Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Uber er félagið metið á 80,5 til 91,5 millj- arða dala eða 44-50 dali á hlut. Kemur þetta fram í útboðsgögnum sem skutlmiðlunarfyrirtækið af- henti á föstudag og er verðmatið töluvert lægra en þeir 120 millj- arðar sem ráðgjafar félagsins höfðu áður talið að gæti verið raunhæfur verðmiði. Reuters segir þessa lækkun end- urspegla hversu illa Lyft, helsta keppinaut Uber, farnaðist eftir skráningu á hlutabréfamarkað í síðasta mánuði. Á föstudag hafði hlutabréfaverð Lyft lækkað um 20,5% frá því viðskipti með þau hófust á Nasdaq-markaðinum hinn 29. mars. Er lækkunin rakin til efa- semda fjárfesta um að rekstur Lyft geti skilað hagnaði. Uber hyggst selja 180 milljónir hluta og afla þannig allt að 9 millj- arða dala. Þá munu fjárfestar geta selt 27 milljón hluti fyrir allt að 1,35 milljarða dala. Sérfræðingar áætla að samanlagt virði þeirra hlutabréfa sem Uber mun selja í útboðinu verði í kring- um 10 milljarðar dala sem þýðir að hlutafjárútboðið yrði það stærsta síðan kínverski netverslunarrisinn Alibaba fór á markað í Bandaríkj- unum árið 2014. ai@mbl.is Uber setur markið lægra Efi Hlutabréfaverð Lyft, helsta keppinautar Uber, hefur lækkað um rösklega fimmtung frá skráningu. AFP VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Stjórnendur fyrirtækja og stofnana gætu lært mikið af starfsemi félaga- samtaka, en engu að síður virðist þriðja geiranum, eins og hann er kall- aður, hafa verið gefinn lítill gaumur bæði í íslensku atvinnulífi og fræða- samfélagi. Þetta segir Margrét Lúth- ersdóttir, verk- efnastjóri og deildarstjóri hjá Rauða krossin- um, en hún lauk nýlega við áhuga- verða masters- rannsókn í við- skiptafræði þar sem rekstrarað- ferðir þriðja geirans voru skoðaðar. Margrét bendir á að mörkin á milli félagsamtaka annars vegar og stofn- ana og fyrirtækja hins vegar geti stundum verið óljós hér á landi enda hafi mörg samtök gert þjónustu- samninga við ríkið og leysi af hendi verkefni sem í öðrum löndum myndu heyra undir ríkisstofnanir. „Á þetta t.d. við um Rauða krossinn, sem hef- ur gert samning við félagsmálaráðu- neytið og dómsmálaráðuneytið, og svo björgunarsveitirnar sem starfa með almannavörnum og Rauða krossinum að neyðarvörnum um allt land.“ Vægi þriðja geirans fer vaxandi, að mati Margrétar, og nefnir hún nýleg dæmi af áhrifum samtaka sem beita sér fyrir réttindum flóttamanna og innflytjenda hér á landi. „Starfsemi þriðja geirans er ekki alltaf mjög sýnileg og vinna þau oft á bak við tjöldin frekar en að vera í sviðsljós- inu. Æ fleiri koma þó auga á að í gegnum frjáls félagasamtök má koma miklu til leiðar og sést það t.d. á því að styrkir frá fyrirtækjum eru farnir að dreifast víðar og rata til samtaka sem tækla tiltekin vanda- mál,“ útskýrir Margrét. „Helst vax- andi vægi félagasamtaka einnig í hendur við minnkandi kosningaþátt- töku, minni áhuga á lýðræði og minnkaða trú almennings á stjórn- málum. Sér fólk í staðinn frjáls fé- lagasamtök sem leið til að berjast fyrir þeim málefnum sem skipta það mestu.“ Sameiginlegur metnaður Það sem ætti að gera stjórnendur í opinbera og einkageiranum alveg sérstaklega áhugasama um þriðja geirann er að félagasamtök takast á við mjög krefjandi verkefni en hafa oftast úr litlu fjármagni að spila. „Það einkennir stjórnun félagasamtaka að mikil áskorun getur verið að finna rétta jafnvægið í notkun auðlinda, hvort sem það er mannauður eða fjármagn. Stjórnendurnir geta ekki notað há laun eða bónusgreiðslur til að hvetja starfsfólk sitt áfram heldur þurfa að beita öðrum leiðum.