Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Dominos-deild kvenna Þriðji úrslitaleikur: Valur – Keflavík.................................... 87:64  Valur vann, 3:0, og er Íslandsmeistari. Spánn Gipuzkoa – Obradoiro ....................... 85:72  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig og tók 1 frákast á 8 mínútum fyrir Obradoiro. Úrslit um sæti í A-deild: Celta Zorka – Leganés........................ 74:77  Hildur Björg Kjartansdóttir tók 7 frá- köst á 13 mínútum fyrir Celta Zorka. Celta Zorka – Campus Promete ........ 54:85  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 4 stig og tók 2 fráköst fyrir Celta Zorka sem með tapinu missti af sæti í efstu deild. Frakkland Chalon/Saone – Nanterre ................. 94:97  Haukur Helgi Pálsson skoraði 21 stig fyrir Nanterre, tók 3 fráköst og gaf 2 stoð- sendingar á 32 mínútum fyrir Nanterre. B-deild: Chartres – Evreux .............................. 72:92  Frank Aron Booker skoraði 18 stig, tók 1 frákast og gaf 2 stoðs. fyrir Evreux. Austurríki Flyers Wels – Swans Gmunden ......... 85:80  Dagur Kár Jónsson skoraði 14 stig, tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu fyrir Wels. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Toronto – Philadelphia ...................... 108:95  Staðan er 1:0 fyrir Toronto. Milwaukee – Boston ........................... 90:112  Staðan er 1:0 fyrir Boston. Vesturdeild, 8-liða úrslit: LA Clippers – Golden State ............ 110:129  Golden State vann einvígið, 4:2. Denver – San Antonio .......................... 90:86  Denver vann einvígið 4:3. Vesturdeild, undanúrslit: Golden State – Houston................... 104:100  Staðan er 1:0 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI Danmörk Umspilsriðill um sæti í efstu deild: Kolding – Ribe-Esbjerg ...................... 24:29  Ólafur Gústafsson var ekki á meðal markaskorara Kolding.  Rúnar Kárason skoraði 8 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 2. Úrslitaleikur um sæti í efstu deild: Ajax – Bjerringbro.............................. 30:27  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Ajax. EHF-bikar karla 8-liða úrslit, seinni leikur: Füchse Berlín – H-Burgdorf.............. 30:28  Bjarki Már Elísson skoraði 0 mörk fyrir Füchse sem vann 64:54 samanlagt. Tatabánya – Tvis Holstebro .............. 26:23  Vignir Svavarsson er meiddur en lið hans Holstebro vann, 52:50 samanlagt.  Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valur er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í sautjánda sinn eftir 25:21-sigur liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum Ís- landsmótsins á Hlíðarenda í gær. Valur vann viðureignina 3:0 en liðið hafði áður tryggt sér bikarmeist- aratitil og deildarmeistaratitil, og Valsliðið vann því þrefalt í ár. Valsonur mættu gríðarlega öflug- ar til leiks í gær og það var ljóst frá fyrstu mínútu að liðið ætlaði sér ekki að fara í fjórða leikinn gegn Fram í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn. Valskonur leiddu með sex mörkum í hálfleik, 15:9, en Framliðið neitaði að gefast upp og tókst að jafna metin í 16:16 þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Staðan var 21:21 þegar fimm mín- útur voru til leiksloka en þá gekk allt upp í sóknarleik Vals á meðan Íris Björk Símonardóttir lokaði búrinu í marki Vals og Hlíð- arendaliðið fagnaði fjögurra marka sigri í leikslok. Valsarar duglegir að ógna Sóknarleikur Valsliðsins var ákveðinn hausverkur í upphafi tímabilsins en hann hefur fallið eins og flís við rass á undanförnum vik- um. Allir leikmenn liðsins voru ákveðnir og óragir við að keyra á vörn Framara í gær og þær upp- skáru eins og þær sáðu. Þá var varnarleikur liðsins afar öflugur sem fyrr, með þær Önnu Úrsúlu Guðmundsóttur og Gerði Ar- inbjarnar fremstar