Morgunblaðið - 24.04.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019
Kristófer kokkur hér í Há-
degismóunum er Eyjamaður og
harður stuðningsmaður ÍBV og
Liverpool.
Við Kristófer spjöllum mikið
saman um boltann þegar ég
heimsæki hann í matsalinn og í
einu spjalli okkar í haust rædd-
um við um slakt gengi Íslands-
meistaraliðs ÍBV í handbolta.
Ég sagði við kokkinn góða:
,,Jæja Kristófer, það er ljóst að
ÍBV nær ekki að verja titilinn í
ár.“ Á þessum tímapunkti gekk
hvorki né rak hjá Eyjaliðinu og
sumir voru farnir að ganga svo
langt að spá því falli.
Kristófer var á allt öðru máli
og sagði: ,,Gummi, ertu til í að
veðja? Ef ÍBV verður ekki meist-
ari í vor læt ég þig fá kassa af
bjór en ég fæ kassa frá þér ef
ÍBV verður meistari.“
Ég var fljótur að slá til og
tók veðmálinu. Ég taldi víst að ég
myndi vinna þetta veðmál og það
jafnvel strax í febrúar. En nú er
staðan orðin allt önnur. ÍBV-liðið
hefur verið á bullandi siglingu og
Eyjakokkurinn tók á móti mér
með sópinn góða þegar ég
gæddi mér á plokkfiskinum í
gær.
ÍBV sópaði mínum mönnum í
FH úr leik í átta liða úrslitunum
og skælbrosandi Kristófer er far-
inn að sjá bjórkassann í hill-
ingum.
Kristófer ætlar að klæðast
Manchester United-treyjunni í
kvöld eins og Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra.
Þeir eins og fjölmargir „Púlarar“
ætla að gerast stuðningsmenn
United í einn dag, vonast til þess
að liðið taki stig af City í kvöld og
þar með ætti leiðin að vera greið
að Englandsmeistaratitlinum
sem Liverpool hefur ekki unnið í
29 ár!
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Þótt leikir átta liða úrslita Íslands-
mótsins í handknattleik karla hafi
sumir hverjir verið spennandi og
skemmtilegir dugði það ekki til að
teygja mikið á keppninni. Aðeins
kemur til oddaleiks í einni rimmu af
fjórum og það í þeirri rimmu sem
fyrirfram var reiknað með að minnst
spenna yrði í, þ.e. í leikjum Hauka
og Stjörnunnar. Liðin höfnuðu í
fyrsta og áttunda sæti deildarinnar.
Stjarnan sýndi í fyrradag að þrátt
fyrir hrakspár og brotthvarf sterks
leikmanns, Egils Magnússonar, var
ástæðulaust að leggja átakalaust ár-
ar í bát.
Haukar og Stjarnan leiða þar með
saman hesta sína í eina oddaleik átta
liða úrslita á heimavelli Hauka,
Schenker-höllinni, í kvöld. Flautað
verður til leiks klukkan 19.30. Fróð-
legt verður að sjá með hverslags
hugarfari liðin koma til leiks og
hvernig viðureignin þróast. Aðeins
eru tvö ár síðan Haukar féllu úr leik í
átta liða úrslitum fyrir Fram eftir
magnþrunginn oddaleik á Ásvöllum.
Gerist eitthvað svipað í kvöld? Eins
og Stjarnan lék í öðrum leik liðanna í
fyrradag er hægt að segja að hún sé
til alls líkleg.
Misstu móðinn í Mosfellsbæ
Eftir dramatískt tap á laugardag-
inn misstu leikmenn Aftureldingar
móðinn og reyndust fyrir vikið ekki
alvarleg hindrun fyrir Valsmenn í
annarri viðureign liðanna á mánu-
daginn. Valur vann sannfærandi sig-
ur. Árangur tímabilsins hlýtur að
vera Mosfellingum vonbrigði. Sjötta
sæti í deildinni og tap í tveimur leikj-
um í átta liða úrslitum, annað árið í
röð. Vissulega plöguðu meiðsli
nokkra leikmenn liðsins. Munaði þar
vafalaust mest um fjarveru mark-
varðarins Arnórs Freys Stefáns-
sonar. Þegar öllu er á botninn hvolft
var Aftureldingarliðið ekki eitt um
að glíma við slíka erfiðleika.
Valur lék eins og við mátti búast.
Varnarleikur liðsins var góður í
leikjunum við Aftureldingu og mark-
varslan ágæt í fyrri leiknum og bæri-
leg í þeim síðari. Sótt var af yfir-
vegun og þolinmæði sem reyndi
mjög á þolrif Aftureldingarmanna.
Hins vegar bar sóknin árangur. Það
skiptir öllu máli. Ekki eru veitt sér-
stök verðlaun fyrir skemmtilegan
sóknarleik. Ekki er útilokað að
hreppa verðlaun með árangurs-
ríkum sóknarleik þegar upp er
staðið, þótt hann sé óskemmtilegur,
ekki síst sé varnarleikur og mark-
varsla í lagi. Eins og Valsliðið lék
gegn Aftureldingu minnir það á
meistaralið Vals fyrir tveimur árum.
