Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Fji1rfestu Iheilsunni! Meiri hreyfing - Meiri ancEgja Eitt mesta urval landsins af reidhj61um SENDUM HJ6LID HVERT A LAND SEM ER FYRIR KR. 2.49D.- Vi6ger6ir Pantaau tima a netinu - www.orninn.is Verakr. 99.990.- Hentar vel a malbik og stiga Alstell - 24 gfrar, vokva diskabremsur, Li,esanlegur dempari Litur. Black ,1, T�EIC Ve,ve 2 Comfort gotuhj61 sem hentar vel a malbiki6 Alstell - 21 gfr Fj6r5un f sceti Litur. Matte black Vera kr. 84.990.- ,1, T�EIC MARUN 6 Frabaert fjolnota hj61. Alstell - 24 gfrar Vokva diskabremsur Lcesanlegur dempari Litur. Black Verakr. 94.990.- Hj6/ fyrir al/a fjolskylduna ORNINN,,. StofnalJ 1925 FaxafenTB Simi S88 9890 Endursoluac:lilar a landsbyggilinni: Jotunn velar Selfossi, Akureyri og Egilsstoaum - Bike Tours Grindavik Engin mygla fannst í Hlíðaskóla eftir úttekt á skólanum sem gerð var vegna erfiðs raka sem hafði verið nemendum og starfsfólki til ama. Enn er beðið eftir nið- urstöðum svipaðrar úttektar í Ár- túnsskóla. Óttast er að mygla hafi komið þar upp vegna raka og þak- leka. Þá er óttast að lekavandamál kunni að hafa leitt til myglu í Selja- skóla og Hagaskóla. Fossvogsskóla var lokað í síðasta mánuði vegna myglu og raka- skemmda en áætlað er að við- gerðum þar ljúki í haust svo kennsla í skólanum geti haldið áfram á tilsettum tíma. Hlíðaskóli myglulaus  Aðrir skólar bíða eftir niðurstöðum Morgunblaðið/Eggert Leki Fossvogsskóla var lokað í mars vegna myglu. Viðgerðir standa yfir. Fyrir helgina undirrituðu fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum sam- komulag um fyrirhugaða stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fyrir hönd ríkisins skrifaði Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra undir samkomulagið við fulltrúa Reykja- nesbæjar, Grindavíkur, Voga og Suðurnesjabæjar. Viðbyggingin mun hýsa félagsrými nemenda og bæta mjög aðstöðu þeirra. „Það er virkilega ánægjulegt að geta gengið frá þessu sam- komulagi og rúllað þessum bolta af stað. Það er þörf á uppbyggingu við skólann – á þessu svæði hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum og það er mikilvægt að inn- viðirnir okkar geti tekið við þeim sem hér vilja stunda nám – og skólinn boðið þeim góða aðstöðu. Nemendaaðstaðan er oft hjartað í hverjum skóla, ég samgleðst nem- endum og aðstandendum Fjöl- brautaskóla Suðurnesja innilega með þetta góða skref,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneyti hennar. Viðbyggingin sem nú stendur til að reisa verður um 300 fermetara að flatarmáli. – Áætlaður stofn- kostaður er um 123 milljónir kr. og er kostnaðarhlutdeild ríkisins 60%. Skólinn hefur verið í stöðugri uppbyggingu frá stofnun árið 1976, en hann var annar fjöl- brautaskólinn sem byggður var hér á landi. Nemendur við skólann nú eru rúmlega 830, á starfs-, bók- og verknámsbrautum. sbs@mbl.is Samið um stækkun skóla Suðurnes Ráðherrar og fulltrúar sveitarfélaga undirrita samkomulag.  Fjölbrautaskóli Suðurnesja stækkaður  300 fermetrar Í dag hefst sala Kiwanishreyfing- arinnar á Íslandi á K-lykilinum við athöfn á Bessastöðum, þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, kaupir fyrsta gripinn. Dag- ana 3.-5. maí verður mestur kraftur í söfnuninni sem nú er efnt til í 15. skipti. Yfirskriftin er Lykill að lífi. Söfnunarféð hefur ávallt runnið til styrktar geðverndarmálum. Því verður nú varið til Pieta-samtak- anna sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum og Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans. Söfnunin fer fram með beinni sölu K-lykils en einnig er óskað eftir samstarfi við fyrirtæki og félagasamtök. Kiwanismenn selja K-lykil næstu daga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að taka ákvæði um æru- meiðingar úr almennum hegning- arlögum og setja þau í sérlög. Verði frumvarpið samþykkt munu æru- meiðingar því ekki lengur vera refsiverður glæpur á Íslandi. „Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný stofnlög um ærumeið- ingar þar sem mælt verði fyrir um einkaréttarleg úrræði til að bregð- ast við ærumeiðingum,“ stendur í greinargerð með frumvarpinu. Áætlað er að hægt verði að grípa til miskabóta og bóta fyrir fjártjón eft- ir atvikum. Ærumeiðingar úr hegningarlögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.