Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Geta ljóð á vef veitt sömu lestrar- upplifun og þau sem birtast í bók? „Já,“ svarar Anton Helgi Jónsson, ljóðskáld og rithöfundur, þegar hann að gefnu tilefni er spurður. Á al- þjóðadegi ljóðsins 21. mars síðastlið- inn setti hann í loftið endurbætta út- gáfu af vefsíðunni anton.is þar sem öll hans ljóð eru samankomin; heild- arljóðasafnið. Og meira til. Auk þeirra sem birst hafa í bókum og tímaritum eru þar ljóð sem hvergi hafa sést áður, til dæmis þau fyrstu sem hann orti á unglingsárum og lausavísur og tækifæriskvæði frá ólíkum tímum. „Hvað mig áhrærir að minnsta kosti,“ heldur hann áfram. „Ég les mjög mikið, bæði prentaðar bækur og á tölvuskjá. Eftir að ég eignaðist Kindle-lesbretti fyrir nokkrum árum fór ég í alveg nýjan lestrargír. Ég er orðinn svolítið eins og unglingur hvað það varðar að kjósa frekar les- bretti en bók ef því væri að skipta. Margir eru mjög fastheldnir á prent- uðu bókina, en unga fólkið er vanara að lesa af skjá en pappír. Í sumum grunnskólum er varla notast við kennslubækur lengur, bara spjald- tölvur, og allt efni sótt af netinu og prentað út eftir þörfum. Ljóðin þurfa að ná til kynslóðarinnar sem nú er að vaxa úr grasi.“ Alþýðlegur gáski og bók- menntalegur þungi Á vefsíðunni eru ljóð sett saman í alls konar syrpur og einnig látin í myndrænt samhengi „sem ber keim af óskólaðri sköpunargleði“, eins og þar stendur. Með vefnum og fram- setningu á honum segist Anton Helgi vilja reyna að fanga andann sem ríki í ljóðaheimi sínum sem skálds og einkennist frekar af alþýð- legum gáska en listrænni sýn og bókmenntalegum þunga. „Fyrir margt löngu, þegar ég byrjaði að birta ljóð og annan skáld- skap á samfélagsmiðlum, náði ég skyndilega til fólks sem hefði ábyggilega aldrei látið sér detta í hug að kaupa ljóðabók. Sumir komu beinlínis til mín og þökkuðu mér fyr- ir, játuðu um leið að þeir læsu aldrei ljóð, en mikið hefði þó verið gaman að lesa ljóðin mín. Reyndar gleym- um við því oft að birtingarmyndir ljóða eru margvíslegar og fólk er ómeðvitað sífellt að meðtaka ljóð í umhverfinu án þess að lesa þau endi- lega í bók. Ljóð eru sungin með tón- list og flutt víðsvegar með einum eða öðrum hætti. Einungis þröngur hóp- ur nær sér í ljóðabækur á bókasafni eða -búð. Þótt mörgum spurningum sé vissulega ósvarað um vefsíður sem vænlegan farveg fyrir ljóð finnst mér að fleiri höfundar ættu að fara þessa leið, sem einnig er góð fyrir þá sjálfa til að halda verkunum til haga á einum aðgengilegum stað.“ Antoni Helga finnst eðlilegt að ýmsar spurningar vakni þegar stöðu hinnar hefðbundnu ljóðabókar ber á góma. Á hún undir högg að sækja? Telst birting ljóða og ljóðasafna á vefsíðu marktæk útgáfa sem verð- skuldar umfjöllun líkt og í prent- uðum bókum? Hentar vefurinn sum- um ljóðum en öðrum ekki? Hann telur að tíminn leiði svörin í ljós og er sjálfur á því að pláss sé fyrir hvort tveggja; ljóðabækur og ljóðavefsíð- ur. Hvorki auðgast né tapað Spurður hvort ljóðskáldin yrðu af tekjum ef vefsíður kæmu í stað bóka segir hann að meirihluti ljóðabóka sem gefnar séu út á Íslandi gefi lítið af sér. Örfá skáld fái kannski ein- hverja smápeninga fyrir. Sjálfur hefur Anton Helgi hvorki auðgast né tapað á ljóðabókum sín- um, tíu talsins, sem komu út á ár- unum 1974 til 2015. Auk þess að yrkja ljóð hefur hann sent frá sér skáldsögu, nokkrar smásögur, skrif- að allmörg sviðs- og útvarpsleikrit og þýtt önnur. Af verðlaunum og viðurkenningum má nefna að hann hefur tvisvar hampað Ljóðstaf Jóns úr Vör, 2009 og 2014. Þessar upplýs- ingar og fleiri um skáldið má lesa á vefsíðunni anton.is. Einnig að hann hafi numið heimspeki og bók- menntafræði við Stokkhólmshá- skóla. „Ég hef starfað við eitt og annað um dagana, til dæmis var ég sviðs- maður hjá Leikfélagi Reykjavíkur í nokkur ár, vann lengi við auglýs- ingagerð og almannatengsl og rak um skeið fyrirtæki á því sviði. Und- anfarið hef ég verið lausamaður í alls konar harki með því að stunda rit- störf; þýðingar, ritstjórn og fleira.“ Anton Helgi viðurkennir að hafa sjálfur ekki átt hugmyndina að vef- síðunni, heldur ungur kollegi hans í auglýsingabransanum um aldamót- in. „Hann sagði einfaldlega að ég yrði að hafa vefsíðu ef ég ætlaði að verða skáld. Slíkt hafði aldrei hvarfl- að að mér, en ábendingin varð til þess að ég tryggði mér lén, þótt að- eins séu tvö ár síðan ég ákvað að fara alla leið og hóf að vinna að síðunni af einhverri alvöru.