Hvort það dugir Hlíðarendaliðinu að
þessu sinni skal ósagt látið.
Valur mætir Selfossi í undan-
úrslitum. Þá mætir Hlíðarendaliðinu
allt öðruvísi og sprækari andstæð-
ingur með meira sjálfstraust en
Afturelding.
Blaðran sprakk
Eftir sigurinn í bikarkeppninni
var allur vindur úr leikmönnum FH.
Kom það berlega fram í leikjunum
við ÍBV í átta liða úrslitum. ÍBV-liðið
vann tvo sannfærandi sigra á slöku
liði FH sem hafði ekki uppi mikla
burði til þess að framlengja þátttöku
sína í úrslitakeppninni. Eyjaliðið var
sterkara á öllum sviðum. Varnarleik-
urinn var framúrskarandi auk þess
sem óvæntur senuþjófur steig á svið,
Björn Viðar Björnsson markvörður.
Björn Viðar lék FH-inga grátt í fyrri
leiknum. Á sama tíma var mark-
varsla FH-inga slök en hreinlega í
takt við annan leik liðsins í leikj-
unum tveimur. Eins og lokasprettur
FH-inga var í deildinni að viðbættri
frammistöðinni gegn ÍBV átti liðið
ekki skilið að komast lengra.
Eftir allt sem á undan er gengið
hjá ÍBV-liðinu virðist það vera að ná
hámarksárangri á réttum tíma og
það án sterkra leikmanna eins og
Theodórs Sigurbjörnssonar og Grét-
ars Þórs Eyþórssonar. Haldist hóp-
urinn heill hjá ÍBV-liðinu verða leik-
menn Hauka eða Stjörnunnar lítt
öfundsverður af að mæta Eyjamönn-
um í undanúrslitum. Íslandsmeist-
ararnir virðast vera komnir á skrið.
Frammistaðan gegn FH var rökrétt
framhald af síðustu leikjum ÍBV í
deildarkeppninni.
Óheppni og agaleysi
ÍR-ingar voru óheppnir að ná ekki
að kreista fram oddaleik gegn Sel-
fossi, í það minnsta framlengingu í
öðrum hvorum eða jafnvel báðum
leikjum. ÍR-tapaði með eins marks
mun í báðum leikjum og fékk tæki-
færi til þess að jafna í báðum leikjum
á síðustu sekúndum. Kannski skorti
liðið meiri aga þegar allt kom til alls.
Síðasta uppstillta sóknin gegn Sel-
fossi í síðari leiknum á mánudaginn
hefði að ósekju mátt og getað verið
lengri.
Selfossliðið fær alvöruprófraun í
undanúrslitum gegn Valsmönnum.
Varnarleikur og markvarsla þarf að
vera heilsteyptari en í leikjunum við
ÍR.
Skemmtun tryggði ekki
nema einn oddaleik
Bíða Hauka sömu örlög og fyrir tveimur árum? Eyjamenn toppa á réttum tíma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í eldlínunni Tjörvi Þorgeirsson, leikstjórnandi Hauka, og Stjörnumaðurinn
Aron Dagur Pálsson verða í eldlínunni með liðum sínum í oddaleik í kvöld.
Þjálfarar þriggja liða sem þegar
eru úr leik í úrslitakeppninni
halda ekki allir áfram að vinna
fyrir lið sín að loknu keppnis-
tímabilinu. Fyrir nokkru var ljóst
að Halldór Jóhann Sigfússon
stýrði FH-liðinu í síðasta sinn í úr-
slitakeppninni. Hann hefur ráðið
sig til handknattleikssambands
Barein. Í mars var tilkynnt að
Sigursteinn Arndal tæki við þjálf-
un FH-liðsins af Halldóri Jóhanni
eftir fimm ára starf.
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR,
skrifaði í síðustu viku undir nýjan
samning við félagið. Hann stýrir
ÍR-liðinu næsta árið, hið minnsta.
Einar Andri Einarsson, þjálfari
Aftureldingar síðustu fimm ár, er
með samning við Aftureldingu út
keppnistímabilið 2020. Ekki liggur
annað fyrir en að við samninginn
verði staðið af beggja hálfu.
Af þeim liðum sem ekki komust
í úrslitakeppnina en leika áfram í
úrvalsdeildinni á næstu leiktíð
liggur fyrir að Stefán Árnason
verður áfram við stjórnvölinn hjá
KA. Við hlið hans verður Jónatan
Þór Magnússon sem leysir Heimi
Örn Árnason af. Stefán og Heimir
voru þjálfarar KA í Olísdeildinni í
vetur.
Guðmundur Helgi Pálsson stýrir
liði Fram á næsta keppnistímabili.
Hann skrifaði á síðasta ári undir
langtímasamning við Safamýrar-
liðið.
Kári Garðarsson heldur áfram
þjálfun Fjölnis en lið félagsins
verður nýliði í úrvalsdeild á næstu
leiktíð. Undir stjórn Kára vann
Fjölnir 1. deild, Grill 66-deild
karla, á dögunum. iben@mbl.is
Aðeins einn þjálf-
aranna er á förum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Áfram Bjarni Fritzson stýrir ÍR-
liðinu a.m.k. í ár til viðbótar.
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000
www.itr.is