í flokki. Íris Björk Símonardóttir lokaði mark- inu og varði 16 skot, þar af þrjú vítaköst. Valsliðið skoraði auðveld mörk í gær og þar sem allir leik- menn liðsins voru ákveðin ógn í sóknarleiknum gekk Framliðinu illa að stoppa þær. Framarar mættu illa stemmdar til leiks og eftir að Íris Björk Sím- onardóttir varði vel frá þeim á fyrstu mínútum leiksins virtist allur vindur vera úr liðinu. Það segir mikið um spilamennsku Framliðs- ins í gær að þær leiddu aðeins einu sinni í leiknum, á annarri mínútu, í stöðunni 2:1. Þær sýndu hins vegar ákveðinn karakter í seinni hálfleik þegar þær komu til baka eftir að hafa verið sex mörkum undir en þrátt fyrir að ná að jafna leikinn tókst þeim aldrei að komast yfir aftur. Leikmenn liðsins fóru illa með nokkur dauðafæri og undirrit- aður fékk það á tilfinninguna að þær væru skíthræddar við Írisi Björk í marki Vals. Annar leikurinn áfall Það má leiða líkur að því að ann- ar leikur liðanna í Safamýrinni hafi setið í Frömurum. Framkonur leiddu þar með tveimur mörkum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Valur fagnaði sigri eftir framlengingu og áfallið mikið fyrir Framarar. Það var ákveðið vonleysi í leik Framara, framan af í gær, og það var eins og leikmenn liðsins væru búnir að missa trú á verkefn- inu þegar flautað var til leiks í gær. Valskonum tókst ekki að vinna Fram í deildarkeppninni í vetur en enduðu, þrátt fyrir það, uppi sem deildarmeistarar. Valsliðið er vel að sigrinum komið og er, eins og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, benti blaðamanni réttilega á, besta handknattleiks lið landsins í dag. Sautjándi hjá Val  Íris Björk Símonardóttir lokaði markinu  Framarar vonleysið uppmálað Morgunblaðið/Árni Sæberg Bestar Valskonur stigu sigurdans á Hlíðarenda eftir að hafa fullkomnað þrennuna með öruggum sigri á Fram. Origo-höllin, þriðji úrslitaleikur kvenna, sunnudag 28. apríl 2019.. Gangur leiksins: 3:2, 7:4, 10:7, 10:7, 12:8, 15:9, 16:13, 16:16, 18:17, 20:19, 22:21, 25:21. Mörk Vals: Lovísa Thompson 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 4/3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Alina Molkova 2, Ás- dís Þóra Ágústsdóttir 2/2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2. Varin: Íris Björk Símonardóttir 16/3. Valur – Fram 25:21 Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7/3, Karen Knútsdóttir 7, Unnur Óm- arsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1. Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 11/2. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 749.  Valur vann einvígið 3:0 og er Ís- landsmeistari. Íslensk kraftlyftingakona, sleggjukastari og skauta- kona voru í metgír um helgina. Sóley Margrét Jóns- dóttir, 17 ára Akureyringur, setti heimsmet þegar hún varð Evrópumeistari í +84 kg flokki í kraftlyftingum á EM í Tékklandi. Sóley setti heimsmetið í hnébeygju þegar hún lyfti 265,5 kílóum. Hún lyfti 200 kg í rétt- stöðulyftu og 155 kg í bekkpressu, eða samanlagt 620,5 kg. Hún hjó nærri heimsmeti í samanlagðri þyngd. Hilmar Örn Jónsson úr FH bætti 11 ára gamalt Ís- landsmet Bergs Inga Péturssonar í sleggjukasti með 75,26 metra kasti á móti í Bandaríkjunum, þar sem hann stundar nám og keppir fyrir háskólann í Virginíu. Hilmar hafði áð- ur best kastað 73,13 en það var fyrir rúmri viku. Met Bergs Inga var 74,48 metrar svo Hilmar bætti það um 78 sentimetra. Aldís Kara Bergsdóttir, úr Skautafélagi Akureyrar, bætti Íslandsmet sitt þegar hún fékk 118,81 stig í listdansi á skautum á Vormóti Skauta- sambands Íslands og fagnaði sigri í unglingaflokki. Ný heimsmet og Íslandsmet Hilmar Örn Jónsson Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Þrjár gerðir: þunnar, með sólarvörn og myrkvunar. Henta mjög vel í skáglugga og þakglugga. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.