Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 27
Ólafsson í marki HK af 35 metra færi og úrslitin þar með ráðin. Hafnfirðingar gerðu vel í leiknum, og stjórnuðu ferðinni frá fyrstu mín- útu til þeirra síðustu. Þeir hafa oft spilað betur og þurfa að spila mun betur, ef þeir ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi var þetta fyrsti leikur í Ís- landsmótinu og það tekur menn stundum smátíma að spila sig í gang. Þetta er leikur sem FH hefði að öllum líkindum ekki klárað, síð- asta sumar, og því virðast vera ákveðin batamerki á liðinu frá síð- ustu leiktíð. HK-ingar reyndu hvað þeir gátu í gær en þeir áttu aldrei möguleika í Kaplakrika. Sóknarleikur liðsins var afar slakur og liðið var í miklum vandræðum með að skapa sér afger- andi marktækifæri. Emil Atlason var í vandræðum á hægri vængnum og maður spyr sig hvort hann hefði ekki nýst betur í fremstu víglínu í stað Brynjars Jónassonar sem gerði ekkert í leiknum. Þá hefði Ásgeir Börkur Ásgeirsson nýst liðinu vel á miðsvæðinu enda einn af fáum leik- mönnum HK sem er með reynslu í efstu deild. FH-ingar unnu afar þægilegan sigur, þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta, sem er styrkleikamerki góðra liða. HK-ingar þurfa að spýta í lófana eftir þessa frammistöðu og finna svör hjá sér í sóknarleiknum því þú færð ekki mörg stig ef þú skorar ekki mörk. Hewson breytti gangi leiksins Eyjamenn tóku á móti Fylk- ismönnum á Hásteinsvelli í tals- verðu roki. Fylkismenn fóru heim með 3 stig þar sem þeir unnu slakt lið ÍBV 3:0. Leikurinn byrjaði ekki svo vel fyrir Fylki þar sem ÍBV leit út fyrir að verða talsvert sterkara liðið. Leikurinn snerist síðan við eft- ir að Ásgeir Eyþórsson nýtti sér mistök Halldórs Páls Geirssonar þegar hann missti boltann í teign- um. Það tók Fylkismenn ekki lang- an tíma til að bæta við öðru marki en Sigurður Arnar Magnússon hjálpaði til með það með sjálfsmarki rétt fyrir hálfleik. Sigurður Arnar ætlaði að skalla boltann burt eftir aukaspyrnu en var svo óheppinn að boltinn endaði í hans eigin marki. Seinni hálfleikurinn byrjaði með krafti þar sem bæði liðin sóttu á markið. Sam Hewson gerði síðan út um leikinn með þrumuskoti á 57. mínútu en þá var Fylkir kominn í 3:0. Hewson kom inn á á 30. mínútu eftir að Emil Ásmundsson haltraði af velli og er óhætt að segja að þessi skipting hafi breytt leiknum. Eftir þriðja markið róaðist yfir leiknum og vindurinn varð meiri með tím- anum. Guðmundur Magnússon kom síðan inn á á 57. mínútu, en hann var í miklu stuði með Fram í Inkasso- deildinni í fyrra. Hann kom með Pedro Hipolito þjálfara til Eyja frá Fram og var óheppinn tvívegis er hann fékk færin til að minnka mun- inn fyrir ÍBV. Fyrir lið sem er spáð 8. sæti í Pepsi Max-deildinni telst það frekar sterk byrjun að ferðast til Vest- mannaeyja og vinna 3:0 og vera þá efst í deildinni. En að taka á móti liði sem er spáð 8. sæti og tapa 3:0 á heimavelli ætti að hringja ein- hverjum viðvörunarbjöllum hjá Eyjamönnum. ÍBV-liðið virkaði brothætt og má ekki við mörgum svona töpum á heimavelli í sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmynd/Sigfús Gunnar Einbeittir Ólafur Ingi Skúlason og Jonathan Glenn með augun á boltanum í Eyjum. í Garðabæ M Aron Bjarnason (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Damir Muminovic (Breiðabliki) Kolbeinn Þórðarson (Breiðabliki) Elias Tamburini (Grindavík) Gunnar Þorsteinsson (Grindavík Rodrigo Mateo (Grindavík) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7 FH – HK 2:0 1:0 Jónatan Ingi Jónsson 9. 2:0 Brandur Olsen 65. MM Jónatan Ingi Jónsson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH). M Brandur Olsen (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Arnar Freyr Ólafsson (HK) Birkir Valur Jónsson (HK) Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8 ÍBV – Fylkir 0:3 0:1 Ásgeir Eyþórsson 40. 0:2 Sigurður A. Magnússon (sjálfsm.) 45. 0:3 Sam Hewson 57. MM Sam Hewson (Fylki) M Matt Garner (ÍBV) Guðmundur Magnússon (ÍBV) Aron Snær Friðriksson (Fylki) Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Hákon Ingi Jónsson (Fylki) Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7 og M-gjöfin ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 England Crystal Palace – Everton........................ 