Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 10
þess að tillagan þyrfti að njóta fylgis um 90 prósenta hluthafa. Þó væri hvert og eitt tilfelli mismunandi. Sem kunnugt er gerði félag í stýr- ingu Alfa Framtaks tilboð í mars síð- astliðnum í allt að 27 prósenta hlut í Heimavöllum fyrir um fjóra millj- arða króna í því skyni að greiða fyrir afskráningu íbúðaleigufélagsins en áður höfðu þrír af stærstu hluthöfum félagsins, Snæból, Gani og Klasi, lagt til að það yrði afskráð. Fyrstnefnda félagið er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur og þá er Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar en saman leiða þau fjárfestinga- félagið Klasa. Sjóðurinn Umbreyting, í stýringu Alfa Framtaks, og fjárfestingafélögin Sigla, Varða Capital og Eignarhalds- félagið VGJ lýstu sig reiðubúin til þess að fjármagna tilboðið. Viðræður út um þúfur Í kjölfar ákvörðunar Kauphallar- innar um að hafna afskráningu Heimavalla gekk áðurnefndur fjár- festahópur frá fjármögnun til þess að kaupa út hluthafa sem ráða yfir 40 prósentum hlutafjár í félaginu, eftir því sem heimildir Fréttablaðs- ins herma, og auk þess aflaði hann staðfestinga frá öðrum hluthöfum – sem eiga um 60 prósenta hlut í félag- inu – um að þeir hygðust ekki taka tilboði hópsins. Áður hafði fjárfestahópurinn sett það skilyrði, eins og áður sagði, að til- boðið væri samþykkt af að hámarki 27 prósentum hluthafa Heimavalla en til viðbótar var tilboðið háð þeim fyrirvara að hlutabréf félagsins yrðu tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Samkvæmt samtölum Frétta- blaðsins við þá hluthafa sem stóðu að tilboðinu hvikuðu forsvarsmenn Kauphallarinnar hins vegar ekki frá afstöðu sinni og skiluðu viðræður um lausn málsins ekki niðurstöðu sem hluthafarnir gátu sætt sig við. Hluthafarnir og ráðgjafar þeirra gagnrýna afstöðu Kauphallarinnar harðlega og telja hana meðal annars til þess fallna að valda hluthöfum í félaginu fjárhagstjóni, enda ræni hún þá möguleikanum á því að selja bréf sín á hæsta verði – 1,3 krónum á hlut – sem greitt hefur verið fyrir þau frá skráningu. Ákvörðun um afskráninguna hafi enn fremur verið samþykkt á hluthafafundi með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og verið studd valfrjálsu tilboði til þeirra hluthafa sem hafi ekki hugnast afskráning. Þá hafi 89 prósent hluthafa annað- hvort stutt eða ekki gert athugasemd við áformin. Er einnig bent á að með ákvörðun sinni hafi Kauphöllin hækkað þann þröskuld sem sé fyrir afskráningu félaga sem geti valdið því að félög- um hugnist síður að skrá verðbréf sín í kauphöll. Þannig geti ákvörðun Kauphallarinnar að lokum dregið úr trúverðugleika markaðarins. hordur@frettabladid.is kristinningi@frettabladid.is Arion banki og Landsbankinn hafa skuldbundið sig til þess að sölu- tryggja samanlagt 5,5 prósent af yfirstandandi hlutafjárútboði Mar- els, að því er fram kemur í skráning- arlýsingu sem félagið hefur útbúið í tilefni af útboðinu sem hófst í gær. Söluandvirði útboðsins verður um 365 milljónir evra, jafnvirði 50,4 milljarða króna, að því gefnu að umframsöluréttur verði nýttur að fullu og útboðsgengið verði á miðju verðbili útboðsins. Ekki er gefið upp í skráningar- lýsingunni hve háar þóknanir, bæði grunnþóknanir og árangurs- tengdar þóknanir, Marel hyggst greiða söluráðgjöfum útboðsins en þó er tekið fram að áætlað sé að skráningarkostnaðurinn – það er samanlögð sölutryggingarþóknun, önnur gjöld og kostnaður og upp- hæðir sem félagið greiðir vegna útboðsins – verði í heild á bilinu 17,7 til 18,8 milljónir evra, eða allt að 2,6 milljarðar króna, að því gefnu að útboðsgengið verði á miðju verð- bilinu. Arion banki sölutryggir 3,5 pró- sent af útboðinu, eftir því sem fram kemur í skráningarlýsingunni, og Landsbankinn tvö prósent og má því leiða að því líkur að bank- arnir geti fengið samanlagt greiddar þóknanir upp á annað hundrað milljónir króna. Stórbankarnir Citi og J.P. Morgan, sem hafa umsjón með