Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald Bókhald Bókari með reynslu úr banka- geiranum og vinnu á bókhalds- stofu, getur tekið að sér bók- halds-, launa- og VSK vinnslur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Uppl. í síma 852-3536. Ýmislegt Bátar Fundir/Mannfagnaðir Ísfélags Þorlákshafnar ehf. kt. 430285-0179, Hafnarskeiði 12, 815 Þorlákshöfn, verður haldinn þriðjudaginn 14. maí 2019 kl. 11:00 á kaffistofu félagsins. Dagskrá 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári. 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið rekstrarár. 3. Kosning stjórnar félagsins. 4. Kosning endurskoðanda félagsins. 5. Ákvörðum um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir störf þeirra á starfsárinu. 7. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðanda verða hluthöfum til sýnis í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund á skrifstofu félagsins. Afhending fundargagna fer fram að ósk skráðra hluthafa. Vilji hluthafi koma dagskrárefni til umfjöllunar á aðalfundi skal tilkynna stjórn félagsins skriflega um tillöguna eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir dagsetningu aðalfundar. Upplýs- ingar um frambjóðendur verða aðgengilegar til skoðunar á skrifstofu félagsins tveimur dögum fyrir aðalfund. Þorlákshöfn, 29. apríl 2019 Stjórn Ísfélags Þorlákshafnar hf. Aðalfundur Lindakirkja Aðalsafnaðarfundur Lindasóknar verður haldinn í Lindakirkju, Kópavogi, þriðjudaginn 7. maí nk. kl. 17:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Lindakirkju Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9 -9.45. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning- um kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegis- matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Opin listasmiðja kl. 9-12. Byrjendanámskeið í línu- dansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl.13. Handavinnuhorn- ið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing kl. 19.30-21.45. Hug- myndabankinn opinn kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, Núvitund kl. 10.30-11.30, Handaband kl. 13-15.30, fjráls spilamennska kl. 13-16.30, Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30, Söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15. Kaffisala frá kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450. Furugerði 1 Bókmenntahópur kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, botsía kl. 14, kaffisala kl. 14.30-15.30. Annan hvern mánudag sirka: Helgistund í staðinn fyrir botsía. Annan hvern mánudag: Opin fjöliðja með leiðbeinanda / opin fjöliðja frá kl. 10-16. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20. Hraunsel Kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflarakórinn, kl. 13 félagsvist Hjallabraut, kl. 10-16 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30, kaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum. Gönguhópar kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju, dans í Borgum kl. 11 og prjónað til góðs kl. 13 í dag í Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum og tréútskurður með Gylfa á Korpúlfsstöðum í dag kl. 13. Minnum á sölu og handverksýningu Korpúlfa laugardaginn 4. maí e.h. í Borgum. Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna Skóla- braut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Smá- og raðauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is ✝ Gunnar fædd-ist í Reykjavík 27. ágúst 1934. Hann lést 10. apríl 2019. Foreldar hans hétu Marta Þor- geirsdóttir hjúkr- unarkona frá Ak- ureyri og Freidar Johansen sjómaður og kokkur frá Nor- egi. Foreldrar Gunnars skildu þegar hann var fimm ára. Gunnar átti einn al- bróður sem hét Hans. Hann lærði flugvirkjun en starfaði lengst af sem bílstjóri. Hann er nú látinn. Gunnar og Hans voru nánir bræður og héldu alltaf sambandi meðan báðir lifðu. Gunnar á nokkur hálfsystkini föð- urmegin, sem búa í Noregi, Danmörku og einnig hér á landi. Móðir Gunn- ars giftist