Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk | S. 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Um þúsund ruslapokar voru fylltir á stóra plokkdeginum sem var haldinn í annað skipti í gær, að sögn Einars Bárðarsonar. Hann er meðal skipuleggjenda plokkdags- ins og sagði að mætingin í ár hefði verið vonum framar. „Þetta fer örugglega yfir 1.000 poka á suðvesturhorninu,“ sagði hann. „Þetta fór langt fram úr væntingum og það spruttu upp sjálfstæðar einingar út um allt höfuðborgarsvæðið. Við vorum í fyrra bara nokkrir tugir Íslend- inga sem fóru út en þetta voru hundruð í dag,“ sagði Einar, glað- ur í bragði með þátttökuna. Vel viðraði á stóra plokkdeg- inum í gær, en þá tóku landsmenn höndum saman og unnu markvisst að því að gera sinn heimabæ hreinni og vonandi lausan við rusl um hríð. Guðni Th. plokkar á skokki Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan 10 í gærmorgun. Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, tók virkan þátt í plokkdeginum í heimabæ sínum, Garðabæ, en hann lagði af stað frá Vífilsstöðum um tvöleytið í gær ásamt Elizu Reid forsetafrú og börnum þeirra. Guðni sagði að plokkið væri góð hreyfing en sagði að hann léti ekki til sín taka dagsdaglega. Plokkið væri engu að síður gott krydd í til- veruna þegar hann færi út að skokka, en Eliza sagði að hann væri duglegur að tína rusl sem yrði á vegi hans í skokkinu. „Það er gaman að gera þetta í góðum félagsskap í fersku lofti og þetta er góð fjölskyldusamvera líka,“ sagði Eliza Reid. Við hjúkrunarheimilið Vífilsstaði mættust umhverfismeðvitaðir Garðbæingar og örkuðu í allar átt- ir meðfram Reykjanesbrautinni, sem var helsta viðfangsefni plokk- dagsins í ár. Ljóst var að bæj- arbúum er annt um sitt nær- umhverfi og vilja leggja sitt af mörkum við að gera umhverfið fal- legra og hreinna en þó nokkrir voru mættir til leiks við Vífilsstaði. Verður haldið aftur að ári Að minnsta kosti 80 manns í Kópavogi mættu á rásmörk að taka til og svipaður fjöldi var í Hafnarfirði, að sögn Einars. „Það var mikil keppni á milli þessara tveggja,“ sagði Einar. Plokkdagurinn var í fyrsta sinn haldinn í fyrra með aðeins 10 daga fyrirvara. Í ár fór hins vegar mán- uður í að undirbúa daginn. Til stendur að halda daginn árlega: „Þannig að ef við undirbúum okkur í tvo mánuði á næsta ári þá verða þetta þúsundir poka,“ sagði Einar í léttum tón. „Yfir þúsund pokar fylltir“  Stóri plokkdagurinn var haldinn í gær  Guðni Th. Jóhannesson tók þátt í plokkinu ásamt fjölskyldu sinni  Töluvert fleiri þátttakendur í ár en í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Samvinna Feðgarnir Svavar Hávarðsson og Atli Svavarsson létu til sín taka á Stóra plokkdeginum í gær. Sveit JE Skjanna varð í gær Íslands- meistari í brids en úrslitakeppnin fór fram um helgina. Upphaflega hófu 40 sveitir keppni á Íslandsmótinu í byrjun apríl en tólf þeirra unnu sér rétt til að spila í úr- slitakeppninni. Eftir að allar sveit- inar höfðu spilað innbyrðis spiluðu fjórar efstu sveitirnar áfram um Ís- landsmeistaratitilinn. Sveit Skjanna var efst eftir fyrri umferðina og tryggði sér titilinn með því að vinna tvo fyrstu leikina í síðari umferðinni. Í lokaumferðinni tapaði sveitin hins vegar með miklum mun fyrir sveit Hótels Hamars, sem endaði í 2. sæti á mótinu en það breytti ekki röðinni. Í þriðja sæti varð sveit Wise. Einnig spilaði sveit Sverris Þórissonar í lokaúrslitunum. Sigursveitina skipuðu Sævar Þor- björnsson, Karl Sigurhjartarson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Steinar Jónsson og Júlíus Sigurjónsson. Í sveit Hótels Hamars spiluðu Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Matthías Þor- valdsson og Sverrir Ármannsson. Í sveit Wise spiluðu Hrannar Erlings- son, Sverrir Kristinsson, Gísli Stein- grímsson og Gabríel Gíslason. Ljósmynd/Aðalsteinn Jörgensen Spilamennska Spilarar í úrslitum Íslandsmótsins í brids um helgina. Sveit Skjanna Ís- landsmeistari í brids  Hafði tryggt titilinn fyrir síðasta leik Hinn tólf ára gamli Atli Svavarsson hefur mjög látið um- hverfismál til sín taka. Þeir Svavar Hávarðsson hafa plokkað víða í borginni sl. tvö ár, byrja alltaf á vorin í Laugarneshverfinu í Reykjavík þar sem fjölskylda hans býr en svo er farið um önnur svæði, svo sem nágrenni Elliðaánna. Á síðasta ári fékk Atli ásamt fleirum við- urkenningu Reykjavíkurborgar fyrir framtak sitt og að undanförnu hefur honum stundum verið jafnað við hina sænsku Gretu Thunberg sem hefur 16 ára gömul gjör- breytt viðhorfum heillar kynslóðar til umhverfismála. „Í sjónvarpsþætti með Ævari vísindamanni sá ég að jörðin er ógeðsleg og full af rusli. Spurði því pabba hvort við gætum gert eitthvað í þessu og við höfum farið víða um að plokka. Mér finnst við öll þurfa að fara í þriðja gír og stöðva þróunina; tína rusl og menga minna. Við þurfum öll að taka til og svo mætti hreinsa betur við gámastöðvarar þar sem allt er í rusli.“ Tína rusl og menga minna PLOKKARARNIR FARI Í ÞRIÐJA GÍRINN Atli Svavarsson Arnheiður Sigurðardóttir, Garðbæ- ingur, segir aðspurð að mikilvægt sé að rusl fjúki ekki víða og mengi náttúruna. „Ég geri þetta alla daga, alltaf þegar ég fer út að labba þá fer ég að tína og plokka,“ segir hún og bætir við að hundurinn hennar, Emma, sé ávallt með í för og hjálpi til. Þær plokkuðu allt Urriðaholt um síðustu helgi og færðu sig nú út fyrir sitt hverfi og héldu plokkinu áfram. „Við erum bara að halda Garðabæ hreinum,“ segir Arnheið- ur létt í bragði. Halda Garðabæ hreinum með plokki Morgunblaðið/Árni Sæberg Plokkað Arnheiður og hundurinn Emma. Mæðgurnar Harpa Hlín Þórðar- dóttir og Steinunn Stefánsdóttir lögðu leið sína að Vífilsstöðum ásamt frænku sinni, Lydíu Dhour Friðriksdóttur, að plokka rusl. Þór- dís segir að þær séu miklar útivist- arkonur: Við förum sérstaklega hérna í kringum Vífilsstaði að labba. Við græðum á þessu í raun- inni því nú verður allt miklu fal- legra þegar við förum næst út að labba,“ segir Harpa og bætir við að oft komi til tals í göngutúrunum að tína þurfi rusl á svæðinu. „Síðan er ekki verra að vera hérna með for- setanum,“ segir Harpa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útivistarkonur Lydía, Harpa og Steinunn. Njóta göngutúranna betur eftir plokkið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.