Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lítil samfélög byggja meira á samfélagslegri vinnu íbúa heldur en stærri byggðarlög. Þannig myndast þörf á ólaunaðri vinnu til þess að öll hjól samfélagsins snú- ist. Það er gömul saga og ný að þessi vinna lendir frekar á kon- um,“ segir Gréta Bergrún Jóhann- esdóttir kynjafræðingur og fyrsti doktorsneminn við Háskólann á Akureyri. Nám til doktorsgráðu hóf Gréta Bergrún nú í byrjun ársins og þar rannsakar hún stöðu ungra kvenna í sjávarbyggðum landsins í tengslum við búsetuval. Margt bendir til þess að konur út um land séu í öðrum aðstæðum en gerist í þéttbýlinu, enda séu þar ríkjandi siðir og venjur sem erfitt sé að víkjast undan. Gamlar hefðir lifa lengi í litlum samfélögum „Að konur sinni því sem kall- að er sjálfboðið starf byggir oftar á samsetningu vinnumarkaðarins því karlar vinna oft lengri daga og eiga almennt betri tekjumögu- leika en konur,“ segir Gréta Bergrún. „Kvenfélög sjá oft um erfidrykkjur og veislur þar sem engar veisluþjónustur eru til stað- ar, það þarf að sinna menningu, félagslífi og svo framvegis. Þá eru konur eru frekar í daglegu amstri heimilisverka og umönnun barna, það eru foreldrafundir, íþrótta- skutl og fleira. Sem betur fer hef- ur þetta verið að breytast heilt yf- ir en gamlar hefðir lifa oft lengi í litlum samfélögum. Slíkt þarf ekk- ert endilega að vera slæmt en get- ur haft mismunandi áhrif á kyn- in.“ Sú spurning vaknar hvort samfélagsgerðin úti á landi sé ekki beint hliðholl konum sem hafa afl- að sér menntunar og stefna hátt í lífinu. Raða hefðir úr veröld sem var kynjunum hvort á sinn stað; í hlutverk eins og hefðin býður. Svör við þessum vangaveltum geta verið á ýmsa lund. Hvött til að þenja vængina „Við hvetjum börnin okkar til að mennta sig, til að þenja væng- ina og fljúga. Ekkert er eðlilegra en löngunin til að skoða heiminn fyrir utan litla þorpið. En við vilj- um að sjálfsögðu að þau sjái tæki- færin til að koma aftur, byggja samfélagið upp með okkur og eiga gott líf. Þá þurfa að vera jöfn tæki- færi fyrir alla. Auðvitað hefur það einnig áhrif að konur eru frekar að sækja sér menntun en karlar. En hvers vegna þær snúa síður til baka þarf að skoða betur,“ segir Gréta Bergrún og heldur áfram: „Ungt menntað fólk sem kýs að búa í litlum samfélögum þarf oft að nýta sér tækni til fjarvinnu en einnig að ferðast vegna vinnu, það hef ég þurft að gera síðast- liðin 10 ár. Gamaldags viðhorf um að heimili og börn séu frekar á ábyrgð kvenna hefur ekki beinlín- is hvetjandi áhrif til slíkrar vinnu- sóknar hjá konum, enda hefur sýnt sig að þær sækja síður vinnu í ákveðinni fjarlægð frá heimili vegna ábyrgðar á börnum og heimili. Samgöngubætur hafa til dæmis frekar stækkunaráhrif á vinnusóknarsvæði karla en kvenna og fleiri áhrifaþætti mætti nefna. Slúður hefur áhrif Stundum er því haldið fram að kjaftagangur eða slúður sé áberandi í litlum samfélögum þar sem „allir þekkja alla“ eins og gjarnan er sagt. Slík mas á nei- kvæðum nótum brýtur fólk eðli- lega niður og getur hamlað frama eða þáttttöku. Gréta Bergrún seg- ist því munu því sérstaklega skoða þennan áhrifaþátt í doktorsverk- efni sínu. Bætir við að slúður sé ekki alltaf illvittnin ein, geti líka átt sína jákvæðu hliðar. Það sé til dæmis mikilvægt