Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 22
22 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 60 ára Ingveldur fæddist á Siglufirði, ólst upp í Hafnarfirði og býr á Seltjarnarnesi. Hún er lögfræðingur að mennt og er lands- réttardómari. Maki: Ársæll Friðriks- son, f. 1953, íslenskukennari í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Börn: Friðrik, f. 1982, og Eiríkur, f. 1992. Barnabörn: Benedikt, f. 2011, Inga Þóra, f. 2015, og Hera , f. 2018. Foreldrar: Einar Ingimundarson, f. 1917, d. 1996, alþingismaður og síðast sýslu- maður og bæjarfógeti í Hafnarfirði, og Erla Axelsdóttir, f. 1924, d. 1985, hús- móðir og skrifstofumaður. Ingveldur Einarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Annríkið verður mikið næstu sex vikurnar. Farðu eftir hugboði þínu varð- andi vinnuna. Allt hefur sinn tíma. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta ætti að verða góður dagur. Ekki vera píslarvottur, þú getur ekki hjálp- að öðrum nema þú hjálpir sjálfum/sjálfri þér fyrst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur báða fæturna á jörðinni og vilt framkvæma hlutina að vel hugsuðu máli. Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist í. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu ekki að byrgja hlutina inni, heldur ræddu málin við þann/þá sem þú treystir. Þér hættir til að ofhugsa hlutina, reyndu að slaka á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Álit annarra á gjörðum þínum skiptir engu máli því þú veist að þú ert að gera rétt. Reyndu að halda dampi þótt það reyni á þolrifin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Litlu kraftaverkin halda áfram að gerast. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvarðanir sem kunna að varða fjár- málin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafðu í huga að þú getur ekki byggt sjálfsmynd þína á skoðunum annarra, sama hversu mikla virðingu þú berð fyrir þeim. Litlu hlutirnir gleðja oft mest, bros, hrós eða klapp á bakið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er mannlegt eðli að leita að göllum hjá öðrum til að líða betur með sjálfan sig. Ekki draga lappirnar þegar öðr- um liggur á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að sýna umburð- arlyndi þótt einhver komi illa fram við þig, þó ekki um of. Allur er varinn góður þegar gylliboð detta inn um lúguna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér er gefið að taka eftir hlut- um sem fara fram hjá öðrum. Þú svífur um á bleiku skýi og getur ekki hugsað þér að koma niður af því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við að áhyggjur af fjármálunum og ábyrgð þinni gagnvart öðrum hellist yfir þig í dag. Njóttu sam- vista við gott fólk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag. Láttu ekki telja þér hughvarf, heldur haltu þínu striki af festu. inga. „Við hjónin höfum ferðast töluvert um landið á húsbílum sem ég hef gert upp. En úr slíkum störf- um fór fljótt að draga og sneri ég mér nær eingöngu að uppstoppun dýra og fugla. Það áhugamál mitt átti í fyrstu að vera til skemmtunar ey og Grímsey á Steingrímsfirði. Hjónin fluttu til Akureyrar 2008 þar sem Kristján stundaði bíla- og vélaviðgerðir sem og smíðar hvers- konar, var þá búinn að innrétta marga húsbíla, bíla af eldri gerð sem höfðu verið hafðir til fólksflutn- K ristján Stefánsson fæddist 29. apríl 1944 í Gilhaga í Neðribyggð í Skagafirði. „Ég ólst upp við hin algengu sveitastörf, en bústofninn var þá sauðfé og hross, sem og kýr til heimilisnota, en mjólkursala hófst ekki fyrr en ég var fullvaxinn. Skólaganga mín hófst er ég var tíu ára, kennsla var þá hafin í hálf- byggðum Steinsstaðaskóla. Ég átti þá strax auðvelt með nám og var færður upp um deild. Fulln- aðarprófi lauk ég aðeins 12 ára frá Steinsstaðaskóla vorið 1957.