Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Tvö vindorku- ver í matsferli  Stórir vindmylluframleiðendur eru meðal eigenda og ráðgjafa veranna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Auglýstar hafa verið tillögur að áætl- unum vegna mats á umhverfisáhrif- um tveggja allt að 130 megavatta vindorkuvera í Dalabyggð og Reyk- hólasveit. Bæði áformin hafa á bak við sig öfluga vindmylluframleiðend- ur, annars vegar Siemens og hins vegar Vestas. Fyrirtækið Storm Orka hyggst reisa og reka vindorkugarð í landi Hróðnýjarstaða við Hvammsfjörð með 80-130 MW af uppsettu afli. Að baki fyrirtækinu standa bræðurnir Magnús og Sigurður Jóhannessynir, eigendur jarðarinnar, og njóta þeir stuðnings vindmylluframleiðandans Siemens Gamesa Renewable Energy og fleiri ráðgjafa. Siglt inn Hvammsfjörð? Gert er ráð fyrir 85 MW vindorku- garði í fyrsta áfanga. Ekki er talið fært að gefa upp endanlegan fjölda vindrafstöðva. Ef notaðar verða vind- myllur sem framleiða tæplega 3,5 MW þarf um 24 myllur til að fram- leiða það afl. Þær eru með 114 metra háum turni, auk spaða þannig að hæsti punktur spaða í efstu stöðu yrði í 180 metra hæð. Hins vegar er bent á það í tillögu að matsáætlun að tækninni í framleiðslu vindrafstöðva fleygi stöðugt fram þannig að búast megi við að þegar kemur að bygg- ingu garðsins dugi 18 myllur til að framleiða 85 MW. Vindmyllurnar eru þungar og erf- iðar í flutningi. Í áætluninni eru nefndir tveir möguleikar. Annars vegar að skipa þeim upp á Grund- artanga og flytja á vegum að Hróð- nýjarstöðum. Hinsvegar að sigla með þær inn Hvammsfjörð og þá þyrfti aðeins að styrkja 2-3 km vegalengd vegar að byggingarstað. Tekið er fram að erfiðleikum kunni að vera bundið að nota síðarnefndu leiðina. Vegur upp Garpsdal EM Orka áformar að reisa allt að 130 MW vindorkugarð í Reykhóla- hreppi í landi Garpsdals við Gilsfjörð. Fyrirtækið er í eigu EMP Holdings sem er í sameiginlegri eigu EMP IN en það er skráð á Írlandi og Vestas sem er einn stærsti vindmyllufram- leiðandi heims. Áformað er að vindmyllurnar verði á Garpsdalsfjalli, hátt yfir sjó. Þarf að styrkja veg sem þangað liggur um Garpsdal, um 6,5 km leið, til að koma vindmyllunum á sinn stað. Gert er ráð fyrir að þeim verði skipað upp á Grundartanga. Til að ná 130 MW afkastagetu þarf allt að 35 vindmyllur og hver þeirra yrði allt að 150 metrar á hæð, að með- töldum spöðum í hæstu stöðu. Bæði fyrirtækin vinna að undir- búningsrannsóknum, meðal annars á vindi. Í tillögum beggja er greint frá því hvernig staðið verður að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna, meðal annars á hljóðvist og ásýnd. Skipulagsstofnun gefur frest til at- hugasemda við tillögu Storms Orku til 2. maí og 8. maí vegna EM Orku. Ingveldur Geirsdóttir, blaðamaður á Morgun- blaðinu, lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut 26. apríl síðastliðinn, 41 árs að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Ingveldur fæddist hinn 19. nóvember 1977 á Sjúkrahúsinu á Sel- fossi. Foreldrar hennar eru þau Geir Ágústsson, fæddur 11.1. 1947, og Margrét Jónína Stef- ánsdóttir, fædd 19.8. 1948. Ingveldur ólst upp á heimili foreldra sinna í Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi, nú Flóa- hreppi. Hún gekk í Barnaskóla Gaul- verja til 13 ára aldurs og fór þaðan í Gagnfræðaskólann á Selfossi. Hún hóf nám við Fjölbrautaskóla Suður- lands árið 1993 en gerði hlé á námi sínu árið 1996 þegar hún fór til Bret- lands sem au-pair. Hún brautskráð- ist af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1997, flutti þá til Reykjavíkur og vann þar ýmis þjón- ustustörf. Árið 1999 hóf hún nám við bændadeild Landbúnaðarháskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan sem bú- fræðingur árið 2001. Sama ár hóf hún nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-próf í bókmenntafræði með þjóð- fræði sem aukagrein árið 2004. Að því loknu lá leið hennar beint í meist- aranám í blaða- og fréttamennsku við HÍ sem hún kláraði árið 2011 þegar hún skilaði meistararitgerð sinni Er landsbyggðin í fréttum? Ingveldur hóf störf hjá Morgun- blaðinu árið 2005 og var blaðamaður fyrir Daglegt líf og menn- ingardeild blaðsins áð- ur en hún hóf störf á fréttadeild. Ingveldur venti kvæði sínu í kross