Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 32
Dömukórinn Graduale Nobili heldur stórtónleika í Langholtskirkju klukkan 17 á miðvikudag, 1. maí. Þá munu þær aðeins flytja karlakórs- slagara. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson. Í tilkynningu segist kórinn vilja hrista upp í hefðinni. Þá ætla þær að klæða sig upp á fyrir tilefnið og finna sína innri tenóra og bassa. Dömukórinn heldur karlakórstónleika MÁNUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Valskonur urðu Íslandsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn um helgina þegar þær unnu öruggan sigur á Keflavík og þar með einvígi liðanna einnig af öryggi, 3:0. Valur hafði áður orðið bikarmeistari og deildarmeistari í vetur. Eftir tap í úr- slitunum í fyrra var lið Vals óstöðv- andi í vetur með Helenu Sverris- dóttur í broddi fylkingar. »24 Lönduðu þeim fyrsta af miklu öryggi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Stjarnan og KR skildu jöfn í stórleik 1. umferðar úrvalsdeildar karla í fótbolta þar sem misvísandi skila- boð voru send um hvort liðin væru í stakk búin til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn fram á haust. Fylkismenn hófu leiktíðina á flottum sigri í Eyjum og nýliðar ÍA nýttu sér mistök KA-manna og unnu góðan sigur. FH átti ekki í neinum vandræðum gegn HK og Breiðablik tefldi fram nýju þrí- eyki í nokk- uð þægilegum sigri á Grindvíkingum. »26 Misvísandi skilaboð í fyrstu umferðinni Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Okkur berast kynstrin öll af fatnaði sem nýtist til góðra verkefna. Í raun er merkilegt hvað fólk er gjarnt á að tapa fötunum sínum; oft spánnýjum flíkum sem maður hélt að flestir gættu vel,“ segir Steinunn Þorfinns- dóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands. Á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi sumardaginn fyrsta fékk deildin umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar fyrir fatasöfnun sem fólk í deildinni hefur sinnt. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra afhenti verðlaunin og í ávarpi við það tilefni setti hún vefnað og klæði í samhengi við lofts- lagsmálin. Kaupum meira en aðrar þjóðir „Á tímum hnattrænna loftslags- breytinga og vakningar í umhverfis- málum er fólk farið að átta sig á áhrifum fataiðnaðar á umhverfi,“ sagði ráðherrann. Vék hún að þeirri staðreynd að árlega eru framleiddir 150 milljarðar flíka eða um 20 flíkur á hvern jarðarbúa. Þessi iðnaður skilar 1,2 milljörðum tonna af koltvíoxíðígildum út í andrúmsloftið auk ýmissa efna sem oft eru skaðleg umhverfinu, svo sem skordýraeitur. Við Íslendingar kaupum 17 kíló af fötum árlega á mann, sem sé þrisvar sinnum meira en jarðarbúar gera að jafnaði. Höfum til skamms tíma hent 16 kílóum af vefnaðarvöru á ári og minna en helmingur af því hefur far- ið í endurvinnslu. Sauma poka Rauði kross Íslands hefur um ára- bil verið leiðandi í fatasöfnun og tek- ur við þúsundum tonna af fatnaði sem er endurnýttur. „Hér í Hvera- gerði hittast sjálfboðaliðar alla fimmtudaga til þess að flokka, sauma og þrífa föt sem berast en einnig er unnið á öðrum tímum við að þrífa það sem kemur frá Reykja- dal og taka á móti því sem kemur frá skólum og íþróttahúsum,“ segir Steinunn Þorfinnsdóttir. „Mikið af fatnaði hefur verið sent til Hvíta- Rússlands í hjálparverkefni sem Ís- lendingar stóðu þar að og nefndist Föt sem framlag. Nú er því verkefni lokið en áfram verður mikil þörf fyr- ir fatnaðinn. Núna eru sjálfboðaliðar deildarinnar að sauma og útbúa inn- kaupa- og grænmetispoka úr af- gangsefni sem deildin fær gefins. Þar segi ég okkur vera að slá tvær flugur í einu höggi, það er umhverfismál og fjáröflun.“ Fötin koma úr Reykjadal Inn af Hveragerði er Reykjadal- ur, sem er vinsælt útivistarsvæði með gönguleiðum og náttúrulaug- um. „Hjálparsveit skáta hér í Hvera- gerði fer oft þarna um og tínir upp föt sem hafa glatast. Við fáum þaðan mikið af útivistarfatnaði, hand- klæðum, sundfötum og slíku. Deildin sinnir að auki neyðarvörnum, heldur skyndihjálparnámskeið, hefur tekið á móti flóttafólki og er með heim- sóknarvinaverkefni. Við erum stolt af starfi okkar og þakklát fyrir starf sjálfboðaliðanna,“ segir Steinunn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Viðurkenning Frá vinstri: Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar, Bryndís Eir Þorsteins- dóttir, formaður umhverfisnefndar, Steinunn Þorfinnsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Fötin fyrir umhverfið  Rauði krossinn fékk umhverfisverðlaun Hveragerðis Allir kettir þurfa gott fóður – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.