“ Haustið 1965 fór Kristján til náms í Bændaskólann á Hvanneyri og tók meðfram því minnapróf bifreið- arstjóra 1966. Hann lauk búfræði- prófi 1967 með 1. einkunn 8,92, sem var hæsta einkunn í skólanum það vorið. Kristján hlaut vinnuvélarétt- indi 1970, fyrir jarðýtur, drátt- arvélar og minni jarðvinnslutæki, lauk prófi frá Iðnskólanum á Ak- ureyri 1973 og sveinsprófi í rafsuðu 1974. Meirapróf bifreiðarstjóra og rútupróf 1973, vélstjórapróf 1. stigs frá Verkmenntaskólanum á Sauð- árkróki vorið 2008, og skip- stjóraréttindi smábáta með farþega sumarið 2008. Kristján hóf að stunda rjúpna- veiðar fyrir fermingu og fór síðan í grenjavinnslu og stundaði hana í rúmlega 20 ár. Sumarið 1967 réð hann sig á jarðýtu hjá Ræktunar- sambandi Austur-Héraðs og vet- urinn eftir Hvanneyrardvölina kenndi hann almenn fög við ung- lingadeild Steinsstaðaskóla. „Síðar eftir að ég var fluttur í Varmahlíð kenndi ég aftur og nú handavinnu tvo vetur við Steinsstaðaskóla.“ Kristján hóf 1971 vinnu við Slipp- stöðina á Akureyri, var þar á vet- urna og á sumrin hjá Ræktunar- sambandi Skagafjarðar. Sauðfjárbú hafði Kristján alltaf átt og verið í sambýli við móður sína á Gilhaga en árið 1988 ákvað Kristján að hætta búskap og flytja ásamt konu sinni í Varmahlíð. Næstu þrjú árin vann hann við byggingu Blönduvirkjunar. Á Varmahlíðarárunum smíðaði hann bát og fór að stunda eggjatöku og lundaveiði vor og sumur í Drang- en varð fljótt að mikilli starfsemi þar sem verkefnin bárust mér til þess hvaðanæva af landinu, en kindahausarnir eru orðnir nokkur hundruð talsins.“ Kristján er tónlistarmaður og hefur samið lög og ljóð og gefið út. „Fljótlega var mér gefin harmonika, ég náði strax tökum á henni, og var ekki nema tíu ára þegar ég spilaði fyrst fyrir dansi á kvenfélags- samkomu í Steinsstaðaskóla.“ Árið 1995 gaf Kristján út geisladiskinn Mitt hjartans mál og ári síðar kom út diskurinn Minningamál og þá kom líka út Söngbók Kristjáns frá Gilhaga með nótum að flestum þess- ara laga. „Útsetti ég þau fyrir fjöl- breyttan söng, fyrir einsöng, karla- kór og blandaðan kór, píanó- undirleikur líka víðast með. Eftir þá kynningu sem ég fékk með þessari útgáfu réð ég mig sem tónlistar- mann og skemmtanastjóra hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn til utanfarar með eldri borgara til Benidorm. Veturinn 1962 byrjaði ég að syngja með Karlakórnum Heimi, það tíma- Kristján Stefánsson frá Gilhaga, tónlistarmaður og uppstoppari – 75 ára Á vinnustofu sinni Kristján stoppar upp dýr og fugla og var þessi hrútur sendur til Bandaríkjanna. Fjölbreytt störf og listsköpun Skemmtikrafturinn Kristján þenur nikkuna á Bryggjuhátíð Drangnesinga. 50 ára Sigrún er Reykvíkingur og ólst upp í Álfheimum. Hún er leikskólakennari frá Fósturskólanum 1992 og kláraði B.ed. í leik- skólafræðum frá Há- skóla Íslands 2018. Hún er leikskólasérkennari í Sunnufold- Loga í Grafarvogi. Maki: Sigurjón Bragason, f. 1959, starfs- maður í BYKO. Börn: Vilborg Vala, f. 1995, og Eva Hrund, f. 1997. Foreldrar: Einar Sverrisson, f. 1928, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, bú- settur í Reykjavík, og Vilborg Þorgeirs- dóttir, f. 1929, d. 2017, kennari í Lang- holtsskóla. Sigrún Unnur Einarsdóttir Til hamingju með daginn Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is Loftpressur af öllum stærðum og gerðum SKRÚFUPRESSUR Mikð úrval af aukahlutum Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.