Morgunblaðið - 29.04.2019, Page 23

Morgunblaðið - 29.04.2019, Page 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Í klípu „ÉG HEF EKKERT Á MÓTI SAMRUNANUM. MÉR FINNST ÞÚ BARA VERA AÐ VAXA OF HRATT.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT ALLTAF AÐ LÁNA MÉR ÞETTA GAMLA DRASL! HVERS VEGNA KAUPIRÐU EKKI RAFMAGNSKLIPPUR?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga saman dekurdaga. ÉG VEIT HVAR OSTURINN ER ÞÚ ERT AÐALMÚSIN ÞAÐ ER SATT ÞESSI BÓK ER AÐ GERBYLTA LÍFI MÍNU! DÁLEIÐS LA FYRIR BYRJEN DUR bil spannaði rúmlega 50 ár, með fjölmörgum söngferðum um Ísland og til allt að tíu landa erlendis.“ Haustið 2014 gaf Kristján út bók- ina Stökur ljóð og sagnasafn og haustið 2015 kom út bókin Sögur kvæði og kviðlingar. Kristján skrif- aði líka mikið af Æviminningum fyr- ir útgáfu á Skagfirskum æviskrám í ritstjórn Hjalta Pálssonar fyrir tímabil ábúenda 1910-1950. „Ég var einn af stofnendum Hagyrðinga- móta sem árlega voru haldin víða um land og kom einnig fram í fjöl- mörgum hagyrðingaþáttum.“ Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Rósa Helgadóttir, f. 30. ágúst 1943, hús- móðir og fyrrverandi bóndi. Hún á fjögur börn af fyrra hjónabandi. Foreldrar Rósu voru Helgi Aðalsteinsson, f. 14.3. 1922, d. 3.11. 1955, bóndi á Másstöðum í Skíðadal, og Ester Jósavinsdóttir, f. 26.8. 1925, d. 4.10. 2005, húsfreyja á Más- stöðum, síðar á Akureyri. Sonur Kristjáns með Matthildi Egilsdóttur er Kristján Vilmundur, f. 26.4. 1975, járniðnaðarmaður bú- settur á Akureyri, í sambúð með Kristínu Kjartansdóttur, dóttir hans er Unnur Eyrún, f. 21.11. 1999, nemi í Noregi. Systkini Kristjáns: Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 22.8. 1934; Guð- mundur Sigurberg Stefánsson, f. 16.9. 1936, d. 29.11. 1963; Rósa Stef- ánsdóttir, f. 18.9. 1938, d. 10.3. 1991; Indriði Stefánsson, f. 11.1. 1948; Hörður Stefánsson, f. 5.5. 1952, og Margrét Stefánsdóttir, f. 12.4. 1955. Foreldrar Kristjáns voru Stefán Rósantsson, f. í Reykjaseli á Mæli- fellsdal 28.6. 1895, d. 19.5. 1974, og Helga Guðmundsdóttir, f. í Gilkoti (nú Steintúni) 6.4. 1912, d. 19.12. 1985. Kristján Hreinn Stefánsson Sigurlaug Kristjánsdóttir húsfreyja á Gvendarstöðum og Ketu Sveinn Jónsson bóndi á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum og Ketu í Hegranesi, Skag. Sigurbjörg Sveinsdóttir húsmóðir í Gilkoti Helga Guðmundsdóttir húsmóðir og bóndi í Gilhaga Guðmundur Þorvaldsson bóndi í Gilkoti á Neðribyggð, Skag. Helga Jónsdóttir húsfreyja í Stapa Þorvaldur Kristjánsson bóndi í Stapa í Tungusveit, Skag. Jóhanna Þorkelsdóttir húsfreyja á Geirmundarhóli og víðar í Skagafirði Guðmundur Stefánsson bóndi á Geirmundarhóli í Hrolleifsdal og víðar í Skagafirði Stefanía Guðmundsdóttir húsmóðir í Ölduhrygg Rósant Pálsson bóndi síðast í Ölduhrygg í Svartárdal, Skag. Rósa Jónasdóttir húsfreyja Kolgrímastöðum Páll Pálsson bóndi á Kolgrímastöðum í Eyjafjarðarsveit Úr frændgarði Kristjáns Stefánssonar frá Gilhaga Stefán Rósantsson bóndi í Gilhaga Í Vísnahorni 20. apríl urðu línu-brengl í skýringarvísu Guð- mundar Arnfinnssonar á laug- ardagsgátunni og er beðist velvirðingar á því. Þannig er gátan: Á Bergþórshvoli logi lék. Löngum brann í eldi sprek. Heiti þetta halur ber. Hárbeitt líka vopnið er. Rétt er svarvísa Guðmundar svona: Forðum Hvoll í brandi brann. Brandur er sprek, sem loga nærir. Áðan bóndann Brand ég fann. Brandur er sverð, sem ýta særir. Á sumardaginn fyrsta orti Guð- mundur: Sumarkveðju senda vil sólskinsbörnum öllum. Lifið heil við ljós og yl, linni veðrasköllum. Sólin gyllir grund og móa, gleði fyllir huga minn, sönginn hyllir heiðalóa, hörpu stillir vorblærinn. Ég hringdi í Friðrik Stein- grímsson í Mývatnssveit, spurði frétta og óskaði honum gleðilegs sumars. Hann svaraði að bragði: Ég viðurkenni vísnaskort að vanda þótt ég striti. Hef ég nánast ekkert ort og allra síst af viti. Nokkrum mínútum síðar hringdi síminn. Það var Friðrik og sagði: „Þú kveiktir í mér“: Sól á himni skærust skín, skýin fjarri gista, svona heilsar sveitin mín á sumardaginn fyrsta. Á miðvikudaginn skrifaði Pétur Stefánsson á Leir: Lífið skánar, léttast brár, loksins vor ég eygi. Hægur vindur, himinn grár á hinsta vetrardegi. Og Ólafur Stefánsson svaraði: Hinsti dagur hverfur eins og hélogs- reykur. Siglir Pétur sæll á sæinn, segir bless og þakkar daginn. Sigmundur Benediktsson segir að íslensk tunga nærist á hag- mælskunni: Rjóða skjáinn raddir slyngar, ríma óð með geði fínu, heilsa sumri hagyrðingar, hugur fylgir hverri línu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af vísnaskorti og sumarkveðjur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.