Fréttablaðið - 30.05.2019, Page 6
Grundvöllur málsins
varðar meðal annars meint
vanhæfi Árna Pálssonar eins
dómara Hæstaréttar
2.212
vegabréf í apríl 2019.
NÝR RAM 3500
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR
OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI.
EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG
LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA
CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
CREW CAB
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d
35
” d
ek
k
Í umfjöllun um uppbyggingu á
Bláfjallasvæðinu í gær kom fram
að Veitur ohf. hefðu sent inn
umsögn vegna málsins. Hið rétta
er að Veitur sendu inn umsögn
vegna breytinga á deiliskipulagi
Bláfjallasvæðis í júlí 2018 þar sem
fyrirtækið lýsti áhyggjum sínum
af uppbyggingu og aukinni umferð
sem henni fylgir áður en ráðist
hefur verið í nauðsynlegar aðgerðir
eins og lagfæringu Bláfjallavegar.
LEIÐRÉTTING
DÓMSMÁL Dómur verður kveðinn
upp í Mannréttindadómstól Evr-
ópu næsta þriðjudag í máli Sigurðar
Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðar-
sonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar
Guðmundssonar gegn Íslandi. Málið
varðar meðferð Al Thani-málsins
fyrir íslenskum dómstólum þar
sem mennirnir voru meðal annars
dæmdir fyrir markaðsmisnotkun.
Málið varðar meint brot gegn 6. gr.
Mannréttindasáttmálans um rétt-
láta málsmeðferð fyrir óvilhöllum
dómstól.
Grundvöllur málsins varðar
meðal annars meint vanhæfi Árna
Pálssonar, eins dómara Hæstaréttar,
sem felldi dóm á Al Thani-málið en
eiginkona hans vann hjá Fjármála-
eftirlitinu á sama tíma og Kaupþing
var til rannsóknar hjá embættinu.
Kærendur telja einnig brotið á rétti
þeirra til réttlátrar málsmeðferðar
með vísan í takmörkun á aðgangi
að málsgögnum, skömmum tíma til
undirbúnings málsvarnar sinnar,
hindrun á rétti til að leiða fram vitni
sér til varnar, meðal annars þá Al
Thani og sjeikinn Sultan.
Eins og áður hefur verið greint frá
hefur efri deild dómsins samþykkt
nýverið að taka mál tveggja lög-
manna sem sögðu sig frá verjenda-
störfum í Al Thani-málinu. Þeir
telja öll réttindi sáttmálans sem
sakborningum í refsimálum eru
tryggð hafa verið brotin þegar þeim
var gerð réttarfarssekt án þess að fá
tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð
sér. Réttarfarssektin hafi verið það
há að um refsingu sé að ræða sam-
kvæmt sáttmálanum. Munnlegur
málflutningur verður í þeirra máli
í október. – aá
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í Al Thani-máli í næstu viku
LANDBÚNAÐUR Ísland ætlar að vera í
fararbroddi í aðgerðum til að draga
úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og
fyrst ríkja til að banna dreifingu á
matvælum með sýklalyfjaónæmum
bakteríum.
Boðað var til blaðamannafundar
í gær með stuttum fyrirvara. Frum-
varp landbúnaðarráðherra sem
heimilar innflutning á fersku kjöti
var afgreitt úr atvinnuveganefnd á
þriðjudagskvöldið. Lagði nefndin til
að gildistöku verði frestað um tvo
mánuði, eða þangað til í nóvember
til að meiri tími geti farið í að efla
eftirlit með innflutningi.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,
f u llt r ú i Samf ylk ingar innar í
nefndinni, segir að mikil áhersla
hafi verið lögð á að ef la varnir
gagnvart sýklalyfjaónæmum bakt-
eríum. „Þarna erum við að tryggja
matvælaöryggi en á sama tíma að
tryggja hagsmuni neytenda. Við
stöndum við okkar skuldbinding-
ar varðandi innf lutninginn sem
er mikilvægt, en það verður undir
ströngu eftirliti sem eru auðvitað
ekki síður hagsmunir neytenda.”
Grunninn að stefnumörkun
ríkisstjórnarinnar má rekja aftur
til skýrslu stýrihóps sem kom út
árið 2017. Meðal tillagnanna er að
mynda teymi fimm sérfræðinga
sem helgar sig vörnum gegn sýkla-
lyfjaónæmi, setja á fót Sýklalyfja-
ónæmissjóð og skipa starfshópa
til að undirbúa viðbragðsáætlanir.
Landbúnaðarráðherra og heil-
brigðisráðherra munu verja 45
milljónum króna til að koma verk-
efnunum af stað á þessu ári.
