Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Býflugur Haltu ró þinni í nálægð við geitunga og býflugur. Færðu þig ró- lega frá þeim og forðastu að slá eða sveifla höndum í átt til þeirra. Nú þegar náttúran vaknar afvetrardvala sínum fara skor-dýrin á stjá. Stungur og bit þeirra geta verið óskemmtileg og valdið óþægindum og í sumum til- vikum alvarlegum sjúkdómum. Því er gott að þekkja helstu leiðir til að koma í veg fyrir að verða bitinn eða stunginn. Fá skordýr á Íslandi bera með sér hættulega sjúkdóma en þó er skógarmítill búinn að taka sér ból- festu hér á landi og hann getur borið með sér Lyme-sjúkdóm- inn sem er alvar- legur sjúkdómur. Erlendis er hins vegar meiri hætta á að smitast af alvarlegum sjúkdóm- um með skordýrabiti. Ef ætlunin er að fara til útlanda er því gott að und- irbúa ferðina vel og kynna sér hvort búast má við skordýrabiti á þeim stöðum sem ferðinni er heitið á. Skordýr eru mörg og bíta við ólíkar aðstæður. Mikilvægt er að kynna sér vel hvaða dýr eru líklegust til að bíta þar sem þú ert. Oft þarf að beita mis- munandi aðferðum við ólíkar teg- undir. Þau skordýr sem við þekkjum best hér á landi bíta úti, nema lúsmý- ið, það bítur inni og helst á nóttunni. Það þarf því að koma í veg fyrir að það komist inn og verja sig að nóttu til. Hér eru nokkur ráð sem gagnast í baráttunni gegn skordýrabiti.  Haltu ró þinni í nálægð við geit- unga og býflugur. Færðu þig ró- lega frá þeim og forðastu að slá eða sveifla höndum í átt til þeirra.  Hyldu bera húð með löngum erm- um og síðbuxum.  Vertu í skóm utandyra.  Berðu skordýravörn á bera húð – skordýravörn sem inniheldur 50% DEET (diethyltoluamide) er áhrifaríkust.  Fyrir börn má skordýravörn ekki innihalda meira en 10% af DEET.  Sum skordýr bíta í gegnum þunn föt þar sem þau liggja þétt að lík- amanum. Gott er að spreyja skor- dýrafælu á fötin í þannig tilvikum.  Forðastu að nota ilmsterkar vörur eins og svitalyktareyði og sápur með sterkri lykt sem geta laðað til sín skordýr.  Fylgstu með ferðum geitunga. Ef þú hefur grun um að geitungabú geti leynst í nágrenninu gættu þá sérstakrar varúðar. Bú í görðum og húsum ætti að fjarlægja, sér í lagi þar sem börn leika sér. Best er að fá kunnáttufólk í það verk.  Farðu varlega í kringum blóm og runna í blóma, rusl, polla, rotmassa og útisvæði þar sem matar er neytt þar sem skordýr sækja gjarnan þangað.  Geymdu mat og drykk í lokuðum ílátum utandyra. Geitungar og bý- flugur geta farið ofan í opnar dósir og flöskur.  Lokaðu gluggum á húsum og bíl- um til að varna því að skordýr komist inn.  Þéttriðið flugnanet í glugga getur komið sér vel í baráttunni gegn lúsmýi. Það leitar inn að nóttu til og bítur inni. Ef skordýrin ná samt sem áður að bíta getur þú fundið góð ráð inni á heilsuvera.is eða haft samband við heilsugæsluna þína ef þörf er á. Sárar stungur og skordýrabit Heilsuráð Margrét Héðinsdóttir, vefstjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flygildi Fallegt fiðrildi á sveimi á franskri strönd. Ekkert nema dýrðin ein og ekkert að varast en skordýr geta verið skaðræði sem bíta fólk sárt. Margrét Héðinsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart Geitungabú Margt er að varast. Unnið í samstarfið við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðsins. