Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Sumardaginn fyrsta. 12-18, laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 OPIÐ Í DAG sumardaginn fyrsta 12:00 - 18:00 ERUM Á FULLU AÐ TAKA UPP SUMARVÖRUNA Halldór Laxness: Alþjóðlegt mál- þing um nóbelsskáldið verður hald- ið í Veröld – húsi Vigdísar í dag, fimmtudag, milli kl. 11 og 14.30. Þar flytja erindi Auður Jónsdóttir, Gerð- ur Kristný, John Freeman, Halldór Guðmundsson, Karin Haugen, Mím- ir Kristjánsson og Tore Renberg. Málþing um nóbels- skáldið í Veröld í dag FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Eftir að hafa blásið á hrakspár um fall í fyrra eru ÍBV og Víkingur R. í svipaðri stöðu í ár en liðin urðu jöfn í 10.-11. sæti í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félag- anna í efstu deild karla í knatt- spyrnu. Keppni í deildinni hefst á morgun með leik Vals og Víkings en Val er spáð Íslandsmeistaratitlinum líkt og í fyrra. »55 Eyjamenn og Víkingar þurfa aftur að afsanna ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sópransöngkonurnar Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og Sólveig Sigurðardóttir, Guðrún Dalía Sal- ómonsdóttir píanóleikari og Grímur Helgason klarínettuleikari flytja tónlist tengda vorinu og austurrísku ölpunum á hádegistónleikum í Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, sum- ardaginn fyrsta, kl. 12. Á efnis- skránni eru verk eftir Strauss, Rossini og kammerverkið Der Hirt auf dem Felsen eftir Schubert. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Á ljúfum nótum. Tónlist tengd vorinu í Fríkirkjunni í hádeginu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gef- ur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Ár- nessýslu. Búskapur á þessum slóð- um er með fjölbreyttu sniði. Félagshyggjufólk „Við á þessu heimili köllum okkur H-bændur,“ segir Valgerður Auð- unsdóttir á Húsatóftum I. Þau Val- gerður og Guðjón Vigfússon eig- inmaður hennar, sem bæði eru fædd og uppalin á Skeiðunum, voru lengi með kúabú, en misstu bæði skepnur og hús í eldsvoða fyrir þrettán ár- um. Sneru sér þá alfarið að öðru sem allt byrjar á H, það er hun- angsframleiðslu, hrossabúskap, hey- sölu og hænsnarækt. Eggin streyma endalaust frá púddunum sem eru af landnámskyni – og sum þeirra eru sett í útungunarvél sem úr koma ungar sem eru seldir. Náttúran á Skeiðum er gjöful. Á bæjarhlaðinu á Húsatóftum er bor- hola sem gefur fimm sekúndulítra af 78 gráðu heitu vatni, sem veitt er á um 20 bæi eða heimili í nágrenn- inu. „Þeir sem nota veituna borga fyrir dælinguna en greiða ekkert fyrir vatnið. Að nýta auðlindina og leggja veituna var á sínum tíma sameiginlegt framtak íbúanna. Sam- félagslegt verkefni ef svo má segja. Við Skeiðamenn höfum jafnan stað- ið saman að hagsmunamálum okkar og erum félagshyggjufólk, burtséð frá stjórnmálum og flokkslínum. Með samvinnu hefur okkur farnast vel,“ segir Valgerður sem jafnan hefur verið virk í öllu félagsstarfi. Var lengi í forystu frjálsíþróttaráðs Héraðssambandsins Skarphéðins og var á síðasta ári gerð að heiðurs- félaga í Frjálsíþróttasambandi Ís- lands. Skýr vitundarvakning „Í búskapnum reynum við að nýta allt sem til fellur. Nálgumst að vera sjálfbær en fyrir öllu slíku finn ég að er nú mjög skýr vitundarvakning í íslenskum landbúnaði. Mér finnst líka gaman að finna að unga fólkið héðan af Skeiðum, komið sjálft með börn, er í talsverðum mæli að snúa aftur heim í sveitina sína og ætlar að skapa hér sína framtíð,“ segir Valgerður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitalíf Valgerður Auðunsdóttir með litríkan hana af landnámskyni; morgunhressan fugl sem vekur allt til lífsins. Hanagal á Húsatóftum  Nálgast sjálf- bærni í sveit á Suðurlandi Náttúrubarn Guðjón bóndi með úr- komumæli og dæluskúr í baksýn. MSkeiðin » 22-23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.