Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstaðan í nýja fjósinu er góð. Nú ætti sú tíð að vera liðin að bændur séu, eins og oft hefur gerst, hreinlega útslitnir menn upp úr fimmtugu og þurfi að bregða búi af þeim sökum. Vinnan er orðin þægileg og í þessu húsi fer vel um gripina,“ segir Þór- arinn Þorfinnsson, bóndi á Spóa- stöðum í Biskupstungum. Þar standa Þórarinn og Ingvi bróðir hans að stórbúi og voru á laugardaginn með opið hús í nýja fjósinu sem þeir hafa byggt. Þurfa meiri kvóta Alls mættu á svæðið um 800 manns, bændur og búalið af Suður- landi og auðvitað margir fleiri. Sýndi fólk búskapnum sem og byggingunni mikinn áhuga, enda er þetta eitt af stærri og mest tæknivæddu fjósum landsins. Athygli vakti meðal annars gjafakerfi, þar sem hey og fóður rúll- ar á færibandi til gripa og er þá áður forritað hvað skuli sett á hvern stað í fjósinu. Fjósið var tekið í notkun 22. jan- úar síðastliðinn og tekur alls um 120 mjólkurkýr, auk þess sem í stíum er pláss fyrir kálfa, kvígur og annan bú- pening. Í dag eru 80 kýr í fjósinu og verður fjölgað eftir því sem auknar framleiðsluheimildir fást. „Við erum í dag með um 460 þús- und lítra kvóta og satt að segja hefur ekki verið mikið svigrúm til aukn- ingar,“ segir Þórarinn. „Þróunin er samt sú að litlu búin eru að detta út og þau sem áfram eru í rekstri verða stærri. Við ættum því að geta aukið við okkur á næstu árum, sem er nauðsynlegt svo þessi fjárfesting beri sig.“ Nytin er góð Jarðvinna vegna byggingar Spóastaðafjóssins hófst í mars á síð- asta ári. Þann 12. júní var svo byrjað að slá upp fyrir sökklum og gólfplötu – og á þeim grunni var reist mikið stálgrindarhús frá fyrirtækinu Landstólpa. Í fjósinu sjálfu eru svo tölvustýrð gjafakerfi og mjalta- róbótar, sem kýrnar ganga í eftir því sem þörfin kallar, tvisvar til fjórum sinnum á dag. Er nytin á hverja kú gjarnan í kringum 20 kíló á dag – og getur með réttri fóðurgjöf orðið meiri eins og bændurnir á Spóastöðum stefna að. Heildarkostnaður um 200 milljónir króna Bræðurnir Ingvi og Þórarinn – með Hildi Maríu Hilmarsdóttur konu Þórarins – standa að búrekstr- inum undir merkjum einkahluta- félagsins Spóastaðir ehf. „Við erum hér á föðurleifð okkar og vildum stækka búið. Gamla fjósið hafði í tímans rás verið stækkað á alla enda og kanta svo ekki varð meira gert. Því var ekki annað í stöð- unni en byggja nýtt og við erum ánægðir með útkomuna, enda höfð- um við legið lengi yfir þessu dæmi og úthugsað hvert atriði. Þar var vinnu- hagræði aðalatriðið; þó gripum fjölgi er aðstaðan og tæknin þannig að vinnan eykst lítið,“ segir Þórarinn um fjósið nýja – en heildarkostnaður við framkvæmdir er um 200 milljónir króna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Spóastaðafólk Frá vinstri: bræðurnir Ingvi og Þórarinn Þorfinnsson, þá Hildur María Hilmarsdóttir kona Þórarins og fremst dóttirin Vigdís Fjóla. Spóastaðafjósið vekur athygli  Blómstrandi bú í Biskupstungum Kýr Nú eru um 80 kýr í nýja fjósinu. Stórhýsi Fjósið nýja er mikil bygging og alls komu um 800 manns að Spóa- stöðum til að skoða glæsilega aðstöðuna og kynna sér búskapinn á bænum. „Brunnurinn er meðal elstu minja sem finnast í þessum bæ, sem ekki á sér langa sögu. Öllu svona er nauð- ynlegt að halda til haga,“ segir Sigfús Kristinsson, byggingameistari á Sel- fossi. Hann gróf nýlega upp fjögurra metra djúpan brunn við húsið Árnes við Bankaveg, æskuheimili sitt, sem hann á eins og fleiri byggingar við götuna. Húsið var byggt árið 1932, þremur árum áður en vatnsveita úr Ingólfsfjalli kom á Selfoss. Með til- komu veitunnar var því eðlilega hætt að nota brunninn, sem faldist í gróðri og mold. Nýlega mokaði Sigfús hins vegar frá honum, steypti umgjörð í kringum, reisti skýli yfir og setti upp merkingar. Eru þessar menningar- minjar í elsta hluta Selfossbæjar því orðnar sýnilegar svo eftirtekt vekur. „Ég vil halda áfram á þessari braut,“ segir Sigfús sem óskað hefur eftir því við bæjaryfirvöld í Árborg að mega reisa torfbæ í gömlum stíl á lóð- inni við Árnes. Skipulagsnefnd mun fjalla um málið. sbs@mbl.is Sigfús bjargar brunni  Vill næst reisa torfhús í gömlum stíl Morgunblaðið/Sigurður Bogi Minjar Sigfús Kristinsson hér við brunninn sem hann gróf upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.