Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Hinn 12. nóvember 2018 sendiforsætisráðherra Seðlabank- anum bréf eftir að bankinn hafði farið í langa sneypuför gegn Sam- herja vegna meintra brota sem reyndust ekki hafa átt sér stað. For- sætisráðherra óskaði greinargerðar um afstöðu bankans „eigi síðar en föstudaginn 7. desember nk.“ Sá tímafrestur leið og það var ekki fyrr en 21. febrúar sl. sem svar barst.    Hinn 15. mars sl. óskaði for-sætisráðherra svo nánari skýringa á ákveðnum atriðum, meðal annars um meinta „upplýs- ingagjöf starfsmanna Seðlabanka Íslands til Ríkisútvarpsins um fyr- irhugaða húsleit hjá Samherja hf. 27. mars 2012“. Þess var óskað að svar bærist „eigi síðar en 1. apríl nk.“ Seðlabankinn hunsaði þennan frest líkt og hinn og svaraði ekki fyrr en 12. apríl.    Engar skynsamlegar skýringarhafa verið gefnar á því hvers vegna Seðlabankinn hunsar ítrekað rúma tímafresti forsætisráðherra.    Og ekki er víst að forsætisráð-herra þyki bætur í því að fá svör um það að tölvupóstar seðla- bankastjóra og aðstoðarseðla- bankastjóra, sem og skjalakerfi bankans, hafi verið skoðuð og að þar hafi ekki fundist lekinn til Rúv. Datt einhverjum í hug að gögn um lekann lægju fyrir með þeim hætti?    Væri ekki nær að starfsmennbankans greindu frá aðkomu sinni að lekanum? Eða eiga lands- menn að trúa því að Rúv. hafi fyrir tilviljun verið með vélar sínar í gangi við starfsstöðvar Samherja einmitt umræddan dag? Síðbúin furðusvör STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu „Þetta var bara skemmtilegasta til- finning í heimi í þessum opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar – ég gæti ekki valið betri tímasetningu á þessu marki heldur en í fyrsta leik – að sýna hvað ég get,“ segir Logi Tóm- asson, knattspyrnumaður hjá Vík- ingi. Hann vakti talsverða athygli með fallegu marki sem hann skoraði í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar. Þá setti hann boltann milli fótanna á einum leikmanni, síðan öðrum og skaut loks í samskeytin. Margir stóðu á öndinni eftir markið en það tryggði Víkingi þó ekki sigur í leikn- um gegn Val, sem endaði með 3-3 jafntefli. Logi er ekki einungis upptekinn á sviði knattspyrnunnar heldur leggur hann stund á tónsmíði og rapp og hyggst gefa út lag eftir viku ásamt tveimur félögum sínum, sem einnig láta til sín taka á vellinum. Tónlistin flokkast sem hip-hop og gefur Logi hefur þegar gefið út tvö lög undir listamannsnafninu Luigi sem hafa fengið góðar viðtökur á tónlistarveitunni Spotify. „Ég byrjaði í tónlistinni með Ágústi Karli, besta vini mínum, sem hefur verið semja tónlist í þrjú ár. Ég var alltaf uppi í stúdíói að leika mér og síðan ákvað ég að gefa út tvö lög,“ sagði Logi. veronika@mbl.is Logi leikur tveimur skjöldum  Logi Tómasson skoraði fallegt mark á föstudag  Gefur út lag eftir viku Eggert Jóhannesson Mark Logi Tómasson vakti athygli með fallegu marki í leik gegn Val. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Borgaryfirvöld í Reykjavík leggja nú drög að matarmarkaði í Laug- ardalnum sem á að standa yfir í júlí. Matarmarkaðurinn er ein af tillögum sem reykvískir kjósendur samþykktu í hverfiskosningunum „Hverfið mitt“ árið 2018. Reykjavíkurborg barst eitt tilboð um umsjón matarmarkaðarins og borgaryfirvöld tóku það til frekari athugunar í síðustu viku. Tilboðið kom frá Róberti Aroni Magnússyni, stofnanda og forsvarsmanni Reykjavík Street Food. Róbert stóð einnig fyrir BOX-matarmarkaði í Skeifunni í fyrra sumar og skipu- leggur einnig Götubitahátíð sem haldin verður á Miðbakkanum í júlí. Róbert segir að matarmarkaðurinn í Laugardal kunni undir hans um- sjón að verða með svipuðu sniði og markaðurinn í Skeifunni þótt áherslan verði ekki að sama skapi á „götubita“. Áherslan verði á að hafa matarmarkað með „matarstemn- ingu“. Áætlað er að matarmarkaðurinn verði haldinn fyrstu tvær helgarnar í júlí og verði í norðurhluta dalsins, við áhorfendastúkurnar hjá Laug- ardalsvelli. Samkvæmt forsendum samningsins sæi Róbert þá um að nálgast söluaðila sem munu reka bása á markaðnum. „Eins og þessu er stillt upp núna verða kannski tíu söluaðilar,“ segir Róbert. „Þá erum við að tala um að þeir setji þetta upp, einhverjir fimm eða sex aðilar með heitan mat, og svo ætlum við að hafa þetta opinn markað.“ Kostnaðaráætlun Reykjavíkur fyrir markaðinn nemur 11.000.000 krónum. Tilboð Róberts til Reykja- víkur um umsjón matarmarkaðar- ins nam 9.959.000 krónum. Stefnt að matar- markaði í Laugardal  Reykjavíkurborg skoðar tilboð um um- sjón matarmarkaðar Morgunblaðið/Styrmir Kári Matur Róbert segir að stefnt verði að „matarstemningu“ í Laugardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.