Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 12
í fæðu. Einnig hefur plantan verið notuð í lækningaskyni og sem fæðu- bótarefni. Það eru því margar vísbendingar víða í heiminum sem benda til þess að hampplantan hafi verið notuð í ýmsum daglegum tilgangi hér á árum áður. Í dag er hún hins vegar næstum ekkert nýtt af manninum. En hvers vegna? Janne Heimonen, upplýsinga- fulltrúi Kannaway, fyrirtækis sem sérhæfir sig í vörum úr hamp- plöntunni, var staddur á landinu á dögunum til að ræða við alþingis- menn um kosti plöntunnar. Fyrir um ári komst hann sjálfur í kynni við hampinn í fyrsta sinn en þá var lítil sem engin umfjöllun um hana í fjölmiðlum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Fyrir um 18 mánuðum vissi ég ekkert um hamp. Mér fannst þetta virkilega áhugaverð afurð og ég féll fyrir plöntunni og eiginleikum hennar. Plantan hefur í raun verið Ha m p p l a n t a n hefur verið notuð í ýmsum tilgangi af manninum í gegnum söguna. Hampplantan er fyrsta plantan sem vitað er til að hafa verið ræktuð sérstaklega af mönnum. Plantan er einnig sögð fyrsta plantan sem var notuð til að breyta í nýtanlegar trefjar fyrir um 10.000 árum. Plantan var notuð til að framleiða ýmsar atvinnu- og iðnaðarvörur. Trefjar voru nýttar í reipi, ýmsar vefnaðarvörur, fatnað, pappír, líf- ræn efni og svo mætti lengi telja. Þá hefur plantan einnig verið notuð til að búa til einangrun í hús og sem lífeldsneyti. Hampsegl og -reipi f luttu evr- ópskir landnemar til Ameríku í hundruð ára eða fram að tilkomu gufuskipanna snemma á nítjándu öld. Hampur var notaður sem skipti- mynt í kringum 1630 og fram undir 1800 og einnig var í boði að borga skatta með kannabishampi í yfir 200 ár. Bílaframleiðendur á borð við Henry Ford framleiddu bifreiðar úr hampplasti í kringum 1941. Fyrsta bílamódel Ford, Model T, var knúið áfram á hampeldsneyti. Bíllinn sjálfur var búinn til að mestu úr hampplasti sem er tíu sinnum sterk- ara en stál. Á stríðsárunum var hampur not- aður í fatnað, einkennisbúninga hermanna, skó, skipasmíði, fall- hlífar, ferðatöskur og fleira. Þegar basttrefjum í plöntunni er blandað saman við aðrar trefjar líkt og hör, bómull eða silki, verða til efni fyrir fatnað og ýmiss konar húsbúnað. Fundist hafa ýmsar mat- reiðsluuppskriftir úr gömlum mat- reiðslubókum frá Ítalíu, Svíþjóð og Þýskalandi sem benda til þess að plantan hafi verið mikið notuð Plantan hefur í raun verið tekin frá okkur, en við notuðum hana mikið hér áður fyrr. Janne Heimonen, upplýsingafulltrúi Kannaway 20% eða meira magn af CBD. 10% eða meira magn af CBD. 0,3% eða minna magn af THC. 20% eða meira magn af THC. THC Tetrahydrocannabinol CH ³ CH ³ CH ³ CH ³O OH CH ³ CH ³ CH ³CH² HO OH CBD Cannabidiol Er hamp- plantan besta nytjajurt plánetunnar? Plantan var nýtt á margvíslegan hátt fyrir mörg- um árum og var hluti af fæðukeðju mannsins. Í dag er hún nánast horfin frá okkur. Þeir sem vilja neyta plöntunnar þurfa að fara krókaleiðir til að nálgast hamp-vörur. Munurinn á hampi og marijúana Sá misskilningur ríkir að hamp­ plantan sé notuð í þeim tilgangi að fara í vímu. Það er ekki rétt. Kannabis hefur nokkra undir­ flokka, þar á meðal eru hampur og marijúana. Virka efnið í marijúana sem framkallar vímu nefnist THC eða tetrahydrocannabinol og er það að finna í töluverðu magni í plöntunni. Í