Kristján Þór Júlíusson landbún-
aðarráðherra segir samstöðu ríkja
um stefnumörkunina, hún eigi sér
lengri aðdraganda en frumvarpið
en hafi verið rædd í tengslum við
frumvarpið.
„Þetta spilar að einhverju leyti
saman, það hefur verið mikil
umræða í kjölfar dóma EFTA-dóm-
stólsins og Hæstaréttar að afnám
frystiskyldunnar muni stórauka
hættuna á sýklalyfjaónæmum bakt-
eríum þrátt fyrir að sérfræðingar
segi að það sé lítill ávinningur af
því. Síðan hefur þessi umræða tekið
á sig ýmsar myndir,“ segir Kristján.
„Það liggur fyrir að þetta mál
var leitt í lög árið 2009. Frá þeim
tíma, samkvæmt dómum okkar
eigin réttarkerfis, höfum við ekki
klárað málið í samræmi við skuld-
bindingar sem við sömdum um á
sínum tíma. Nú lendir á núverandi
stjórnvöldum að greiða úr þeim
mistökum.“
Hann segir að hægt sé að líta svo
á að Ísland verði öruggara með
þessum breytingum í ljósi þess að
frysting hefur lítil sem engin áhrif
á bakteríurnar. „Þegar við verðum
komin með tök á því að skima fyrir
slíku og búa til áætlanir til að takast
á við þetta verkefni. Staðreyndin er
sú að við höfum verið óskipulögð
í vinnubrögðum á undanförnum
árum í þessum málum. Stefnu-
mörkunin gefur stjórnvöldum,
stofnunum og framleiðendum skýr
skilaboð um með hvaða hætti við
viljum takast í sameiningu á þessari
heilsufarsvá.“
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir,
for maður Bændasamtakanna,
segir að þar á bæ ríki mikil ánægja.
„Við lýsum ánægju okkar með að
Ísland ætli sér að vera í fararbroddi í
aðgerðum til að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmis. Þetta er mjög
metnaðarfullt og í samræmi við
það sem við og vísindamenn höfum
ítrekað bent á,“ segir Guðrún. Varð-
andi frumvarpið segir hún ótíma-
bært að tjá sig um málið þar sem
nefndarálitið liggi ekki fyrir.
Miðf lokkurinn gaf út í vor að
flokkurinn leggist gegn frumvarp-
inu sem og þriðja orkupakkanum.
Ráðherra hefur litlar áhyggjur af
málþófi Miðf lokksmanna, hvort
sem það er um þriðja orkupakk-
ann eða innflutning á fersku kjöti.
„Ég vona að umræðurnar verði mál-
efnalegar, en það á ekki við í tilviki
orkupakkans um þessar mundir,“
segir Kristján. arib@frettabladid.is
Berjast við sýklalyfjaónæmi
Stjórnin kynnti aðgerðir sem eiga að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á Keldum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Frumvarp landbúnaðar-
ráðherra sem heimilar
innflutning á fersku
kjöti var afgreitt úr
nefnd á þriðjudags-
kvöld. Ríkisstjórnin
hélt blaðamannafund
í gær þar sem greint
var frá aðgerðum til
að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmis.
Staðreyndin er sú
að við höfum verið
óskipulögð í vinnubrögðum
á undanförnum árum í
þessum
málum.
Kristján Þór
Júlíusson, land-
búnaðarráðherra
K JARAMÁL Fulltrúar Ef lingar og
Samtaka atvinnulífsins (SA) áttu
um klukkustundarlangan fund í gær
þar sem meintar vanefndir á nýsam-
þykktum kjarasamningum voru til
umræðu.
Forsvarsmenn SA og Eflingar vildu
ekki tjá sig um efni fundarins. – sar
Efling og SA
funduðu í gær
STJÓRNSÝSLA Alls voru 2.212 vega-
bréf gefin út í apríl en það eru 37,1
prósenti færri vegabréf en í sama
mánuði í fyrra. Þá voru þau 3.515.
Helgi Harðarson, hjá Sýslumann-
inum á höfuðborgarsvæðinu, segir
eðlilega skýringu á fækkuninni.
„Endingartími vegabréfa breyttist
úr fimm árum í tíu svo nú er lítið af
vegabréfum að renna út.“
Mikið hefur verið fjallað um
langar raðir í vegabréfadeild Sýslu-
mannsins á höfuðborgarsvæðinu
síðastliðin ár en samkvæmt Helga
er nú mun rólegra yfir. „Fólk reiknar
með því að þurfa að bíða hérna heil-
lengi en svo er kannski bara engin
röð,“ segir Helgi. – bdj
Færri sækja um
vegabréf
3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
1
-F
7
0
0
2
3
2
1
-F
5
C
4
2
3
2
1
-F
4
8
8
2
3
2
1
-F
3
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K