0:0  Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Everton fram á 86. mínútu. Burnley – Manchester City .................... 0:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 76. mínútu. Fulham – Cardiff ..................................... 1:0  Aron Einar Gunnarsson var í liði Cardiff fram á 87. mínútu. Tottenham – West Ham .......................... 0:1 Southampton – Bournemouth................. 3:3 Watford – Wolves..................................... 1:2 Brighton – Newcastle .............................. 1:1 Leicester – Arsenal .................................. 3:0 Manchester United – Chelsea................. 1:1 Staðan: Manch.City 36 30 2 4 90:22 92 Liverpool 36 28 7 1 84:20 91 Tottenham 36 23 1 12 65:36 70 Chelsea 36 20 8 8 60:39 68 Arsenal 36 20 6 10 69:49 66 Manch.Utd 36 19 8 9 64:51 65 Wolves 36 15 9 12 46:44 54 Leicester 36 15 6 15 51:47 51 Everton 36 14 8 14 50:44 50 Watford 36 14 8 14 51:52 50 West Ham 36 13 7 16 45:54 46 Cr. Palace 36 12 7 17 43:48 43 Newcastle 36 11 9 16 36:45 42 Bournemouth 36 12 6 18 52:65 42 Burnley 36 11 7 18 44:63 40 Southampton 36 9 11 16 44:61 38 Brighton 36 9 8 19 33:55 35 Cardiff 36 9 4 23 30:66 31 Fulham 36 7 5 24 34:76 26 Huddersfield 36 3 5 28 20:74 14 B-deild: Middlesbrough – Reading ...................... 2:1  Jón Daði Böðvarsson var ekki með Reading vegna meiðsla. Leeds – Aston Villa.................................. 1:1  Birkir Bjarnason var á varamannabekk Aston Villa. Staða efstu liða: Norwich 45 26 13 6 91:56 91 Sheffield Utd 45 26 10 9 76:39 88 Leeds 45 25 8 12 71:47 83 WBA 45 23 11 11 86:59 80 Aston Villa 45 20 16 9 81:59 76 Derby 44 19 13 12 65:52 70  Norwich og Sheff. Utd eru komin upp. Bandaríkin Orlando Pride – Utah Royals................. 0:1  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Utah Royals. Danmörk Bröndby – Esbjerg .................................. 0:1  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby. SönderjyskE – Vejle................................ 4:1  Eggert Gunnþór Jónsson var í liði Sön- derjyskE fram á 59. mínútu.  Kjartan Henry Finnbogason hjá Vejle var í banni. Svíþjóð Hammarby – Djurgården....................... 2:1  Viðar Örn Kjartansson skoraði mark fyrir Hammarby og lék allan leikinn. KNATTSPYRNA Keppni í 1. umferð úrvalsdeildar karla lauk á laugardag með fimm leikjum.  Stjarnan missti Baldur Sigurðsson af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik gegn KR. Óttast var að um höfuð- meiðsli væri að ræða en í samtali við Morgunblaðið sagði Baldur svo ekki vera. Hann væri hins vegar mjög stífur í hálsinum en það kæmi betur í ljós á næstu dögum hvernig batinn yrði.  KA verður væntanlega án Hallgríms Jónassonar í allra næstu leikjum eftir að hann tognaði í nára í tapinu gegn ÍA. Hallgrímur sagði að um litla tognun væri að ræða en hann fer í nánari skoðun í dag.  Ágúst Gylfason, þjálfari Breiða- bliks, staðfesti við mbl.is eftir sigurinn á Grindavík að bakvörðurinn Jonatah- an Hendrickx færi að öllum líkindum frá félaginu til belgísks félags í júlí. Verið væri að skoða möguleika á að fá leikmann í hans stað. Molar úr 1. umferð Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Hólmfríður Magnúsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Ís- lands frá upp- hafi, hefur ákveðið að taka fram skóna og spila með Sel- fossi á komandi knattspyrnu- tímabili. „Ég ætlaði ekki að spila fótbolta í sumar, en þegar grasið fór að grænka þá fór mig að kitla í tærn- ar. Ég finn að áhuginn er enn fyrir hendi þannig að ég er ekki tilbúin til að hætta strax,“ segir Hólm- fríður, sem er 34 ára og lék síðast með KR 2017, en eignaðist son í fyrrasumar. Hún hefur áður leikið með KR, Val, ÍBV, Avaldsnes í Nor- egi, Kristianstad í Svíþjóð og Phila- delphia Independence í Bandaríkj- unum. Leiktíðin hefst á fimmtudag. Hólmfríður snýr aftur Hólmfríður Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.