um áramótin 2013 og hóf störf hjá 365 miðlum sem frétta- maður Stöðvar 2 en flutti sig aftur yfir á Morgunblaðið undir lok árs. Þar starfaði hún sem blaðamaður á fréttadeild til loka og sinnti aðallega inn- lendum fréttaskrifum. Auk þess gegndi hún stöðu kvöld- og helg- arfréttastjóra og fréttastjóra blaðs- ins í afleysingum. Ingveldur sat í stjórn Blaða- mannafélags Íslands, fyrst í vara- stjórn árin 2014-2015 og síðan í að- alstjórn árin 2015-2019. Eftir að Ingveldur greindist með krabbamein árið 2014 starfaði hún um tíma með samtökunum Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, og sat meðal annars fyrir á mynd sem notuð var í herferð til vitundarvakningar um ungt fólk og krabbamein. Ingveldur var mikil sveitamann- eskja og nýtti sem flestar stundir til að renna austur fyrir fjall í Flóann til að hjálpa við bústörf í Gerðum og kynna börnum sínum sveita- og dýra- lífið. Hún fór nokkrum sinnum á fjall inn á Flóamannaafrétt og naut sín mikið sem fjallmaður. Síðustu árin náði hún að sinna hestamennskunni af meira kappi, hafði hest á húsi í Reykjavík og fór í hestaferðir. Hún var mikill bókaunnandi, frá barns- aldri las hún hverja bókina á fætur annarri og hafði mikinn áhuga á bók- menntum, tónlist og annarri menn- ingu. Einlægur áhugi hennar á fólki og samfélaginu leiddi hana og studdi í blaðamannastarfinu enda átti hún auðvelt með að kynnast fólki og skapa tengsl. Ingveldur var önnur í röð fjögurra systkina en þau eru 1) Þórdís, fædd 27. janúar 1976, eiginmaður Þórir Jó- hannsson, fæddur 18. ágúst 1972, og eiga þau tvo syni, 2) Stefán, fæddur 30. maí 1981, eiginkona Silja Rún Kjartansdóttir og eiga þau fjórar dætur, 3) Hugrún, fædd 28. nóv- ember 1985, eiginmaður Hörður Sveinsson og eiga þau þrjú börn. Eiginmaður Ingveldar er Kristinn Þór Sigurjónsson, fæddur 23. febr- úar 1972. Börn Ingveldar eru Ásgeir Skarphéðinn Andrason, fæddur 15. mars 2008, Gerður Freyja Kristins- dóttir, fædd 6. apríl 2015, og þrjú stjúpbörn; Steinunn Helga Krist- insdóttir, fædd 2. júní 1991, og á hún einn son Alan Þór Solquist, fæddan 1. september 2016, Sigurjón Þór Krist- insson, fæddur 14. apríl 2004, og Kristín Þórunn Kristinsdóttir, fædd 21. apríl 2005. Samvistir við fjölskyldu og vini voru Ingveldi mikilvægar og skilur hún eftir sig stórt skarð í ástvinahópi. Samstarfsfólk Ingveldar á Morgun- blaðinu sendir fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Ingveldur var öflugur og hugmyndaríkur blaða- maður en umfram allt var hún vel lið- inn samstarfsmaður og vinkona sem verður sárt saknað. »14 Andlát Ingveldur Geirsdóttir Samtök atvinnulífsins og samflot iðnaðarmanna hafa boðað til annars fundar til að freista þess að leysa úr kjaradeilu í Karphúsinu kl. 10 í dag. Samtökin funduðu í gær og að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, miðaði við- ræðunum vel áfram. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður framkvæmdastjórnar Raf- iðnaðarsambandsins, sagði hins veg- ar að hægt hefði gengið og að hugs- anlega mundu iðnaðarmenn grípa til verkfallsaðgerða ef viðræðurnar í dag gengju ekki hraðar fyrir sig. Iðnaðarmennirnir fóru yfir stöðuna í gær til að athuga möguleikann á verkfallsaðgerðum. Í samfloti iðnað- armanna eru Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Grafía, Matvís, Félag hársnyrtisveina og VM sem er félag vélstjóra og málmtæknimanna. Alls eru félagsmenn um 13.000 tals- ins. Iðnaðarmenn og SA funda áfram í dag Farfuglarnir flykkjast nú til landsins og eru for- vitnilegir vorboðar. Margir mættu við Gróttu á Sel- tjarnarnesi á laugardagsmorgun þar sem náttúrufræð- ingarnir Gunnar Þór Hallgrímsson og Tómas Grétar Gunnarsson sögðu frá því sem fyrir augu bar en margir voru með fuglabækur, sjónauka og myndavélar. Eftirminnilegust verður fólki þó vorstemning stund- arinnar og fuglasöngurinn. Gangan er hluti af sam- starfi Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Með fróðleik í fararnesti. Göngurnar hafa unnið sér fastan sess en með þeim er aukið við þekk- ingu ungs fólks, jafnhliða skemmtilegri hreyfingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarið komið yfir sæinn og fuglakvak ómar á Seltjarnarnesi Fylgst með farfuglum við Gróttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.