Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 27
Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is Loftpressur af öllum stærðum og gerðum STIMPILPRESSUR Mikð úrval af aukahlutum  Víkingur úr Reykjavík hefur fengið til liðs við sig knattspyrnumanninn Ágúst Eðvald Hlynsson sem hefur ver- ið í röðum Bröndby í Danmörku í hálft annað ár og samið við hann til þriggja ára. Ágúst, sem er 19 ára sóknar- maður, lék 16 ára gamall með Breiða- bliki árið 2016 og skoraði þá tvö mörk fyrir liðið í bikarkeppninni, ásamt því að spila fjóra úrvalsdeildarleiki. Hann fór síðan til Norwich City á Englandi og þaðan til Bröndby haustið 2017. Ágúst hefur leikið 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.  Barcelona þarf aðeins fjögur stig enn úr fjórum leikjum til að verða spænskur meistari í knattspyrnu en liðið vann Alavés 2:0 á útivelli í gær- kvöld. Carles Alena og Luis Suárez, úr vítaspyrnu, skoruðu mörkin snemma í seinni hálfleiknum. Barcelona á eftir heimaleiki við Levante og Valencia og útileiki við Celta Vigo og Eibar.  Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne verður ekki með Manchester City í kvöld vegna meiðsla, þegar liðið mætir Manchester United í mikilvægum granna- slag á Old Trafford. De Bruyne meiddist í læri í sigri á Tott- enham á laugar- dag og varð að fara af velli í fyrri hálfleik en Pep Guardiola, stjóri City, sagði í gær enn ekki ljóst ná- kvæmlega hve alvar- leg meiðslin væru. Í VESTURBÆNUM Sindri Sverrisson sindris@mbl.is ÍR-ingar þurfa nú að finna leiðir til að láta það ekki trufla sig að í næstu viku gætu þeir gengið um götur Reykjavíkur sem nýkrýndir Íslands- meistarar í körfubolta. Þeir slógu út silfurlið Njarðvíkur, þeir slógu út deildar- og bikarmeistara Stjörn- unnar, og í gær sýndu þeir enn og sönnuðu hve mikið er í þá spunnið með því að vinna fimmfalda Íslands- meistara KR, í þeirra húsi, í fram- lengdum spennuleik, 89:83. Björninn er hins vegar langt frá því að vera unninn – annað þessara liða veit upp á hár hvernig á að vinna titla en hitt heldur lærdómnum áfram í Selja- skóla á föstudagskvöld. Sá möguleiki að ÍR verði meistari í fyrsta sinn í 42 ár, möguleiki sem flestallir hefðu hlegið að í síðasta mánuði þegar ÍR barðist við Hauka um að komast hreinlega í úrslita- keppnina, verður hins vegar æ raun- verulegri. Liðið barðist frábærlega fyrir sigrinum í gær og í stað þess að reynsluboltarnir í hinu ævintýralega sigursæla liði KR sæju um að klára dæmið í þeirri spennu sem ríkti frá upphafi til enda voru það ÍR-ingar, í sínu fyrsta úrslitaeinvígi, sem sýndu stáltaugar þegar það þurfti. Gott dæmi um þetta var þegar Matthías Orri Sigurðarson fór af stað í lokasókn ÍR í venjulegum leik- tíma, tveimur stigum undir. Hann skýldi boltanum vel frá Michele Di Nunno sem að lokum braut af sér þegar fjórar sekúndur voru eftir. Þar með fékk sá bandaríski sína fimmtu villu og stimplaði sig út, en Matthías glotti bara, gekk styrkum skrefum að vítalínunni og skoraði úr báðum vítum af miklu öryggi til að jafna metin í 77:77. KR spjaraði sig án Di Nunno og komst stigi yfir þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni, um leið og Kevin Capers lauk keppni með sína fimmtu villu. Matthías reyndi svo skot sem geigaði en þá reis upp Sig- urður Gunnar Þorsteinsson og skil- aði boltanum ofan í, auk þess að hitta af vítalínunni þegar mest lá við. KR virtist ætla að jafna metin í næstu