Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tómas I. Olrichskrifar vand-aða grein í Morgunblaðið um dapurlega fram- göngu sjálfstæð- ismanna í orkumálinu umdeilda. Þar segir meðal annars: „Stökkbreyting hefur orðið á þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Hún virðist hafa orðið í kjölfar þess að skýrsla þeirra lögfræð- inganna, Stefáns Más Stefáns- sonar og Friðriks Árna Friðriks- sonar Hirst, var lögð fram. Í skýrslunni er bent á tvær leiðir til að fást við þriðja orkupakkann. Önnur leiðin er sú að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara um innleiðingu orkupakkans og taka málið upp, eins og ráð er fyr- ir gert, við sameiginlegu EES- nefndina. Leiðin býður upp á sóknartækifæri. Færu Íslend- ingar þá leið væru þeir að sækja rétt sinn til að fá undanþágu frá því regluverki orkumála ESB, sem ekki snertir Ísland. For- senda leiðarinnar er að þessi rétt- ur standi undir nafni. Ef hann gerir það ekki eru það ekki síður mikilvægar upplýsingar. Hin leiðin er að innleiða orku- pakkann í íslenskan rétt en „með lagalegum fyrirvara um að ákvæði hans um grunnvirki yfir landamæri öðlist ekki gildi, enda (sé) slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á landi“. Þessi leið þýðir í raun að gildistöku hluta orkupakkans er frestað uns Ísland hefur tengst orkumarkaði ESB/EES um sæstreng. Það er hefðbundið undanhald og tæp- lega hægt að tala um það lengur sem skipulagt. Áfangar undanhaldsins eru margir og meira eða minna þekktir. Þannig hafa nú allir leyfi til að fjárfesta í íslenskum bú- jörðum og sanka að sér náttúru- legum auðlindum í krafti þeirra réttinda. Girðingar, sem settar voru 1995, voru teknar niður þeg- ar athugasemdir og hótanir um kærur bárust um og eftir alda- mótin síðustu. Með sambæri- legum hætti hafa varnir íslensks landbúnaðar hrunið. Það eru sem sagt ýmsar leiðir sem ís- lensk stjórnvöld hafa kosið sem áfanga í undanhaldi sínu. Sú síðasta er sú er hefur nú valdið stökkbreytingu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Álitsgerð Stefáns Más Stef- ánssonar og Friðriks Árna Frið- rikssonar Hirst er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hún er að mínu mati vönduð. Þó vekur hún spurningar sem hún svarar ekki. Ég sný mér fyrst að þeim. Það sem vekur athygli mína, og jafnframt vonbrigði, er að álits- gerðin skuli fjalla af nokkru tóm- læti um þátttöku Íslands í Evr- ópska efnahagssvæðinu eins og um sé að ræða þátttöku í hverri annarri alþjóðastofnun. ESB er pólitísk stofnun, tollabandalag, sem hefur lengi velkst í vafa um hvort það eigi að stefna í átt til einnar ríkisheildar eða ekki. Sú umræða er enn óútkljáð. Í nokkr- um rykkjum hefur þó ESB þróast í átt til aukins miðstjórnarvalds. Orkutilskipanir ESB eru hluti af þessari þróun. Það er ekki hægt að ræða um Bandaríkin sem alþjóðastofnun, þótt það ríki byggist á mörgum ríkjum. Það er ekki heldur hægt að rugla Sovétríkjunum sálugu, né heldur rússneska sam- bandsríkinu saman við al- þjóðastofnun. Hvaða tilgangi þjónar það þá að rugla með þetta hugtak í álitsgerð sem þessari, sem á ekki að grafa undan eigin faglegu yfirbragði með svo aug- ljósum hætti? Hugtakarugling- urinn er þeim mun bagalegri sem hann hefur greinilega náð að rót- festa sig í utanríkisráðuneytinu.