Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 HANDBOLTI Olís-deild kvenna Þriðji úrslitaleikur: Valur – Fram ........................................ 25:21  Valur vann 3:0 og er Íslandsmeistari. Umspil kvenna Þriðji úrslitaleikur: HK – Fylkir........................................... 32:22  Staðan er 2:1 fyrir HK. Þýskaland Magdeburg – RN Löwen .................... 29:32  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Löwen en Alexander Petersson er meiddur. Kiel – Bergischer................................. 32:24  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Alfreð Gíslason þjálfar liðið.  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer. Gummersbach – Erlangen ................. 25:27  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. B-deild: Hagen – Lübeck-Schwartau .............. 24:28  Sigtryggur Daði Rúnarsson var ekki með Lübeck-Schwartau. Nordhorn – Hamburg......................... 32:29  Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í marki Hamburg. Hüttenberg – Balingen....................... 26:24  Ragnar Jóhannsson skoraði 3 mörk fyrir Hüttenberg.  Oddur Gretarsson skoraði 10 mörk fyrir Balingen. A-deild kvenna: Dortmund – Neckarsulmer................ 24:18  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Dortmund.  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 1 mark fyrir Neckarsulmer. Frakkland Umspilskeppni um sæti í efstu deild: Bourg De Peage – Dijon..................... 20:26  Helena Rut Örvarsdóttir var ekki á með- al markaskorara Dijon. Svíþjóð Ungverjaland Pick Szeged – Vecses.......................... 38:24  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 5 mörk fyrir Pick Szeged sem varð deildar- meistari með sigrinum. Austurríki 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Alpla Hard – Schwaz .......................... 17:19  Ísak Rafnsson skoraði 2 mörk fyrir Schwaz. KÖRFUKNATTLEIKUR Þriðji úrslitaleikur karla: DHL-höllin: KR – ÍR (1:1)................... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Umspil karla, fyrsti úrslitaleikur: Víkin: Víkingur – HK ........................... 19.30 Í KVÖLD! Á HLÍÐARENDA Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Valur er Íslandsmeistari kvenna í körfuknattleik árið 2019 eftir 87:64- sigur á Keflavík á Hlíðarenda í þriðja leik liðanna í úrslitum á laugardaginn. Valsarar eru því þre- faldir meistarar, en þeir urðu bik- ar- og deildarmeistarar fyrr á tíma- bilinu. Valskonur voru grátlega nærri sínum fyrsta Íslandsmeist- aratitli í fyrra þegar þær máttu þola tap í oddaleik gegn Haukum í úrslitum en í ár fóru þær alla leið og það með glæsibrag. Valur vann fyrsta leikinn nokkuð þægilega, mátti svo hafa mikið fyrir naumum sigri í Keflavík í leik tvö áður en svo sannfærandi sigur vannst í þriðja og síðasta leiknum að ekki fer á milli mála að Valsliðið er ein- faldlega það besta á landinu. Langbesta liðið Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuknattleikskona sem þjóðin hefur alið af sér, var máttarstólpi Hauka í úrslitunum í fyrra og því ekki furðulegt að Valsarar hafi stokkið til þegar hún sneri heim úr atvinnumennsku snemma á þessari leiktíð. Það þarf þó meira en einn góðan leikmann og hjá Val er nóg til. Lengi mætti telja þá leikmenn sem hafa spilað frábærlega fyrir Val í vetur en þó ber að nefna hina bandarísku Heather Butler sem einnig gekk til liðs við Val á miðju tímabili en hún gerði Keflvíkingum skráveifu með snerpu sinni og hæfileikum. „Við erum með valinn leikmann í hverri stöðu og þar að auki öflugar stelpur sem koma af bekknum. Það er uppskriftin að góðu liði og ég er stolt af því að vera þáttur af þessu,“ sagði Butler skreytt glitpappír og gullmedalíu er blaðamaður náði tali af henni í miðjum fagnaðarlátunum. „Það vantar ekki góða leikmenn hérna, en það er liðsheildin sem skilar ár- angri, ekki einstaklingar.“ Keflvíkingar númeri of litlir Ungt lið Keflavíkur náði sér aldrei á strik gegn ógnarsterkum Völsurum í tveimur leikjum á Hlíð- arenda. Suðurnesingar spiluðu sinn besta leik á heimavelli og voru þar hársbreidd frá sigri en allt kom fyrir ekki. Keflvíkingar geta gengið stoltir frá tímabilinu, með ungt lið og aðeins einn erlendan leikmann, en næsta vetur reynir á hvort liðið geti tekið þetta næsta skref. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistarar Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsmeistarabikarnum, fyrstar Valskvenna frá upphafi, í ósvikinni gleðivímu. Valur í fyrsta sinn  Þrefaldir meistarar sópuðu Keflavík úr úrslitum  Helena sú allra besta Liðunum fjórum sem berjast um 3.-4. sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og Meistaradeild- arsætin mikilvægu sem því fylgja, hefur gengið skelfilega í deildinni síðustu vikur. Tottenham, sem stimplaði sig út úr titilbaráttunni með hræðilegum kafla í febrúar og mars, hefur náð mestu út úr þrem- ur síðustu deildarleikjum sínum eða 3 stigum. Chelsea hefur fengið 2, Manchester United 1 og Arsenal 0 af 9 mögulegum stigum í síðustu leikjum. United á sáralitla von um að leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eftir 1:1-jafntefli við Chelsea í gær. United er í 6. sæti, þremur stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti og með mun betri markatölu þegar tvær umferðir eru eftir. Chelsea á eftir heimaleik við Watford og útileik við Leicester og mætti mest fá 1 stig úr þeim leikjum til að United gæti mögulega náð 4. sæti. Arsenal er tveimur stigum á eftir Chelsea og á eftir heimaleik við Brighton og úti- leik gegn Burnley. Tottenham er þrátt fyrir allt í fínni stöðu í 3. sæti. Öfugt við United eiga svo Chelsea, Arsenal og Tottenham aukamöguleika á að komast í Meist- aradeildina, nái þau ekki einu af fjórum efstu sætunum, með því að vinna Evrópudeildina eða Meist- aradeildina nú í vor.  Manchester City er stigi fyrir ofan Liverpool fyrir síðustu tvær umferðirnar í titilbaráttunni eftir 1:0-sigur á Burnley þar sem boltinn fór rétt inn fyrir marklínuna í sigurmarki Sergio Agüero. City á eftir leiki við Leicester (h) og Brighton (ú), en Liverpool leiki við Newcastle (ú) og Wolves (h). Þrautaganga Man. Utd heldur áfram AFP Raunamæddir Ashley Young og Ole Gunnar Solskjær eftir jafnteflið. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.