aftur og eignaðist tvö börn, Erlu og Svavar, en þau eru bæði látin. Viktoría Skúladóttir er eftirlifandi sam- býliskona Gunnars. Útför Gunnars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. apríl 2019, klukkan 13. Ég kynntist nafna mínum Gunnari Johansen þegar ég sjálfur var varla orðinn fullorð- inn. Ekki voru liðin mörg ár síð- an pabbi okkar bræðra hafði fall- ið frá. Við vissum að missirinn hafði ekki verið auðveldur fyrir Viktoríu móður okkar, enda var hún aðeins 53 ára gömul. Gunnar átti eftir að reynast henni góður og traustur maður. Með Gunnari upplifði hún stór ævintýri, að flytja til Noregs og Danmerkur um árabil og ferðast með honum á framandi staði. Ferðalögin voru þeirra stóra ástríða í mörg ár en auk þess nutu þau þess að bjóða fjölskyld- unni í mat á Frakkastígnum þeg- ar Gunnar var enn við góða heilsu. Þar áttu þau mikil sæluár og þangað var alltaf gott að koma. Það hrúgast yfir mann marg- ar skemmtilegar minningar frá samverunni við nafna og sér- staklega hvað hann var barngóð- ur og gekk barnabörnum mömmu í afa stað. Fyrir það á hann skilið endalaust þakklæti frá okkur bræðrum. Það læðist að manni örlítið samviskubit að hafa stundum strítt mömmu með því að þykj- ast vera nafni minn í símanum þegar þau voru nýfarin að hitt- ast, en ég reyndist vera lunkinn við að ná norska hreimnum hans í síma. Svo vel tókst mér til að mér tókst alltaf að plata mömmu en það hefur stundum verið sagt að ég sé dálítið stríðinn. Það er léttir að mamma skuli geta minnst þessa með bros á vor og sjálfsagt hefur hún bara haft gaman af uppátækinu svona þeg- ar langt er um liðið, fyrst henni tókst ekki að venja mig af stríðn- inni. Gunnar varð fyrir heilsutjóni fyrir um 16 árum og óhætt að segja að hann hefur ekki verið samur maður síðan. Síðustu árin hrakaði heilsunni mjög og í raun er viðskilnaðurinn líkn í þessu tilfelli eins og stundum er. Hann virtist þó fylgjast betur með því sem í kringum hann gerðist en þátttaka hans í daglegum um- ræðum gaf tilefni til að halda. Því er erfitt er að gera sér í hug- arlund hvernig líf Gunnars hefur í reynd verið síðustu árin. En eitt er víst að hann var maður með hjartað á réttum stað og það breyttist ekkert á síðustu árum. T.a.m. hélt fjöl- skyldan honum afmælisveislu á áttræðisafmælinu fyrir nokkrum árum og var sérlega ánægjulegt að sjá gleðina í andliti hans við það tækifæri. Það er full ástæða til að þakka Gunnari fyrir að hafa veitt mömmu svo ákaflega góð ár eftir að pabbi fór frá okkur. Óhætt er að segja að líf mömmu hefði orð- ið annað ef þessara dýrmætu kynna hefði ekki notið við. Ég bið almættið um að vaka yfir nafna mínum og þakka hon- um samfylgdina og allt það góða sem hann gerði fyrir mömmu. Hvíl í friði, elsku Gunnar. Gunnar Guðbjörnsson. Mig langar að minnast í örfá- um orðum fóstra míns Gunnars B. Johansen múrarameistara. Það var fyrir um 33 árum að Gunnar kom inn í fjölskyldu okk- ar. Mamma, Viktoría Skúladótt- ir, og Gunnar höfðu kynnst á gömlu dönsunum og þótti móður minni mikið til Gunnars koma, bæði hversu myndarlegur hann var og mikill heimsmaður. Okk- ur bræðrum fannst skemmtilegt að fylgjast með móður okkar, þá orðinni 57 ára, verða jafn ást- fangin og hún var. Upp úr þessu óx gagnkvæm ást, virðing og kærleikur, sem fór ekki framhjá neinum. Gunnar var jafnan kall- aður „Norðmaðurinn“ í fjöl- skyldu okkar og við bræður og tengdadætur höfðum gaman af syngjandi íslenskunni sem hann talaði svo skemmtilega. Því mið- ur hvarf þetta eftir að hann kom heim til Íslands. Fyrir móður mína varð úr þessum kynnum af Gunnari heil- mikið ævintýri því hún flutti til Noregs, nánar tiltekið í lítið hús í jaðri þorpsins Tomter í nágrenni Osló. Móðir mín tók ásamt Gunnari til við ýmsar fram- kvæmdir í húsinu og varð það á nokkrum mánuðum hið vistleg- asta. Hvar sem þau Gunnar og mamma bjuggu sköpuðu þau saman hlýlegt umhverfi enda nauðsynlegt þar sem þau voru bæði mjög heimakær. Minning- arnar eru fallegar, hvort sem það var í Tomter, Moss, Esbjerg