“ Seinustu hugmyndir um að höggva til stjórnarskrár landsins með þingsályktun(!) og hafa til staðfestingar lagaákvæði með innbyggðum ruglanda í tilraun við að koma í veg fyrir að þjóðin nái að eiga um hana síðasta orðið eru ótrúlegar. En fyrst og síðast er hún forkastanlegt og hlýtur að vera ómerkt. Menn með vonda samvisku haga sér á óverjanlegan hátt} Myrkvað mál lýst U ndanfarin ár hefur hver bylgj- an á fætur annarri dregið fram í dagsljósið þann veru- leika kvenna að þær eru und- irskipaðar í valdakerfi þar sem karllæg viðhorf ráða ríkjum. Nú síðast með Metoo-hreyfingunni. Sú staðreynd að ofbeldi gegn konum er svo algengt að það er næstum því hversdagslegt endurspeglast í þeim mikla fjölda kvenna sem stigið hafa fram og sagt reynslusögur af kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Það undir- strikar jafnframt þá staðreynd að ofbeldi gegn konum á sér stað alla daga, í öllum lögum samfélagsins og getur tekið á sig ólíkar myndir. Ofbeldi gegn fötluðum kon- um getur til dæmis átt aðrar birting- armyndir en gegn ófötluðum konum og of- beldi gegn konum af erlendum uppruna getur verið samtvinnað kynþáttahyggju og útlendingaandúð. Við sjáum að konur sem ögra ríkjandi valdakerfi mega eiga von á árásum sem einkennast af kvenfyrirlitn- ingu og karlrembu. Þetta höfum við séð ítrekað hér á landi og erlendis. Aðferðirnar eru óteljandi og fela m.a. í sér athugasemdir um útlit og klæðaburð, hundsun, þöggun, launamismunun, útilokun, hótanir, kynferðislega eða kynbundna áreitni og kynbundið ofbeldi. Konur sem verða fyrir áreitni og ofbeldi geta upplifað alvarleg streitueinkenni, kvíða hjartslátt, verki, verkkvíða, félagsfælni og ýmis af- brigði ótta allt eftir alvarleika máls hverju sinni. Þá er mikilvægt að í heilbrigðiskerf- inu, ekki síst í heilsugæslunni, sé mark- visst unnið að því að bera kennsl á ein- kenni ofbeldis til að hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning. Því betri skilning sem við öðlumst á eðli og afleiðingum of- beldis þeim meiri möguleika eigum við á að uppræta það. Kvenfjandsamleg menn- ing á vinnustöðum og í samfélaginu öllu er ekki einkamál þeirra kvenna sem fyrir henni verða heldur varðar okkur öll þar sem slík (ó)menning er líkleg til að hafa áhrif á vinnustaðinn í heild og leiða til verri starfsanda, aukinna veikindafjarvista, aukinnar starfsmannaveltu og minni fram- leiðni. Þá eru samfélagslegar afleiðingar jafnframt miklar m.a. í formi aukins heilbrigðiskostn- aðar þar sem kostnaður vegna heilsugæslu og lyfja- neyslu eykst. #metoo er femínísk bylgja sem hjálpar til við að skilja samfélagið og breyta því í átt til jöfn- uðar. Sögurnar sem #metoo leiddi fram í dagsljósið eru ekki einangraðar heldur birtingarmynd kynja- kerfis sem stuðlar að ójöfnuði. #metoo snýst um heil- brigt samfélag og lýðræði og gerir kröfu um jafn- stöðu kynjanna í lýðræðissamfélagi. Svandís Svavarsdóttir Pistill Bylting sem breytir samfélagi Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fyrsta íslenska götubitahá-tíðin verður haldin á Mið-bakka í Reykjavík dag-ana 19.-21. júlí í sumar. Á hátíðinni verða í boði mismunandi tegundir götumatar sem seldur verður í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig er gert ráð fyrir básum fyrir bari, kaffisölu, mat- armarkað og pop up-verslanir auk þess sem tónlistarmenn og plötu- snúðar munu skemmta. Á hátíðinni verður keppt um titilinn besti götubitinn 2019 og mun sigurvegarinn taka þátt fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni, „European Street Food Awards“ sem haldin verður í Malmö í Sví- þjóð í lok september. Að því er fram kemur í kynningu skipuleggj- enda munu heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni ytra og er mikill áhugi á viðburðinum. Borgarsamfélag að vaxa Veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson var einn forvígismanna götumatarmarkaðarins Krásar í Fógetagarðinum sem settur var á laggirnar sumarið 2014. Hann segir að margt hafi breyst á þessum fimm árum og Íslendingar séu nú orðnir mjög áhugsamir um þennan kima matarmenningar. „Ég hef mikla trúa á þessu dæmi niðri á hafnarbakka, ég held að það verði frábært,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Ólafur veit hvað hann er að tala um því hann hefur ferðast um allan heim og kynnt sér mat- armenningu. Afraksturinn má til að mynda sjá í þáttunum Kokkaflakk sem nú eru sýndir í Sjónvarpi Sím- ans. „Það hefur