Morgunblaðið - 24.04.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.04.2019, Qupperneq 32
Bubbi Morthens flytur ásamt hljóm- sveit plöturnar Frelsi til sölu frá 1986 og Dögun frá 1987 í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 20.30. Um er að ræða aðra tónleikana í tónleikaröð þar sem Bubbi teflir saman tveimur plötum hverju sinni. Meðal þekktra laga af plötunum eru Serbinn, Er nauðsynlegt að skjóta þá, Aldr- ei fór ég suður, Frelsarans slóð og Bak við veggi martraðar. Frelsi til sölu og Dögun fluttar í Hörpu í kvöld MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KA varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í blaki eftir sigur á HK, 3:2, í æsispennandi oddaleik liðanna á Akureyri og þar með hefur Akureyrar- félagið náð einstökum árangri á þessu keppnistímabili. Bæði karla- og kvennalið félagsins eru þrefald- ir meistarar; unnu Íslandsmótið, deildakeppnina og bikarkeppnina, og KA er því handhafi allra sex titlanna í blakinu. »24 KA er handhafi allra titlanna í blakinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM ÍR skellti Íslandsmeist- urunum á útivelli Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvit- að einkennst af miklum átökum, of- beldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri 1238 – Baráttan um Ísland. „Á tímum Sturlunga vegnaði þjóðinni á margan hátt vel og þetta var sá blómatími þegar þekktustu sögur og fornrit okkar voru skráð. Á hinn bóg- inn er áhugavert að velta fyrir sér hvað kom af stað langvinnri skálmöld sem endaði með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu til Norð- manna með Gamla sáttmála árið 1262.“ Sjálfstæðið tapaðist Unnið er þessa dagana á Sauðár- króki að uppsetningu sýningarinnar 1238 – Baráttan um Ísland sem verð- ur opnuð í næsta mánuði. Þar verður í sýndarveruleika hægt að hverfa á vit Sturlungaaldar; tímabils sem sagt er hafa gengið í garð árið 1220 þegar Snorri Sturluson kom frá Noregi til Íslands. Sagt er að hápunktur Sturlunga- aldar sé Örlygsstaðabardagi árið 1238, en þá gerðu Sturlungar, sem réðu vestanverðu landinu, atlögu að Ásbirningum, sem voru allsráðandi í Skagafirði og nutu atfylgis sunn- lenskra Haukdæla. Fór svo að Ás- birningar sigruðu Sturlunga í bar- daganum á Örlygsstöðum. Hins vegar höfðu Sturlungar betur í Haugsnesbardaga og þar með var veldi Ásbirninga brotið á bak aftur. Þegar þar var komið sögu var hins vegar stutt í endalokin, það er að Ís- lendingar töpuðu sjálfstæðinu, sem þeir heimtu ekki að fullu aftur fyrr en árið 1944. Að sýningunni á Sauðárkróki stendur fyrirtækið Sýndarveruleiki ehf. Farin er sú leið að miðla sögunni stafrænt í umhverfi sem líkist tölvu- leik og er hannað af starfsmönnum fyrirtækisins RVX stúdíó. Þar fá gestir bæði fræðslu um atburði ald- anna og verða einnig virkir þátttak- endur í bardaganum á Örlygs- stöðum, í brennunni á Flugumýri og fleiru. Týnum ekki sögu í tækni „Við rekjum atburðarás Sturl- ungaaldar og kynnum valdaættir og höfðingja, auk þess að fjalla um kon- ur á Sturlungaöld. Við nýtum okkur fjölbreytt form af miðlun, bæði hefð- bundna uppsetningu með texta og myndum á veggjum en einnig tækni- legar útfærslur. Við gætum þess þó vel að týna ekki sögunni í tækninni,“ segir Áskell Heiðar. Sýningin 1238 – Baráttan um Ís- land er í 1.000 fermetra byggingu norðarlega á Sauðárkróki sem áður hýsti verslun og mjólkursamlag KS og inngangur er í húsinu Gránu. Húsin eru í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem leggur verkefninu lið með húsnæði og endurgerð þess. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tækni Áskell Heiðar með skjá sem sýningargestir setja á höfuð sitt og þá opnast þeim ævintýraheimur. Stafræn Sturlungaöld  Sagan í hnot- skurn á Króknum Tölvumynd/RVX stúdíó Sturlunga Sýndartækni verður beitt svo að fólk hverfur aftur í aldir. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell Viftur Hitarar Lofthreinsitæki ÍR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppni karla í körfu- knattleik en í gærkvöld lögðu þeir Íslandsmeistara KR að velli í fram- lengdum leik í Vesturbænum, 89:83, og tóku þar með forystuna í einvígi Reykjavíkurliðanna um Ís- landsmeistaratitilinn. Þau mætast næst í Breiðholtinu á föstudags- kvöldið. »27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.