“ Samtal bókar og vefs Við blasir að vefsíða er meira lif- andi en bók að því leyti að hægt er að breyta, bæta og laga, setja inn hljóð- skrár, myndbönd og þar fram eftir götunum. „Helga Óskarsdóttir, myndlistarkona og vefritstjóri, ann- aðist innviðina og síðan mótuðum við útlitið í sameiningu. Ég er búinn að setja inn þrjár hljóðskrár og mynd- band, en hef þegar fengið beiðnir frá vinum mínum úti í heimi – sem er svosem ekki mjög stór hópur – um að setja inn fleiri. Mér finnst skemmtilegt að geta gert ljóðin mín aðgengileg fyrir aðra og um leið að eiga með sama hætti aðgengi að ljóð- um annarra skálda á öllum aldri, sem að vísu eru ennþá aðallega bara bresk og bandarísk. Norræn skáld hafa ekki tileinkað sér í sama mæli útgáfu af þessu tagi.“ Að mati Antons Helga er hvergi nærri nóg af íslenskri ljóðlist og bók- menntum á netinu. Hann saknar þess að geta ekki í einum hvelli flett upp á öllum atómskáldunum okkar, svo eitthvað sé nefnt. „Það þarf að auka samtal milli bókarinnar og vefsins og nýta á fjölbreyttari hátt en gert er. Mér fannst til fyr- irmyndar í haust þegar Forlagið gaf út ítarefni á vefnum samhliða útgáfu bókarinnar Skúla fógeta eftir Þór- unni Jörlu Valdimarsdóttur.“ „Óttalegar tiktúrur“ Til marks um mátt rafrænnar út- gáfu lætur Anton Helgi þess til gam- ans getið að eitt af hans mest lesnu ljóðum sé „Kvíðasöngur að hausti“, að minnsta kosti fékk ljóðið ótal „like“ þegar hann smellti því á face- book um það leyti sem jarðskjálfta- hrinan í Bárðarbungu stóð sem hæst fyrir nokkrum árum. „Í ljóðinu speglast öðruvísi viðbrögð við veru- leikanum. Stundum getur maður ekkert sagt nema bulla eitthvað í þessu formi, létta á sér eða syngja.“ Anton Helgi segir að félögum hans í skáldakreðsum hafi þótt mis- mikið til stofnunar ljóðavefsíðu hans koma. „Þeir skiptust alveg í tvö horn, sumir voru mjög hrifnir en öðrum fannst framtakið óttalegar tiktúrur hjá mér. Sjálfur er ég ánægður og finnst síðan hafa heppn- ast mjög vel. Bæði er fljótlegt að fletta upp í henni og myndræna út- færslan er með ágætum.“ Ekki aðeins er ljóðavefsíðan sem slík nýbreytni heldur líka hvernig ljóðin eru sett fram. Skjáborðaljóðin, 40 talsins, eru gott dæmi, en þau eru um leið leikur með letur, sem situr í alls konar útfærslum á táknrænni grunnmynd; teikningu eða ljósmynd – og vekur fyrir vikið trúlega önnur hughrif en ef ljóðið stæði eitt og sér. „Skjáborðsljóðin eru hugsuð til að hlaða niður og hafa sem skjámynd. Megnið af þessu hef ég verið að föndra við sjálfur, en svo hef ég líka kvabbað í vinum mínum sem eru grafískir hönnuðir. Hugsunin að baki er kannski ekki ólík þeirri hug- mynd sem ég fékk þegar ég var yngri, að prenta ljóð á póstkort til þess að þau mættu fara sem víðast. Augljóslega væri ekki mikið vit í því núna.“ Það sem liggur í loftinu Þótt hvor miðillinn um sig, ljóða- bókin og ljóðavefurinn, hafi sína sér- stöðu og líka takmarkanir segir Ant- on Helgi vefinn augljóslega hafa það framyfir að bjóða upp á auðveldara aðgengi fyrir fleiri. Mörgum finnist hins vegar fátt jafnast á við þá til- finningu að lesa ljóð í bók. Raunar kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að áhugi á ljóðum og ljóðlist sé á undanhaldi. Þvert á móti. Það liggur eitthvað í loftinu, segir hann. „Í löndunum í kringum okkur fylla ungskáldin stóra sali með áhuga- sömu fólki sem vill hlusta á ljóð. Sums staðar njóta þau gífurlegra vinsælda eftir að hafa birt ljóð sín á netinu og gefið síðan út í bókum, sem seljast í bílförmum. Til marks um áhugann hér á landi eru ljóða- upplestrar sem efnt er til nánast í hverri viku einhvers staðar á höf- uðborgarsvæðinu.“ Anton Helgi telur að aukinn áhuga megi rekja til þess að ljóð- skáld nútímans yrki um ýmislegt í samfélaginu, sem hreyfir við fólki og skiptir það máli. „Þau leyfa sér að nota ljóðið til að tjá sig um hvaðeina sem liggur þeim á hjarta,“ segir hann. Svo vita ungskáldin mörg hver líka hvernig best er að miðla sínum verkum. Morgunblaðið/Hari Skáldið Með vefsíðunni segist Anton Helgi reyna að fanga andann sem ríkir í ljóðaheimi hans sem skálds. Ljóð handa nýrri kynslóð?  Verða ljóðabækur vefsíður í framtíðinni?  Hentar vefurinn sumum ljóðum en öðrum ekki?  Ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson hefur sett í loftið myndræna vefsíðu með heildarljóðasafni sínu Leikur að ljóðum Skjáborðsljóð eru dæmi um nýstárlega framsetningu ljóðanna. Leikur með letur í ýmsum útfærslum á ljósmynd eða teikningu vekur önnur hughrif en ef ljóðið stæði eitt og sér. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.