaranum og mun það hafa hjálpað nokkuð við slökkvistörf. „Það var lofttúða þarna fyrir ofan auk þess sem mínir menn náðu að opna innkeyrsluhurð tiltölulega fljótt. Allt gekk því vel í þessum að- gerðum, en auðvitað hefði eldurinn getað farið í aðra hluti á borð við ökutæki sem fuðrað geta upp á skömmum tíma,“ segir Jón Viðar. Fundu bensínbrúsa skammt frá Jóhann Karl Þórisson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir niður- stöður tæknideildar útiloka raf- magnsbruna og að bensínbrúsi hafi fundist í kjallaranum. „Það er ekkert sem bendir til ann- ars en að kveikt hafi verið í. Þarna finnst bensínbrúsi, við vitum þó ekki hvort hann hafi verið notaður,“ segir Jóhann Karl og bætir við að lög- regla eigi eftir að ræða betur við íbúa hússins. Þá hefur lögregla einn- ig sett sig í samband við nærliggj- andi bensínstöðvar til að kanna ný- leg kaup á bensínbrúsum. Engar öryggismyndavélar eru þó á eða við Sléttuveg 7 og því óskar lögregla eftir hugsanlegum vitnum. Björn Arnar Magnússon er fram- kvæmdastjóri Brynju hússjóðs. Hann segir iðnaðarmenn á vegum tryggingafélags hússins nú að störf- um í kjallaranum og að búið sé að fjarlægja þá bíla sem kunni að hafa skemmst í eldsvoðanum. „Flestir bílanna eru farnir í þrif. Þetta lítur ekki eins illa út og það gerði fyrst. Það er aftur á móti rosa- legt að hugsa til þess að brennuvarg- ur gangi laus,“ segir hann og bætir við að hugað verði nú að uppsetningu eftirlitsmyndavéla til að auka öryggi. „Það er ljóst að það þarf að fylgj- ast betur með þessu hverfi. Maður bjóst aldrei við þessu,“ segir hann. Íkveikja eina skýringin  Þetta er grafalvarlegt mál, segir slökkviliðsstjóri  Skjót viðbrögð slökkviliðs- manna komu í veg fyrir mikla hættu  Huga nú að uppsetningu eftirlitsmyndavéla Morgunblaðið/Árni Sæberg Hættuástand Lögregla og slökkvilið var með mikinn viðbúnað þegar tilkynnt var um eld í bílakjallara við Sléttu- veg í Reykjavík. Brennuvargur hafði þá skömmu áður kveikt í dekkjum og öðru rusli sem geymt var í kjallaranum. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.