hampinum er efnið í gríðarlega litlum mæli eða mest 0,3% og búið er að ná að einangra efnið THC og aðskilja það frá plöntunni í mörgum tilfellum. CBD er annað efni sem finnst í plöntunni. Vísindamenn hafa að undanförnu rannsakað efnið og telja að þegar CBD­vörur eru inn­ byrtar geti það hjálpað líkam­ anum, bæði í tengslum við verki og einnig bætt andlegan líðan. CBD tengist stöðum í heilanum og ónæmiskerfinu. CBD bindur sig við mólikúlin og vinnur með endocannabinoid­kerfinu sem hjálpar taugakerfinu að halda fullkomnu jafnvægi. Þetta ferli með CBD skapar náttúruleg bólgueyðandi verkjalyf. Þannig geta einstaklingar með langvar­ andi verki orðið fyrir jákvæðum áhrifum af notkun CBD án þess þó að finna fyrir nokkurs konar vímueinkennum líkt og koma fram við notkun marijúana. Kannabis Nokkrar tegundir tilheyra ættflokki kannabis. Hampur og maríjúana eru tvær þeirra. Hampur Marijúana Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is Afurð hampsins Fræ Stöngull Olía n Matur n Snyrtivörur n Eldsneyti n Málning n Sleipiefni Fræblóm n Dýrafóður n Prótín n Glútenlaust hveiti n Bjór Trefjar n Pappír n Textíll n Reipi n Strigi n Teppi n Bílavarahlutir Kjarni n Byggingar n Einangrun n Trébretti n Gifsi tekin frá okkur, en við notuðum hana mikið hér áður fyrr,“ segir Janne. „Hampur er elsta planta sem maðurinn hefur ræktað og notað í gegnum tíðina. Hún hvarf úr iðnað- arnotkun fyrir um 90 árum, þegar meðal annars plast kom í staðinn og önnur efni. Hampplantan hefur til að mynda verið notuð mikið til að endurnýja og hreinsa upp jarð- veg í ýmsum löndum eftir stríð og sérstaklega eftir notkun efnavopna. Plantan var eitt sinn hluti af fæðu- keðju okkar en er það ekki lengur. Við erum að safna alls konar sögu- legum upplýsingum um plöntuna til að sýna fram á að hún á rétt á að verða hluti af fæðukeðjunni á ný.“ Hann segir það mikið tækifæri fyrir landbúnað að rækta hamp- plöntuna í því skyni að nota hana í atvinnu- og iðnaðarvörur, sem fæðubótarefni og í ýmislegt annað sem tengist daglegu lífi. „Mörg lönd eru farin að líta hýru auga til hampplöntunnar. Plantan er í raun arfi, hún er afskaplega sterk, vex hratt og hægt að nýta á ótrúlega fjölbreyttan hátt. Kanad- ísk fyrirtæki eru að fjárfesta í mörgu sem tengist plöntunni og fleiri lönd á borð við Rússland, Tyrkland og Úkraínu,“ segir Janne. „Það var ekki dýrt að nýta plönt- una í þá daga en það er kannski dýrt að byrja á því núna enda ekki til vélar lengur sem vinna úr plönt- unni líkt og bómull og annað. En til lengri tíma er það hagstætt. Þetta er umhverfisvæn lausn.“ Vissir þú að ... n hampfræ og hampfræolía, sem flokkast sem ofurfæða kemur hvort tveggja úr hampplönt­ unni? n vísindamenn hafa fundið cann abinoid (CBD) í móður­ mjólkinni? n hampur getur hreinsað loftið og endurnýjað ónýtan jarðveg? n hampfræ eru næringarríkari en hörfræ og chia­fræ? n cannabinoid (CBD) er aðeins eitt efni af um 85 innihalds­ efnum í kannabisplöntum? n hampur getur komið í staðinn fyrir plast, trefjaplast og önnur svipuð efni? n eitt hampfræ inniheldur dag­ skammt af prótíni? n CBD er ekki vímugjafi heldur hefur efnið læknandi áhrif á líkamann? TILVERAN 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 1 -F 2 1 0 2 3 2 1 -F 0 D 4 2 3 2 1 -E F 9 8 2 3 2 1 -E E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.