Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 29.04.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Hornafræði Ekkert fer framhjá ljósmyndaranum sem virðist sjá fyrir horn með linsunni og varpar ljósi á hver sé handan við hornið með því að smella af á réttu augnabliki. Kristinn Magnússon Hún er mögnuð sænska stúlk- an hún Greta Thunberg og hefur skapað sér heimsfrægð og verið útnefnd sem náttúruvernd- arhetja. Það er um ár liðið síðan fimmtán ára stúlka stóð fyrir framan ríkisþingshúsið í Stokk- hólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. Nú er Thunberg fengin til að ávarpa hér og þar og m.a. lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem haldin var í Póllandi í fyrra, og ávarpa fund Alþjóðaviðskiptaráðsins í ár. Barnið veit hvar heitast brennur og hvernig má draga úr hættunni, hún flýgur ekki þar sem aðrir möguleikar eru fyrir hendi og leggur á sig sólarhringa ferðalög með lestum til að spara kolefnissporin. Velmegun og bruðl lítils hluta mannkyns, en þess hluta sem spyr bara eftir efnislegum gæðum, ber mesta ábyrgð á sóun og græðgi sem nú er talið að muni verða jörðinni að fjörtjóni verði ekki græðgin og gróðahyggjan hamin. Við sjáum fyrir okkur allar ráðstefnurnar um gróðurhúsaáhrifin þar sem fyrir- menn þjóðanna mæta og forsvars- menn viðskiptanna. Það er gnýr í lofti; forsetarnir, alþingismenn- irnir, ráðherrarnir og viðskipta- jöfrarnir koma á einkaþotum, í þyrlum, sitjandi á sagaklass og með rándýrum lúxusbílum með mörg hundruð hestafla vélarafli og heila hirð af aðstoðarfólki. Þeir gista á rándýrum hótelum og éta nautasteikina um kvöldið sem þeir fordæmdu í ræðunni á fundinum. Nei, þá kemur Greta Thunberg með lest, eina litla handtösku með sér og gæti þess vegna gist í fjárhúsi. Hún talar frá hjartanu af hógværð barnsins og segir þeim að „keisarinn sé nakinn“. Sem sé viðskipta- jöfrar og ríkasta fólkið sem á megnið af auði heimsins eru stóru gerendurnir, þetta fólk verð- ur að stöðva, það er að drepa heiminn. Það getur fyrst og fremst stigið stór skref gegn gróður- húsaáhrifunum og okkur hinum ber að stíga okkar litlu skref fjöldans sem hjálpar mikið. Hlustum á undrabarnið Gretu Thunberg Í fluginu liggur stór þáttur og flutningum heimsálfa á milli með vörur og matvæli, það kallast frelsi í viðskiptum. En þetta frelsi er að snúast upp í andhverfu sína og er ógnun við lífið á jörðinni. Við Íslendingar ættum að snúa okkur að því sem við höfum gert og getum svo auð- veldlega gert til að draga úr gróðurhúsaáhrif- um. Við erum með endurvinnanlega græna orku og stefnum að því að allt flutningakerfi á sjó og landi fari þá leið. Við getum framleitt allt kjöt og grænmeti í landinu okkar, bændurnir geta auk- ið framleiðsluna strax. Þegar Greta Thunberg hvetur mannkynið til að bjarga jörðinni með al- vöruaðgerðum sitja bissnessmenn uppi á Ís- landi að smakka nýsjálenskt lambakjöt og eru að hugsa um að flytja það með öllum sínum af- leiðingum þaðan og hingað. Hef ég engan hitt enn sem ekki dásamar okkar lamb og nóg er til af því. Og ríkisstjórn og Alþingi ætla trúlega að auka í og gefa ESB-bændum leyfi til að færa heildsalafélagi Íslands þá gjöf í gegnum ESB að flytja farma af hráu kjöti til Íslands og taka vinnuna af okkar bændum. Öll varnaðarorð um gróðurhúsaáhrif, sýklalyfjaóþol og smitandi dýrasjúkdóma, kúariðu, gin- og klaufaveiki, allt heimska og afturhald, talið til hræðsluáróðurs og tilheyri mönnum sem berjast gegn frelsinu, segja þeir. Í dag er þetta glapræði móðgun bæði við neytendur og bændur og ógn gegn aðgerðunum sem litla stúlkan með kröfuspjaldið er að berj- ast fyrir. Hún Greta Thunberg er vonarstjarna mannkynsins, hún er rödd dagsins og morg- undagsins, okkur ber að hlusta, því líf og ham- ingja jarðarbúa er að veði. Eftir Guðna Ágústsson »Hún Greta Thunberg er vonarstjarna mannkynsins, hún er rödd dagsins og morgundagsins. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Viðskiptajöfrar og ríkasta fólkið ögra lífinu á jörðinni Þingflokkur Flokks fólksins lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu um að fjár- mála- og efnahagsráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp til laga sem hafi það að markmiði að auka lýðræði og gagnsæi í lífeyr- issjóðum (þingskjal 1358 – 857. mál). Þar leggjum við til að frum- varpið feli í sér skýr ákvæði sem tryggi sjóðfélögum aukið vald í málefnum lífeyrissjóðanna, að stjórnir þeirra séu með skýrt umboð sjóð- félaga, að ekki séu líkur á hagsmuna- árekstrum stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra við hagsmuni lífeyrissjóðanna og sjóðfélaga og aukið eftirlit með hags- munaskráningu til að koma í veg fyrir hugs- anlega hagsmunaárekstra. Allt eru þetta löngu tímabærar umbætur. Úrelt fyrirkomulag Allar götur síðan eftir kjarasamningana vor- ið 1969 hafa stjórnir lífeyrissjóðanna almennt verið skipaðar til helminga af Samtökum at- vinnulífsins fyrir hönd launagreiðenda og af viðkomandi stéttarfélagi, en án aðkomu hins almenna sjóðfélaga sem er þó þvingaður með lögum til að greiða í „lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps“. Launagreiðendur hafa ávallt tilnefnt fulltrúa til setu í stjórn- um lífeyrissjóða og á það sér sögulegar skýringar og grund- vallaðist í upphafi af hinni svo- nefndu húsbóndaábyrgð. Mikil breyting hefur orðið á hús- bóndaábyrgðinni og framfærslu- skyldu almennt enda hálf öld lið- in síðan þessu skipulagi var komið á. Framfærsluskyldan er að mestu komin yfir til opinberra aðila og hvílir meginþunginn á sveitarfélögunum en nokkur hluti er hjá rík- inu. Fáum dettur í hug að launagreiðandi hafi skyldu til að framfæra fyrrverandi starfs- menn, hvort sem þeir hafa hætt störfum sök- um aldurs eða vegna örorku. Þannig hefur hin forna húsbóndaábyrgð flust yfir til Trygg- ingastofnunar ríkisins, skattkerfisins (barna- og vaxtabætur), lífeyrissjóða, húsaleigubóta og félagsþjónustu sveitarfélaga. Valdið til sjóðfélaga Það er í raun ekkert lengur sem rökstyður það að launagreiðendur eigi sæti í stjórn líf- eyrissjóða. Það eru sjóðfélagarnir sjálfir sem allra hagsmuna hafa að gæta enda miklir fjár- hagslegir hagsmunir þeirra sem um er að ræða. Flokki fólksins þykir því rétt og eðlilegt að launþegarnir sjálfir taki beinan þátt í starf- semi og stefnumótun lífeyrissjóða með þátt- töku og kosningarétti á ársfundum sjóðanna. Það hefur sýnt sig í umræðu síðustu ára að al- menningur er ekki ánægður með ríkjandi kerfi þar sem almenningi er jafnan ekki tryggð að- koma að rekstri lífeyrissjóða sem hann er þó lögþvingaður til að greiða í. Mikilvægt er því að færa valdið aftur til sjóðfélaga og setja um það skýrar reglur. Flokkur fólksins óskar eftir því að meiri- hluti Alþingis samþykki nýtt lagafrumvarp þar sem m.a. verði kveðið á um að stjórn líf- eyrissjóða boði til félagafunda í samræmi við samþykktir sjóðanna og atkvæðisréttur sjóð- félaga á félagsfundi fari eftir áunnum og fram- reiknuðum iðgjöldum þeirra eftir nánari ákvæðum í samþykktum sjóðanna. Eðlilegt er þó að sjóðfélagi geti veitt öðrum skriflegt um- boð til að fara með atkvæði sitt á félagsfund- um. Við teljum rétt að lögfesta ákvæði sem tryggi að kosning stjórnar sé tekin fyrir á hverju ári. Skýrari hagsmunareglur Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir hags- munaárekstra með skýrari reglum um að stjórnarmenn megi ekki eiga eignarhlut eða stunda viðskipti fyrir eigin reikning í fyrir- tækjum sem lífeyrissjóðurinn á hlut í eða stundar viðskipti við. Jafnframt þarf að tryggja að opinbert eft- irlit sé með hagsmunum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrissjóða svo grípa megi til aðgerða ef kemur til hagsmuna- árekstra. Því er lagt til að í nýju frumvarpi verði Fjármálaeftirlitinu falið að halda skrá um fjárhagslega hagsmuni og trúnaðarstörf stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyr- issjóða. Fjármálaeftirlitinu ber jafnframt að hafa eftirlit með því að þeir hagsmunir og þau trún- aðarstörf myndi ekki hagsmunaárekstra gagn- vart hagsmunum lífeyrissjóðs og sjóðfélaga. Eftir Ingu Sæland » Það er í raun ekkert lengur sem rökstyður það að launagreiðendur eigi sæti í stjórn lífeyrissjóða. Inga Sæland Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Krefjumst umbóta í stjórnum lífeyrissjóðanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.