til myndunar fé- lagslegra tengsla og á vissan hátt óformlegt upplýsingakerfi. Hins vegar sé áhugvart að finna svör við því hvort slúður bitni öðruvísi á konum en körlum. „Ein af neikvæðustu hliðum slúðurs er drusluskömm og þar sitja kynin ekki við sama borð. Ungt fólk í blóma lífsins lifir lífinu, giftir og ógiftir fara út að skemmta sér en því miður vill það loða við að konur fá frekar á sig druslustimpil en karlar. Er það líklegt til að hafa áhrif á bú- setuval, gæti þetta verið áhrifa- þáttur fyrir ungar konur að flytja eða flytja ekki aftur heim í þorpið sitt þar sem ungdómsárunum var eytt.“ Sjálfboðastarfið í dreifbýlinu lendir gjarnan á konunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Doktorsnemi Ekkert er eðlilegra en löngun til að skoða heiminn fyrir utan litla þorpið, segir Gréta Bergrún. Kynin ekki við sama borð  Gréta Bergrún Jóhann- esdóttir er fædd árið 1982. Ólst upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og býr í heimahög- unum á Þórshöfn á Langanesi. Stúdent frá VMA, útskrifaðist með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og MA gráðu í kynjafræði frá Lundi í Svíþjóð árið 2009.  Hefur unnið við fé- lagsvísinda- og byggðarann- sóknir hjá Þekkingarneti Þing- eyinga sl. 10 ár. Segist hafa sterka landsbyggðarsýn og brenna fyrir jafnréttismálum. Hver er hún? Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Árlega verða ríflega hundrað börn hér á landi fyrir því stóra áfalli að foreldri þeirra fellur frá. Það gera sér fáir grein fyrir þessum fjölda. Hagstofan mun birta þessar tölur sundurliðaðar eftir kyni og aldri. Slíkar tölur hafa aldrei verið teknar saman fyrr. Það er ótrúleg mynd sem birtist,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. Tilefnið er að áhugahópur um hag barna við fráfall foreldris efnir í dag til málþings um stöðu slíkra barna undir yfirskrift- inni Hvað verður um mig? Fer það fram í sal Ís- lenskrar erfða- greiningar og hefst klukkan 15. Meðal ræðu- manna eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Rannsóknastofnun í barna- og fjöl- skylduvernd, Krabbameinsfélagið og Landspítalinn eru meðal þátttak- enda í starfi hópsins. Jón hefur síðustu ár verið aðal- hvatamaður að starfi hópsins. Hann hefur persónulega reynslu af slíkum málum en fyrr á þessum áratug lést dóttir hans eftir erfið veikindi. Hún lét eftir sig ungan dreng. „Við ætlum að fara yfir afar veika lögfræðilega stöðu þessara barna og hvernig verður að bregðast við og grípa utan um þau. Nú ræður hend- ing hvernig á málum þeirra er tekið. Það er afar takmarkaður undirbún- ingur fyrir börn ef það er fyrirsjá- anlegt andlát. Það er nánast ekkert formlegt skipulag til, eða verkferlar, sem taka utan um börn ef foreldri þeirra deyr. Hvort sem það er skyndilega eða með lengri aðdrag- anda. Það er hins vegar vitað að þegar foreldri deyr er það eitt stærsta áfall sem nokkurt barn verður fyrir. Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur er í hvað mestri áhættu á að lenda í áföllum síðar á lífsleiðinni. Meginmálið er að hið op- inbera, heilbrigðiskerfið, taki form- lega og skipulega á málum þessara barna þegar þetta gerist og fylgi þeim síðan eftir til fullorðinsára,“ segir Jón. Formlegt skipulag skortir  Yfir hundrað börn missa foreldri ár hvert  Ræða hag barna við fráfall foreldris Jón Bjarnason Hagnaður af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta ári var 5.013 milljónir króna. Í 130 ára sögu fé- lagsins hefur afkoman aldrei verið betri. Árið 2017 var hagnaðurinn 2.327 milljónir króna, en það sem helst skýrir þennan bata er að FISK Seafood, sem er eitt dótturfélaga KS, seldi 50% eignarhlut sinn í Olís svo og hlut í félaginu Solo Seafood á árinu. Á aðalfundi KS um helgina kom fram að fjárfestingar samstæðu fé- lagsins í fyrra voru 11,3 milljarðar króna. Stærsti bitinn þar voru kaup á tæplega þriðjungi hlutafjár í Vinnslustöðinni hf. í Eyjum. Eigið fé KS, ásamt hlutdeild minnihluta, í lok árs 2018 nam rúmum 35 millj- örðum króna. Skuldir voru 27,3 milljarðar króna. sbs@mbl.is Góð afkoma hjá KS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Nýstofnaður Bílastæðasjóður Kópa- vogs gaf út 152 sektir fyrstu þrjá mánuðina sem hann var starf- ræktur. Hver sekt var að upphæð 10.000 krónur en ekki liggur fyrir hvernig heimtur hafa verið, hvort fólk hafi borgað á réttum tíma eða hvort vextir hafi lagst á sektirnar. Alls hafa því minnst 1.520 þúsund krónur skilað sér til bæjarins í formi sektargreiðslna vegna þessa. Tilkynnt var að Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar hefði tekið til starfa fimmtudaginn 29. nóvember. „Frá og með þeim degi munu stöðuverðir á vegum Þjónustumiðstöðvar Kópa- vogs sjá um eftirlit og leggja stöðu- brotsgjöld á bíla sem lagt er ólög- lega eða í stæði hreyfihamlaðra. Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Kópavogs komist örugglega leiðar sinnar innan Kópa- vogs, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðarlög,“ sagði í fréttatilkynningu bæjarins. Jafnframt var þess getið að gjöld fyrir stöðubrot yrðu 10.000 krónur en 20.000 krónur ef lagt væri í stæði hreyfihamlaðra. Gjöld eiga eða hækka eftir 14 daga og aftur eftir 28 daga. Gjöld fyrir að leggja ólöglega hækka fyrst í 15.000 krónur og svo í 20.000 krónur. Gjöld fyrir að leggja í stæði hreyfihamlaðra hækka í 30.000 krónur og svo í 40.000 krónur. Af svari upplýsingafulltrúa bæjarins að dæma virðist ekki enn hafa verið sektað fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaðra. Í tilkynningu bæjarins kom fram að bílastæðasjóðurinn væri eign Kópavogsbæjar en rekinn af bíla- stæðanefnd. Umhverfis- og sam- göngunefnd fer með hlutverk bíla- stæðanefndar. Í Kópavogi eru ekki lögð á bíla- stæðagjöld og því snýst þessi fram- kvæmd einungis um að koma í veg fyrir að bílum sé lagt í trássi við um- ferðarlög. „Almennt hafa verið já- kvæð viðbrögð þó að alltaf séu ein- hverjir óánægðir með að fá gjald fyrir stöðubrot. Það liggur í bili ekki fyrir ítarlegri greining á verkefn- inu,“ sagði í svari bæjarins við fyr- irspurn Morgunblaðsins. Sam- kvæmt svarinu eru tveir stöðumælaverðir að störfum í Kópa- vogi. „Einungis hafa verið innheimt stöðubrotsgjöld fyrir alvarlegustu brotin. Þau algengustu eru – lagt upp á gangstétt, gangstíg eða gras- eyju, eða lagt í bága við bannmerki,“ eru skilaboðin úr Kópavogi. Ein og hálf milljón í sektir  Sektað fyrir stöðubrot í Kópavogi Morgunblaðið/Golli Kópavogur Í nóvember var byrjað að sekta fyrir stöðubrot í bænum. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.