verið vakning í heiminum fyrir götumat. Við höfum þetta ekki endilega í okkar kúltúr en það er ekki af því að það er kalt hérna. Götumatur er víða þar sem kalt er,“ segir Ólafur. Hann telur að ástæðan fyrir því að Íslendingar séu fyrst nú að kveikja á götumatarmenningu sé hversu stutt sé síðan hér varð til borgarsamfélag. „Það er svo stutt síðan við komum úr sveitinni. Það er fyrst núna sem við erum að verða borg og fólk tekur ekki alltaf með sér nesti í vinnuna. Áður fyrr var okkar götumatur flatkaka og mjólk í flösku. Núna er kominn hópur af fólki, köllum það „milleni- als“, sem borðar mikið úti. Þar af leiðandi er kominn markhópur fyrir götumat. Fyrir utan alla túristana.“ Kúltúr sem stækkar hratt Krás var einhvers konar upp- haf þessarar bylgju sem nú sér ekki fyrir endann á. Síðustu misseri hafa bæst við mathallir við Hlemm og úti á Granda og nú síðast mathöllin á Höfða sem Ólafur segir að sé frá- bær viðbót við flóruna. „Hún kom mér skemmtilega á óvart og er til mikillar fyrirmyndar.“ Auk mathallanna er götumatur seldur í matarvögnum víða um Reykjavík, einkum yfir sumarmán- uðina. „Það eru vagnar úti um allt og það hefur ansi mikið breyst á þessum fjórum, fimm árum. Flest af þessu er mjög vel heppnað. Það er eðli svona lítilla bása eða vagna að þar er lítið úr- val, fólk er að gera 1-2 rétti og ef þú vandar þig við það þá verður það oft- ast á endanum gott. Ég tala nú ekki um ef þú hef- ur metnað fyrir þessu. Þetta er það sama og gerst hefur úti í heimi og það gerir það að verkum að þessi kúltúr hefur stækkað svona mikið.“ Mikil vakning fyrir götumat hér á landi Ólafur bendir á að götumatur hafi ekki alltaf notið almennra vinsælda og það sé ekki fyrr en á seinni árum sem hann hafi notið sannmælis í fjölmiðlum ytra. „Það er í raun einum manni að þakka, Jonathan heitnum Gold. Hann skrifaði fyrir LA Times og fleiri miðla og var fyrsti matar-skríbentinn sem tók götumat alvarlega. Hann fór að skrifa um taco- trukka og ýmsa litla veit- ingastaði. Það gæti hafa ýtt undir það að hvíta fólkið fór að hugsa með sér að það væri bara allt í lagi að borða þar. Í kjölfarið fór fólk að bera meiri virðingu fyrir þessari matar- menningu.“ Loks tekinn alvarlega GÖTUMATUR Á UPPLEIÐ Ólafur Örn Ólafsson Morgunblaðið/Hari Götumatur Síðasta sumar var boðið upp á götumatarmarkað í Skeifunni. Í sumar verður haldin götumatarhátíð á Miðbakka dagana 19.-21. júlí. Ingveldur Geirsdóttir blaðamað-ur starfaði á Morgunblaðinu lengst af frá því hún hóf störf fyrir fjórtán árum og þar til hún lést sl. föstudag eftir að hafa barist við krabbamein í fimm ár. Ingveldur hvarf skamma hríð til starfa á öðr- um miðli. Ekki er endilega sjálf- gefið að kostur sé á starfi á fyrri vinnustað þegar svo er, enda þá búið að fylla í opna stöðu. Skarð Ingveldar var hins vegar ekki auð- fyllt og því var tekið fagnandi þeg- ar hún kaus að koma aftur á Morgunblaðið. Ingveldur var öflugur og far- sæll blaðamaður og tók að sér ým- is störf á ritstjórn Morgun- blaðsins og sinnti þeim öllum með sóma. Fyrir lá að hennar beið björt framtíð á þeim vettvangi hefðu örlögin orðið önnur. En fyr- ir Ingveldi átti að liggja að glíma við miskunnarlausan sjúkdóm og þótt hún tæki fast á móti og af ein- stöku og aðdáunarverðu æðru- leysi og hugprýði sigraði meinið að lokum. Framganga Ingveldar, meðal annars á opinberum vettvangi, var hins vegar öllum mikil hvatning og þá ekki síst þeim sem lenda í svipuðum aðstæðum og svo harka- legum mótbyr. Hún var táknmynd þess að gefast aldrei upp en njóta lífsins til fulls og þess tíma sem gæfist. Missir Morgunblaðsins er mik- ill en þó léttvægur í samanburði við söknuð og sorg nánustu fjöl- skyldu. Morgunblaðið kveður með þökk og sendir fólkinu hennar sínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingveldur Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.