Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  100. tölublað  107. árgangur  A ct av is 91 10 13 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is LEIÐSÖGU- HUNDUM FJÖLGAR ÍSLANDSMEISTARAR MYNDRÆN VEFSÍÐA MEÐ HEILDAR- LJÓÐASAFNI SIGURSÆLAR VALSKONUR 25 ANTON HELGI JÓNSSON 28STUÐNINGUR 11 Rösklega var tekið til hendi í gær á stóra plokkdeginum og rusl tínt víða á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir hófust árla dags í Grafarholti í Reykjavík en eftir hádegi var plokkað við Vífilsstaði í Garðabæ þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, kona hans, voru fremst meðal jafningja. Fólk lítur ekki lengur á plokk sem verkefni fyrir sérvitr- ingana, heldur eru þetta raunhæfar aðgerðir í umhverfis- málum. Áhuginn fer stöðugt vaxandi, sagði Einar Bárðarson, skipuleggjandi plokkdagsins, við Morgunblaðið. »10 Forsetahjónin plokkuðu upp ruslið við Vífilsstaði Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Bjarnason Atli Steinn Guðmundsson Fámennt og afskekkt samfélag í Norður-Noregi er í sárum vegna harmleiks sem varð í þorpinu Me- hamn í Finnmörku aðfaranótt laug- ardags. Fertugur íslenskur sjómaður var skotinn til bana og hálfbróðir hans var handtekinn í kjölfarið grun- aður um að hafa banað honum. Þriðji maðurinn er í haldi vegna gruns um að eiga aðild að málinu. Hinir grunuðu eru einnig íslenskir sjó- menn. „Íslendingar hafa verið mjög mikil- vægur hluti af samfélagi okkar síð- ustu ár og okkur hefur þótt virkilega vænt um að hafa þá hér. Þeir hafa verið stór hluti af atvinnulífi okkar,“ segir Øyvind Korsberg, talsmaður bæjarstjórnarinnar í Gamvik, við Morgunblaðið. „Okkur þykir það skelfilega sorglegt að þetta skuli hafa gerst. Hugur okkar er allur hjá hinum látna og fjölskyldu hans,“ segir Kors- berg. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins. Hún mun fara fram á gæslu- varðhald yfir hinum grunuðu þegar þeir verða leiddir fyrir dómara í dag. Fram kemur í tilkynningu lögregl- unnar að sá sem grunaður er um verknaðinn hafi haft í hótunum við fórnarlambið fyrir árásina og verið úrskurðaður í nálgunarbann gagn- vart honum. Sjálfur birti hann færslu á Facebook skömmu áður en hann var handtekinn, þar sem hann virðist viðurkenna verknaðinn og biður fjöl- skyldu sína afsökunar. Íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki Mehamn er kyrrlátt tæplega 800 manna sjávarþorp nyrst í Noregi og í sveitarfélaginu Gamvik búa alls rúm- lega 1.100 manns. Þar af eru um þrjá- tíu Íslendingar. Margir þeirra fluttu til Gamvik til að vinna hjá sjávarút- vegsfyrirtæki sem tveir Íslendingar stofnuðu þar fyrir nokkrum árum og hafa rifið upp. Íslendingar hafa einnig flutt til Mehamn, meðal annars sjó- menn. „Hver einasti maður í Mehamn er í sjokki,“ sagði Sigurður Hjaltested, sjómaður í Mehamn, í fyrradag. „Við vorum góðir félagar. Þessi drengur var alveg yndislegur og ég get sagt þér að stórt skarð er höggvið í sam- félag Íslendinga jafnt og Norðmanna.“ Minningarathöfn var haldin í Me- hamn í fyrradag auk þess sem kirkjan í þorpinu Gamvik var höfð opin. Margir komu til kirkju og athöfnin í Mehamn var tilfinningarík. Mikilvægur hluti af okkar samfélagi  Afskekkt þorp í sárum eftir að Íslendingur var myrtur Mehamn í Noregi N O R EG U R FINNLAND RÚSS- LAND S V Í Þ J Ó Ð Osló Stokkhólmur Helsinki Tromsø Mehamn M Lögreglan krefst … »4  Rannsaka þarf til hlítar hvers vegna konur snúa ekki í sama mæli og karlar aftur á æskuslóðir sínar í dreifbýlinu að námi loknu. Þetta segir Gréta Bergrún Jóhannes- dóttir, fyrsti doktorsneminn við HA. Ástæður þessa geta til að mynda verið að konur þurfi án áhuga að sinna sjálfboðaliðastarfi sem hefð er fyrir í dreifbýlinu. Sömuleiðis geti slúður fælt frá. »6 Sjálfboðaliðastarfið kann að fæla frá Íslenska nóta- og frystiskipið Hákon ÞH lenti í árekstri við færeyskan bát vestur af Suðurey í Færeyjum í fyrrakvöld. Ekki urðu slys á fólki. Hákon var á leið til Íslands með kol- munna og var kominn inn í íslensku lögsöguna í gærkvöldi. Þórshafnarradíó fékk fyrst fregn- ir af óhappinu um klukkan 22.55 í fyrrakvöld. Áhöfn Hákonar lét skömmu síðar vita að skipið hefði lent í árekstri við fiskibátinn Skar- stein. Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að þar sem ekki náðist tal- stöðvarsamband við Skarstein hafi tveir úr áhöfn Hákonar farið á báti að Skarsteini og um borð. Í ljós kom að einn maður var á bátnum. Skemmdir urðu á plastbátnum en hann lak ekki en farið var með manninn um borð í Hákon og bát- urinn tekinn í tog. Varðskipið Tjald- ur tók við og dró hann til Þórshafnar. Síld Hákon ÞH á veiðum. Rakst á færeyskan fiskibát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.