útboðinu og skráningu Marels í Euronext-kaup- höllina í Amsterdam, sölutryggja hvað stærstan hluta útboðsins eða sem nemur ríf lega 26 prósentum hvor. Þá sölutryggja bankarnir ABN AMRO, ING og Rabobank 14 prósent útboðsins hver. Lögmannsstofurnar Allen & Overy og LOGOS eru lögfræði- legir ráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna en STJ Advisors er fjármálaráðgjafi félags- ins. – kij Sölutryggja 5,5 prósent af hlutafjárútboði Marels 2,6 milljarðar króna er áætlaður skráningarkostnaður Marel ef umframsöluréttur verður nýttur og útboðsgengið verður á miðju verðbili hlutafjárútboðsins. Skrifstofuhæð 340 fm. Öll efsta hæð hússins (penthouse). Fullbúin með innréttingum, gólfefnum, glerveggjum og fl. Stórbrotið útsýni. Tvær lyftur þar af er önnur lyfta með séraðgang að hæðinni. Bílastæðahús. Til afhendingar fljótlega. Verslunar, verkstæðis, þjónustu og lagerpláss. Öll jarðhæð hússins um 900 fm, möguleiki að skipta hæðinni upp. Næg bílastæði. Góð lofthæð (um 4.9 m). Stórir gluggar. Laust strax. Grunnur að góðu lífi URÐARHVARF 14, 203 KÓPAVOGI Glæsilegt atvinnuhúsnæði til leigu í þessu vandaða atvinnuhúsi, þar sem til staðar eru öflugir aðilar, heilsugæsla og fl. STEFÁN HRAFN STEFÁNSSON Sölustjóri. Hdl. Löggiltur fasteignasali GSM 895 2049 stefan@stakfell.is Fjárfestahópurinn sem stóð að til- boði sem miðaði að afskráningu Heimavalla úr Kauphöll Íslands hafði fjármagnað að fullu tilboð í liðlega 40 prósenta hlut í íbúðaleigufélaginu og aflað skriflegra staðfestinga frá hluthöfum sem ráða yfir samanlagt 60 prósentum hlutafjár um að þeir hygðust ekki taka tilboðinu. Engu að síður voru forsvarsmenn Kauphallarinnar ekki reiðubúnir til þess að hvika frá þeirri afstöðu sinni að um 90 prósent hluthafa þyrftu að samþykkja afskráninguna á nýjum hluthafafundi. Þetta herma heim- ildir Fréttablaðsins. Mikillar óánægju gætir á meðal fjárfestahópsins og þeirra hluthafa Heimavalla sem studdu tilboðið með afstöðu Kauphallarinnar, sam- kvæmt heimildum blaðsins, en ákvörðun Kauphallarinnar um að hafna afskráningunni kom þeim verulega á óvart. Hópurinn, sem naut ráðgjafar Arctica Finance, taldi ekki forsendur til þess að halda áfram með málið í ljósi eindreginn- ar afstöðu Kauphallarinnar og ákvað því að falla frá tilboðinu. Hefur hópurinn jafnframt átt í samskiptum við Fjármálaeftirlitið um málið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, en stofnunin hefur lögum samkvæmt eftirlit með starf- semi kauphalla. Kauphöllin taldi að afskráning Heimavalla, en félagið var skráð á hlutabréfamarkað í maí í fyrra, hefði verið til þess fallin að valda hluthöf- um í leigufélaginu verulegu tjóni og hafa jafnframt neikvæð áhrif á trú- verðugleika markaðarins. Hluthafar að baki 18,7 prósentum atkvæða á aðalfundi, sem væri verulega hátt hlutfall, hefðu enn fremur kosið gegn afskráningunni. Haft var eftir Páli Harðarsyni, for- stjóra Kauphallarinnar, í Viðskipta- blaðinu í síðasta mánuði að það væri mat Kauphallarinnar að boða þyrfti til nýs hluthafafundar til þess að taka afstöðu til afskráningarinnar og í því sambandi horfði Kauphöllin til Fjármagnaði tilboð í 40 prósenta hlut Kauphöllin hvikaði ekki frá afstöðu sinni til afskráningar Heimavalla þrátt fyrir að hópur fjárfesta hefði fullfjármagnað tilboð í liðlega 40 prósenta hlut í félaginu. Verulegrar óánægju gætir á meðal tilboðsgjafa. Rætt hefur verið við Fjármálaeftirlitið um málið. Kauphöllin hafnaði í apríl beiðni Heimavalla um að taka hlutabréf félagsins úr viðskiptum. Vísaði hún meðal ann- ars til þess að hluthafar að baki 19% atkvæða á aðalfundi hefðu kosið gegn afskráningu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 89% hluthafa í Heimavöllum annaðhvort studdu eða gerðu ekki athugasemd við afskráningu félagsins úr Kauphöllinni. MARKAÐURINN 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 2 -0 5 D 0 2 3 2 2 -0 4 9 4 2 3 2 2 -0 3 5 8 2 3 2 2 -0 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.