eða í Reykjavík. Alls staðar var fallegt heimili, góður og kær- leiksríkur andi og frábær matur sem gladdi okkur bræðurna auð- vitað alveg sérstaklega. Á þessum tíma var ég við nám í Austur-Berlín en að því loknu tók við nám í Sviss og vinna í Kiel, Trier, Bayreuth og Ham- borg í sameinuðu Þýskalandi. Þær voru óteljandi heimsóknir mömmu og fóstra til okkar og einnig heimsóknir okkar til Nor- egs og Danmerkur. Á þessum tíma kynntust börnin mín fóstra mínum og ömmu. Gunnar var ákaflega barnelskur maður og segja má að barnabörnin hafi eiginlega ættleitt hann sem afa sinn og hann barnabörnin sem afabörn sín. Þessi kærleikur barnabarnanna og afa þeirra stóð í rúm 30 ár og stendur enn. Ævintýraþrána og ferðabakt- eríuna áttu mamma og fóstri minn Gunnar sameiginlega. Gunnar var menntaður múrara- meistari og með stýrimannapróf, en á síðari helmingi starfsævi sinnar var hann atvinnubílstjóri. Hann ók um allan Noreg og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að ferðast með honum um Noreg þveran og endilangan þar sem hann útskýrði fyrir mér það sem fyrir augu bar. Kunnátta hans á landi og þjóð var mikil, enda var hann hálfur Norðmaður og hafði búið í Noregi stóran hluta ævi sinnar eða um 30 ár. Gunnar og móðir mín ferðuðust um Noreg og alla Evrópu á stórri vörubif- reið hans. Síðar ók Gunnar eins og herforingi um stóran hluta Taílands þar sem þau hrifust mjög af landi og þjóð. Síðar ferð- uðust þau í fríum sínum á bíla- leigubíl, húsbíl og með hjólhýsi um Evrópu og Norður-Ameríku, meðal annars með Steina og Ingu, systur mömmu. Við bræðurnir, tengdadætur og barnabörn þökkum Gunnari fyrir að hafa verið á gömlu döns- unum fyrir rúmum þrjátíu árum því að öðrum kosti hefðum við ekki fengið að kynnast þessum yndislega og hjartagóða manni. Guð blessi minningu Gunnars B. Johansen. Guðbjörn Guðbjörnsson. Gunnar Johansen Í Vopnfirðingasögu er lýst fornum köppum sem riðu um héruð og mæltu spaklega. Þær má spegla í glaðbeittum sagna- mönnum eins og Óla Valgeirs sem látinn er um aldur fram líkt og sumar söguhetjurnar sem hann kunni að segja frá. Ég kynntist Óla gegnum fornsög- urnar því að leiðir okkar lágu Ólafur Björgvin Valgeirsson ✝ Ólafur BjörgvinValgeirsson fæddist 20. janúar 1955 á Akureyri. Hann andaðist á heimili sínu 6. apríl 2019. Útför Ólafs Björgvins fer fram frá Vopnafjarð- arkirkju í dag, 16. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. saman í Samtökum í söguferðaþjón- ustu. Á þeim vett- vangi var Óli fulltrúi Vopnfirð- ingasögu, sat um skeið í stjórn sam- takanna og var virkur að sækja fundi, ráðstefnur og fræðsluferðir. Á sama tíma lagði hann stund á ferða- málafræðin við Hólaskóla og hafði því margt gott til málanna að leggja, úr fræðunum en ekki síður frá eigin brjósti. Þau eru nokkur ferðalögin okkar Aust- firðinganna kringum þetta sögu- lega samstarf sem koma upp í hugann. Eftirminnilegust er góð ferð sem félagar í samtökunum fóru til eyjunnar Manar í Írlands- hafi örfáum dögum eftir banka- hrunið í október 2008. Við stjórn- armenn þurftum að fara með drjúga sjóði skotsilfurs í evrum frá Íslandi og freista þess að fá þeim skipt í pund þegar á áfanga- stað var komið enda öll greiðslu- kort ónothæf. Þá var gott að hafa kappa eins og Óla sér við hlið. Innilegur hlátur hans og bein- skeyttar athugasemdir endur- óma í minningarleiftrum frá þeim fornu víkingaslóðum. Það var skarð fyrir skildi þegar Óli hætti að fóstra Vopnfirðingasögu á vettvangi samtakanna en vinátta hans við félagana hélst. Okkar leiðir lágu saman oft eftir það og alltaf var Óli boðinn og búinn að veita aðstoð sína þegar eftir var leitað enda virkur í félagsstörfum og hjálpfús. Góður drengur er genginn en orðstír deyr aldrei. Persónulega kveð ég kappann með þessum fá- brotnu orðum og þakka góð kynni. Fyrir hönd okkar sem störfuðum með Óla í Samtökum um söguferðaþjónustu færi ég fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Skúli Björn Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.