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR-LAUSU Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lubbi hefur breytt lífi mínu,“segir Elín Ýr Hafdísar-dóttir í Hafnarfirði. Ný-lega afhentu fulltrúar frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnar- skerðingu þremur skjólstæðingum sínum labradorhunda sem fólkið hef- ur sér til halds, trausts og leiðsagnar. Elín er í þessum hópi og rómar hún hundinn. Sjálf er Elín með svonefnt USHER-heilkenni sem kemur út sem heyrnarskerðing. Á síðustu tveimur árum hefur hún svo tapað sjóninni að mestu. Lífið miklu auðveldara „Ég sæki vinnu daglega inn í Reykjavík og þá fylgir Lubbi mér – og eins í ýmsum daglegum snún- ingum mínum,“ segir Elín. „Að fá Lubba var algjör bylting og hefur gert lífið miklu auðveldara. Þá hefur hundurinn verið algjör gleðigjafi í lífi fjölskyldunnar; frábær félagi og vin- ur. Ég á tvo syni sem eru níu og þriggja ára, sá eldri er einhverfur og ná þeir Lubbi sérstaklega vel saman sem er alveg frábært.“ Hundarnir þrír sem komu til landsins október á síðasta ári eru frá ræktunarstöð í Svíþjóð þar sem alinn hefur verið stofn hunda sem hafa hæfileika og getu til að fylgja fólki og vísa því veginn. Á Íslandi eru nú alls átta leiðsöguhundar sem allir hafa verið keyptir af Blindrafélaginu en svo hefur Þjónustu- og þekkingar- miðstöðin miðlað þeim áfram til þeirra sem þurfa. Dregur úr kvíða og þunglyndi Að undanförnu hefur verið efnt til reglulegra æfinga og kennslu- stunda sem miða að því að styrkja samvinnu fólks og hunda. „Rannsóknir sýna að leiðsögu- hundar hafa jákvæð áhrif á notendur sína andlega, félagslega og líkamlega og gefa þeim aukið sjálfstraust í dag- legu lífi. Þessi nána samvera með hundunum dregur sömuleiðis úr kvíða og þunglyndi auk þess sem þeir eru frábær félagsskapur. Samband notenda og leiðsöguhunda verður oft náið,“ segir Björk Arnardóttir, hunda- og iðjuþjálfi, sem leiðir þetta starf. Þann 24. apríl sl. var Alþjóðlegi leiðsöguhundadagurinn haldinn víða um veröld. Sögu leiðsöguhunda má rekja allt til 16 aldar en á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fyrst farið að þjálfa leiðsöguhunda markvisst til að aðstoða hermenn sem höfðu tapað sjón. Saga leiðsöguhunda á Íslandi nær allt aftur til 1957 en alls hafa 14 hundar sinnt þessu mikilvæga hlut- verki á þessum tíma hér heima. Jákvæð þróun Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki og eru notendum sínum mikilvægir og til ýmissa hluta gagnlegir. Þeir aðstoða blinda og sjónskerta við að komast leiðar sinn- ar á öruggan og sjálfstæðan hátt. „Þekking almennings á hlut- verki og umgengi leiðsöguhunda er alltaf að verða betra eftir því sem þeir verða meira áberandi í samfélaginu,“ segir Björk Arnardóttir. Með aukinni þekkingu og jákvæðri upplifun megi vænta þess að fleiri blindir geti nýtt sér dýrin til leiðsagnar, fylgdar og stuðnings í leik og starfi. Lubbi er félagi og vinur Leiðsöguhundum á Íslandi fjölgar. Björg fyrir blinda og sjónskerta sem nú komast leiðar sinnar. Andlegur stuðningur sem hundar veita skal þá ekki vanmetinn. Morgunblaðið /Sigurður Bogi Fylgd Elín Ýr Hafdísardóttir og labradorinn Lubbi á æfingu sl. föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.