Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. ER BROTIÐ Á ÞÉR? ÍS L E N S K A S IA .I S B O T 70 22 7 08 /1 4 botarettur.is Fellibylurinn Kenneth lagði íbúðabyggð í Ma- comia-héraðinu í Mósambík í rúst svo sem hér má sjá. Í gær, sunnudag, jókst vandi íbúa í norð- urhéruðum landsins er gríðarleg úrkoma olli flóðum. Heilsu hundraða þúsunda manna er sagt ógnað. Flóðvatnið náði fólki víða í mittishæð. Út- lit var fyrir áframhaldandi úrkomu næstu daga. Fátt stóðst kraft straumvatnsins og því er búist við mikilli eyðileggingu í flóðunum. agas@mbl.is AFP Eyðilegging og hörmungar Verkamannaflokkurinn breski ætlar að reyna í þessari viku að knýja fram atkvæðagreiðslu um yfirlýsingu um neyðarástand í andrúmsloftinu um gjörvallt Bretland. Flokkurinn ætlar að krefjast þess í þinginu á miðvikudag að breska þjóðin hefji tafarlausar aðgerðir til að minnka loftmengun þannig að ár- ið 2030 verði hún aðeins sem svarar 45% af menguninni 2010. Áfram verði svo haldið á sömu braut og menguninni komið niður í ekki neitt árið 2050, að sögn breska vikublaðs- ins Observer. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur látið svo um mælt að nýleg mótmæli fólks sem lætur sig loftmengun varða sé „meiriháttar og nauðsynleg upp- vakning“. Færi svo að þingið styddi frumvarpstillögu flokksins yrði það fyrsta þjóðþingið í veröldinni til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslags- málum. Hann bætti við að slíkt myndi síðan leiða til „öldu aðgerða af hálfu ríkisstjórna um heim allan“. Útspil Verkamannaflokksins er viðbrögð við trúnaðargögnum sem blaðið hafði séð og leiddu í ljós að breska stjórnin hafði í október sl. að- eins varið 2,82 milljónum sterlings- punda af 100 milljónum punda sem eyrnamerktar voru aðgerðum í vegakerfinu gegn loftmengun. Nýta átti féð að fullu fyrir árslok 2020. Stofnunin segir að mun meira sé komið í framkvæmd nú frá því í haust og ætlunin sé að fjárfestingar í aðgerðum á vegunum, samkvæmt áætlun yfirvalda, verði komnar í 75 milljónir punda á næsta ári. „Frá því á árinu 2015 höfum við unnið að nauðsynlegum rannsóknum til að átta okkur á því hvaða ráðstafanir gætu reynst þýðingarmiklar og skil- virkar við að bæta loftgæði Tillaga Verkamannaflokksins fel- ur í sér kröfu um ný viðmið varðandi sjálfbærni og kolefnasnauða orku- vinnslu; hæfilegar fjárveitingar til umhverfisverndar, viðsnúning í hnignun dýrategunda og áætlanir um úrgangslaust hagkerfi. Hin áhrifamikla unga sænska bar- áttukona Greta Thunberg hefur lýst yfir stuðningi við framangreind áform Verkamannaflokksins, en hún heimsótti breska þingið í fyrri viku. Skotar munu bregðast við Fyrsti ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, lýsti yfir loftslagsneyð í ræðu á þingi Skoska þjóðarflokksins (SNP) í gær. Sagði hún Skota myndu bregðast við og takast á við neyðina af ábyrgð. „Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga baráttumenn fyrir betra andrúmslofti. Þeir höfðu farið í verkfall í skólum sínum til að vekja fólk til vitundarvakningar um mál- stað þeirra. Þeir vilja að ríkisstjórnir um heim allan lýsi yfir neyðar- ástandi í lofthjúpnum. Þeir sögðu það sem vísindin segja okkur. Og þau hafa rétt fyrir sér. Því lýsi ég, sem fyrsti ráðherra Skotlands, yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Skotar munu rísa undir ábyrgð og takast á við ástandið.“ agas@mbl.is Þingið lýsi yfir loftslagsneyð  Fyrsti ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, lýsti yfir loftslagsneyð í landinu í gær  Á miðvikudag verður reynt að fá breska þingið til samsvarandi ákvörðunar  Myndi leiða til „öldu aðgerða“ víðar AFP Í ræðustól Nicola Sturgeon lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði að Vladímír Pútín færi betur að tala ekki til Úkra- ínumanna í hót- unum. Hæddist Sel- enski að tilboði Rússa um að gefa þeim Úkraínu- mönnum sem vildu rússneskt vegabréf og sagði það varða fangelsi að taka við slíkum skilríkjum. Í fésbókarfærslu sagðist hann í staðinn myndu veita „þjáð- um Rússum“ ríkisborgararétt í Úkraínu. Pútín undirritaði forseta- tilskipun í vikunni um vegabréf handa úkraínskum aðskilnaðar- sinnum í austurhluta landsins. Selenskí hirtir Pútín Volodimír Selenskí SPENNA Í SAMSKIPTUM Íbúar í nágrenni Frúarkirkjunnar í París hafa verið varaðir við blý- mengun og hvattir til að þrífa híbýli sín sérstaklega af því tilefni. Lög- reglan lagði að íbúunum að strjúka borð, bekki, gólf, skápa og annað yf- irborð þar sem blýmengað ryk frá kirkjubrunanum 15. apríl hefur sest. Engar tilkynningar hafa borist um blýeitrun eftir brunann. Segir lögregla að blýmengun sem fundist hefur við Notre Dame sé afar stað- bundin og takmörkuð en allur sé varinn góður. agas@mbl.is Varað við blýmengun PARÍS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.