Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 64

Morgunblaðið - 25.04.2019, Page 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Sumardaginn fyrsta. 12-18, laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 OPIÐ Í DAG sumardaginn fyrsta 12:00 - 18:00 ERUM Á FULLU AÐ TAKA UPP SUMARVÖRUNA Halldór Laxness: Alþjóðlegt mál- þing um nóbelsskáldið verður hald- ið í Veröld – húsi Vigdísar í dag, fimmtudag, milli kl. 11 og 14.30. Þar flytja erindi Auður Jónsdóttir, Gerð- ur Kristný, John Freeman, Halldór Guðmundsson, Karin Haugen, Mím- ir Kristjánsson og Tore Renberg. Málþing um nóbels- skáldið í Veröld í dag FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Eftir að hafa blásið á hrakspár um fall í fyrra eru ÍBV og Víkingur R. í svipaðri stöðu í ár en liðin urðu jöfn í 10.-11. sæti í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félag- anna í efstu deild karla í knatt- spyrnu. Keppni í deildinni hefst á morgun með leik Vals og Víkings en Val er spáð Íslandsmeistaratitlinum líkt og í fyrra. »55 Eyjamenn og Víkingar þurfa aftur að afsanna ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sópransöngkonurnar Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og Sólveig Sigurðardóttir, Guðrún Dalía Sal- ómonsdóttir píanóleikari og Grímur Helgason klarínettuleikari flytja tónlist tengda vorinu og austurrísku ölpunum á hádegistónleikum í Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, sum- ardaginn fyrsta, kl. 12. Á efnis- skránni eru verk eftir Strauss, Rossini og kammerverkið Der Hirt auf dem Felsen eftir Schubert. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Á ljúfum nótum. Tónlist tengd vorinu í Fríkirkjunni í hádeginu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gef- ur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Ár- nessýslu. Búskapur á þessum slóð- um er með fjölbreyttu sniði. Félagshyggjufólk „Við á þessu heimili köllum okkur H-bændur,“ segir Valgerður Auð- unsdóttir á Húsatóftum I. Þau Val- gerður og Guðjón Vigfússon eig- inmaður hennar, sem bæði eru fædd og uppalin á Skeiðunum, voru lengi með kúabú, en misstu bæði skepnur og hús í eldsvoða fyrir þrettán ár- um. Sneru sér þá alfarið að öðru sem allt byrjar á H, það er hun- angsframleiðslu, hrossabúskap, hey- sölu og hænsnarækt. Eggin streyma endalaust frá púddunum sem eru af landnámskyni – og sum þeirra eru sett í útungunarvél sem úr koma ungar sem eru seldir. Náttúran á Skeiðum er gjöful. Á bæjarhlaðinu á Húsatóftum er bor- hola sem gefur fimm sekúndulítra af 78 gráðu heitu vatni, sem veitt er á um 20 bæi eða heimili í nágrenn- inu. „Þeir sem nota veituna borga fyrir dælinguna en greiða ekkert fyrir vatnið. Að nýta auðlindina og leggja veituna var á sínum tíma sameiginlegt framtak íbúanna. Sam- félagslegt verkefni ef svo má segja. Við Skeiðamenn höfum jafnan stað- ið saman að hagsmunamálum okkar og erum félagshyggjufólk, burtséð frá stjórnmálum og flokkslínum. Með samvinnu hefur okkur farnast vel,“ segir Valgerður sem jafnan hefur verið virk í öllu félagsstarfi. Var lengi í forystu frjálsíþróttaráðs Héraðssambandsins Skarphéðins og var á síðasta ári gerð að heiðurs- félaga í Frjálsíþróttasambandi Ís- lands. Skýr vitundarvakning „Í búskapnum reynum við að nýta allt sem til fellur. Nálgumst að vera sjálfbær en fyrir öllu slíku finn ég að er nú mjög skýr vitundarvakning í íslenskum landbúnaði. Mér finnst líka gaman að finna að unga fólkið héðan af Skeiðum, komið sjálft með börn, er í talsverðum mæli að snúa aftur heim í sveitina sína og ætlar að skapa hér sína framtíð,“ segir Valgerður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitalíf Valgerður Auðunsdóttir með litríkan hana af landnámskyni; morgunhressan fugl sem vekur allt til lífsins. Hanagal á Húsatóftum  Nálgast sjálf- bærni í sveit á Suðurlandi Náttúrubarn Guðjón bóndi með úr- komumæli og dæluskúr í baksýn. MSkeiðin » 22-23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.