“ Að sögn Margrétar hafa rannsókn- ir sýnt að lykilinn að árangri félaga- samtaka sé að starfsfólk og sjálfboða- liðar hafi brennandi áhuga á því sem samtökin vilja koma til leiðar. „Til að stuðla að því að bæði launaðir starfs- menn og sjálfboðaliðar leysi vinnu sína sem best af hendi þarf stjórn- andinn m.a. að vera lunkinn við að raða fólki saman í öflug teymi, gæta þess að allir sjái árangurinn af vinnu- framlagi sínu og að hópurinn hafi sama metnaðinn fyrir velgengni skipulagsheildarinnar – það er þá sem töfarnir gerast.“ Margrét viðurkennir að að þessu leyti sé starf stjórnanda félagasam- taka auðveldara, því alla jafna vinna samtökin að göfugu markmiði sem starfsfólkið getur fylkt sér í kringum. „Hjá stofnun eða fyrirtæki gæti stjórnandinn hins vegar þurft að leggja sig sérstaklega fram við það að sýna starfsfólkinu það góða sem störf þess koma til leiðar og þannig laða fram ástríðuna.“ Margrét segir þriðja geirann líka sýna hve áríðandi það er að ráða til starfa fólk sem hefur brennandi áhuga á því sem fyrirtæki eða stofn- un fæst við. „Þetta sjáum við þegar vera að gerast að einhverju marki þegar auglýst er eftir fólki í lausar stöður í hugbúnaðargeiranum, þar sem áherslan á tiltekna menntun í hugbúnaðargerð er farin að víkja fyr- ir áherslu á mikinn áhuga.“ Þurfa að gera mikið úr litlu Morgunblaðið/Hari Metnaður Frá stórslysaæfingu. Fjölbreytt starf er unnið af félagasamtökum og kallar á mikla stjórnunarhæfileika.  Það reynir mjög á færni stjórnenda í þriðja geiranum  Vægi félagasamtaka fer vaxandi en mörg þeirra vinna að góðum málefnum á bak við tjöldin Margrét Lúthersdóttir Raðfrumkvöðullinn Elon Musk, for- stjóri rafbílaframleiðandans Tesla, hefur komist að samkomulagi við bandaríska fjármálaeftirlitið, SEC, um hvernig hann fær að nota netmið- ilinn Twitter. Reuters greinir frá þessu og segir að Musk muni eftir- leiðis láta lögfræðinga Tesla sam- þykkja allar færslur sem snúa að fjár- málum og rekstri fyrirtækisins, áður en þær birtast á Twitter. Hefur sam- komulag Musk við stjórnvöld verið lagt fyrir dómstól til samþykktar. Átti Musk á hættu að verða dæmd- ur fyrir vanvirðingu við dómstola (e. contempt of court) fyrir tístvenjur sínar en samkvæmt samkomulagi sem hann gerði við SEC vegna eldra máls var honum skylt að láta fjárfesta Tesla samþykkja allar færslur á Twitter sem snertu mikilvæg mál í starfsemi fé- lagsins. Í febrúar sendi Musk frá sér tíst um fram- leiðslutölur Tesla, sem SEC taldi brjóta í bága við gildandi sam- komulag og vísaði brotinu til dómara á Manhattan. Að sögn Reuters er nýja samkomulagið skýrara en það fyrra, og sundurliðar hvers konar upplýsingar þurfa að fara í gegnum lögfræðinga Tesla áður en Musk birt- ir þær á Twitter. ai@mbl.is Musk semur um tístið Elon Musk Áætlað er að tekjur af miðasölu á frumsýningarviku hasarmyndar- innar The Avengers: Endgame hafi numið 1,2 milljörðum dala á heims- vísu. Er kvikmyndin sú fyrsta sem nær að hala inn meira en milljarði dala á fyrstu viku sýninga en fyrra metið, 640 milljónir dala, átti síðasta myndin í Avengers-seríunni, Aven- gers: Infinity War. Segir CNN að á sumum stöðum hafi aðsóknin verið svo mikil að kvik- myndahús þurftu að grípa til þess ráðs að hafa Endgame í sýningum allan sólarhringinn. ai@mbl.is Avengers slær öll met Stemning Aðdáendur klæddir eins og Avengers-hetjur á frumsýning- arviðburði í Los Angeles. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.