Stefnan - 01.04.1923, Side 17

Stefnan - 01.04.1923, Side 17
STEFNAN semi, því þá lærum vjer að hagnýta okkur þann auð eða þau rjettindi, er okkur hefir verið trúað fyrir. þessi auður er tíminn. Vjer verðum að unna föðurlandi voru og tungu, því þá fyrst getum vjer unnið með hreinni gleði í hag- inn fyrir börn vor, þá fyrst getum vjer gengið með þeirri vissu til vinnu, að störf barnanna verði dun- andi hjartsláttur framtíðarinnar, og vjer verðum í striti og þunga dags- ins að halda fána vorum jafnhrein- um og þá, er okkur var trúað fyrir honum. f efri deild Alþingis fjellu þau orð ekki alls fyrir löngu, að landið hefði þörf á að spara, það væri illa stætt, — en iandinu er ekki síður þörf á góðum og ráðvöndum leiðtogum. Fáninn. [Ur ræðu próí. Guðm. Finnbog-asonar við fánahvöt stúdentaféiag'sins i Reykjavik, 29. nóv. 1906. — — Hver, sem sjer þjóðfána, er undir eins mintur á þjóðina, sem hann táknar. Hann finnur, að þessi fáni hefir boð að bera, ólíkt hverjum öðrum fána. Fáninn er sem voldug rún, er býr yfir huldu og ómælanlegu afli. Bak v við fánann hillir undir heila þjóð. Sú þjóð á sína sögu, sitt eðli, sitt mark- mið og sínar vonir. í sögu mannkyns- , ins á hún sinn sjerstaka þátt. Hún hefir yrkt sjerstakt land, skapað sín- ar borgir, mannvirki, listaverk. Verk hennar, góð eða ill, hafa átt sinn þátt í þeim kjörum, sem mannkynið á við að búa. Útlendingurinn, sem sjer fánann, minnist alls þessa ljóst eða óljóst, eftir því sem þekking hans nær langt eða skamt. því fáninn er sýnilegt tákn þjóðarinnar, um hann þyrpast endurminningarnar um þjóðina. Ósj áflrátt vekur hann velvild og virð- ingu eða óvild og lítilsvirðinu, eftir ástæðum, hvenær sem hann kemur meðal erlendra þjóða. Með fánanum fer orðstír þjóðar- innar um heiminn, minnir á sjálf- stæði hennar og þann þátt, sem hún á í sögu og framtíðarhorfum mann- kynsins. þetta eru áhrif fánans út á við. Og þau eru mikilsverð. Engri þjóð má á sama standa, hvort hennar er getið að litlu eða engu meðal annara þjóða. Sjálfstraustið og virðingin fyrir sjálfum sjer heimtar viður- kenningu annara, og þverrar, þegar

x

Stefnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnan
https://timarit.is/publication/1339

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.