sókn en Julian Boyd fékk dæmd á sig skref rétt áður en hann losaði sig við boltann. Gerald Rob- inson kórónaði góðan leik sinn með troðslu og ÍR-ingar ærðust af fögn- uði, ekki síst í stúkunni þar sem magnaðir stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra allan leikinn líkt og þeir hafa getið sér svo gott orð fyrir. Grimmur og góður varnarleikur ÍR-inga ætti ekki að koma KR á óvart eftir það sem á undan er geng- ið í úrslitakeppninni en var samt grunnurinn að sigrinum. ÍR vill halda skorinu í leiknum niðri og fékk það í gær, og þó að liðið fái á sig margar villur við að loka á andstæð- ingana tekst að dreifa þeim ágæt- lega á milli manna. Capers er magn- aður íþróttamaður sem naut sín vel í gær, brosti út að eyrum og gat varla hamið sig af gleði þar sem hann lýsti öllu sem gengið hafði á í mynd- símtali við sína nánustu aðstand- endur strax eftir leik. Robinson nýtti skotin sín afar vel og tók af skarið þegar þess þurfti, með þristum eða mikilvægum sóknarfráköstum, og Sigurður átti einnig mjög góðan leik. Pavel Ermolinskij var frábær í liði KR og nálægt þrefaldri tvennu. Allir hættir að hlæja að möguleikanum  ÍR vann framlengdan spennutrylli og tók forystu í sínu fyrsta úrslitaeinvígi Morgunblaðið/Eggert Sterkur ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson reynir skot að körfu KR-inga þar sem Pavel Ermolinskij reynir að verjast honum. DHL-höllin, fyrsti úrslitaleikur karla, þriðjudag 23. apríl 2019. Gangur leiksins: 6:4, 6:10, 14:12, 14:20, 21:24, 28:30, 32:38, 40:44, 44:46, 54:50, 58:56, 62:63, 66:69, 70:71, 74:75, 77:75, 77:77, 77:80, 83:82, 83:89. KR: Jón Arnór Stefánsson 16, Krist- ófer Acox 16/11 fráköst, Julian Boyd 15/9 fráköst/6 stoðs., Pavel Ermol- inskij 15/11 fráköst/7 stoðs., Michele Di Nunno 11, Helgi Már Magnússon 5, Emil Barja 3, Björn Kristjánsson 2. Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn. KR – ÍR 83:89 ÍR: Kevin Capers 28/6 fráköst, Ger- ald Robinson 21/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/10 frá- köst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 12/6 frá- köst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhann- esson 4, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2. Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Leifur Garðarsson, Davíð Hreiðarsson. Áhorfendur: 1.450.  Staðan er 1:0 fyrir ÍR. Tottenham styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úrvalsdeildar- innar í gærkvöld með naumum heimasigri á Brighton, 1:0. Hann stóð tæpt því Christian Eriksen skoraði sigurmarkið með góðu skoti rétt utan vítateigs á 88. mín- útu en Tottenham hafði sótt linnu- lítið að marki Brighton stóran hluta leiksins. Tottenham er með Meistara- deildarsætið í eigin höndum en liðið á eftir heimaleiki við West Ham og Everton og útileik við Bourne- mouth. Fái Tottenham sjö stig úr þessum þremur leikjum er öruggt að liðið endar í þriðja eða fjórða sætinu, sama hvað keppinautarnir í Chelsea, Arsenal og Manchester United gera.  Shane Long setti nýtt met í efstu deild á Englandi með því að skora fyrir Southampton gegn Wat- ford eftir 7,69 sekúndur. Ledley King úr Tottenham átti metið, 9,82 sekúndur frá árinu 1999. Watford náði að jafna leikinn á lokamín- útunni, 1:1. vs@mbl.is AFP Sigurmark Christian Eriksen fagnar markinu dýrmæta gegn Brighton. Tottenham þarf sjö stig til viðbótar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.