Morgunblaðið - 24.04.2019, Page 24

Morgunblaðið - 24.04.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 England Tottenham – Brighton ............................. 1:0 Watford – Southampton .......................... 1:1 Staðan: Liverpool 35 27 7 1 79:20 88 Manch.City 34 28 2 4 87:22 86 Tottenham 35 23 1 11 65:35 70 Chelsea 35 20 7 8 59:38 67 Arsenal 34 20 6 8 68:43 66 Manch.Utd 34 19 7 8 63:48 64 Watford 35 14 8 13 50:50 50 Everton 35 14 7 14 50:44 49 Leicester 35 14 6 15 48:47 48 Wolves 34 13 9 12 41:42 48 West Ham 35 12 7 16 44:54 43 Cr. Palace 35 12 6 17 43:48 42 Newcastle 35 11 8 16 35:44 41 Bournemouth 35 12 5 18 49:62 41 Burnley 35 11 7 17 44:62 40 Southampton 35 9 10 16 41:58 37 Brighton 35 9 7 19 32:54 34 Cardiff 35 9 4 22 30:65 31 Fulham 35 6 5 24 33:76 23 Huddersfield 35 3 5 27 20:69 14 Spánn Alavés – Barcelona................................... 0:2 Staða efstu liða: Barcelona 34 24 8 2 85:32 80 Atlético Madrid 33 20 8 5 48:21 68 Real Madrid 33 20 4 9 59:38 64 Getafe 33 14 12 7 43:29 54 Sevilla 33 15 7 11 54:42 52 Valencia 33 12 16 5 38:28 52 Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Hamburger – RB Leipzig........................ 1:3 Holland AZ Alkmaar – Heracles .......................... 2:1  Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ og skoraði sigurmarkið. Staða efstu liða: Ajax 32 26 2 4 111:30 80 PSV 31 24 5 2 92:24 77 Feyenoord 31 18 5 8 67:38 59 AZ Alkmaar 32 16 7 9 61:39 55 Heracles 32 15 3 14 56:60 48 Vitesse 32 12 11 9 61:49 47 Pólland Cracovia – Jagiellonia ............................ 0:1  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia sem er í 4. sæti deildarinnar. Úkraína Karpaty Lviv – Chornomorets............... 0:0  Árni Vilhjálmsson fór af velli á 90. mín- útu hjá Chornomorets. Noregur Odd – Viking ............................................ 1:0  Samúel Kári Friðjónsson lék í 85 mín- útur með Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, oddaleikur: Schenkerh.: Haukar – Stjarnan (1:1) . 19.30 Umspil kvenna, annar úrslitaleikur: Fylkishöll: Fylkir – HK (1:0)............... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur kvenna: Blue-höllin: Keflavík – Valur (0:1) ...... 19.15 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 2. umferð: Húsavík: Völsungur – Tindastóll ............. 19 Í KVÖLD! Albert Guðmundsson var hetja AZ Alkmaar í gærkvöld þegar liðið sigraði Heracles, 2:1, í hollensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Albert lék allan leikinn með AZ og skoraði sigurmarkið á 66. mín- útu. Calvin Stengs hafði komið AZ yfir snemma leiks en Brandley Kuwas jafnaði fyrir Heracles rétt fyrir hlé. Albert hefur þar með skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum AZ en hann nýtti vel tækifæri sem hann fékk á dögunum eftir langa bekkj- arsetu. Hann skoraði tvívegis eftir að hafa komið inná sem varamaður Den Haag og hefur nú verið tvo leiki í röð í byrjunarliðinu. AZ gulltryggði sér fjórða sætið í deildinni með sigrinum en liðið er nú sjö stigum á undan Heracles sem er í fimmta sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Fram undan er þó umspil um Evrópusæti en í það fara liðin í fjórða til sjöunda sæti. vs@mbl.is Albert nýtir tækifærið vel Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Íslandsbikarinn í blaki karla fór á loft í gærkvöldi eftir oddaleik KA og HK á Akureyri. Hvort lið hafði unn- ið tvo leiki í einvíginu og tveir síð- ustu leikir höfðu farið í oddahrinu. Fór svo að KA tryggði sér Íslands- meistaratitilinn eftir 3:2-sigur í æsi- legum leik. KA var að vinna titilinn annað árið í röð og í sjötta skipti. KA vann þrefalt bæði í karla- og kvennaflokki í vetur og er það ein- stakt afrek í boltaíþrótt á Íslandi. Segja má að leikurinn hafi verið hnífjafn allt frá upphafi til enda. KA vann fyrstu hrinuna 25:21 en HK svaraði með 25:22-sigri í þeirri næstu. KA vann þriðju hrinuna 25:20 en HK svaraði um hæl með sömu stigatölu. Oddahrinan byrjaði með tveimur KA-stigum en svo fór í gang einn mesti tryllir sem sögur fara af. Því- lík læti og stuð á leikmönnum. Hverju stigi var fagnað eins og um úrslitastig væri að ræða. KA var í góðri stöðu, 9:6 og 11:7, þegar HK tók sín leikhlé. Þrjú stig frá HK breyttu stöðunni í 11:10. Hvert stig var nú gulls ígildi og spennan í leiknum óbærileg. Stefano Nassini Hidalgo átti lokaskell KA og tryggði hann norðanmönnum Ís- landsmeistaratitilinn en hrinunni lauk 15:11. Ekki verður annað sagt en að lið KA og HK hafi boðið upp á frábært einvígi þar sem HK komst í 2:1 en KA vann tvo síðustu leikina og mun- ar engu á þessum liðum. Stefano Nassini Hidalgo og Migu- el Mateo Castrillo voru atkvæða- mestir KA-manna en þeir voru að- framkomnir í lok leiksins. Mæddi enda mikið á þeim. Alexander Arn- ar Þórisson var öflugur hjá KA, þá aðallega í hávörn, og gaman var að sjá Hornfirðinginn Birki Frey Elvarsson í stöðu frelsingja. Í liði HK eru margir frábærir spilarar og voru Lúðvík Már Matt- híasson uppspilari og Benedikt Baldur Tryggvason báðir magnaðir í leiknum. Kristófer Björn Ólason Proppé skilaði sínu og þeir Theódór Óskar Þorvaldsson og Andreas Hilmir Halldórsson voru sterkir í að skila sínum sóknum. Þeir voru ekki endilega að hamra boltann í gólfið en sýndu klókindi. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Gleði KA-menn fögnuðu vel og lengi eftir að hafa tekið við Íslandsbikarnum á sínum heimavelli í gærkvöld, eftir sigur á HK í oddaleik liðanna. KA handhafi allra titla  Sjötti meistaratitillinn í karlaflokki eftir háspennusigur í oddaleik gegn HK  KA er þrefaldur meistari í blaki í bæði karla- og kvennaflokki Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.