Fréttablaðið - 30.05.2019, Page 16

Fréttablaðið - 30.05.2019, Page 16
Eitt mest áberandi kennileiti á austurhluta Íslands er 1.833 m hátt Snæfell, enda hæsti tindur landsins utan jökla. Það sést víða af öræfunum norðan og austan Vatnajökuls en einnig alla leið frá Egilsstöðum. Þetta er gömul eldstöð sem ekki hefur látið á sér kræla síðan ísöld lauk. Á Snæfelli eru nokkrir smájöklar sem teygja sig niður hlíðar þess og skýra nafngiftina, en Sveins- jökull sem veit í norður er þeirra stærstur. Hvítklætt fjallið er einnig oft kallað Konungur íslenskra fjalla, sem er viðeigandi þar sem Drottningin Herðubreið er ekki langt undan á NA-öræfunum. Ganga á Snæfell er frábær skemmtun og má hæglega ná sem dagsferð frá Egilsstöðum eða Atlavík. Við mælum þó frekar með að gista í vistlegum Snæfellsskála undir vesturhlíðum fjallsins þar sem einnig er ágætt tjaldstæði. Frá Egilsstöðum er um klukkutíma akstur á malbikuðum vegi að jeppaslóða sem liggur 20 km í suður að Snæfellsskála. Algengasta gönguleiðin hefst við rætur fjallsins suðvestanmegin, skammt frá skálanum. Fyrsti hluti leiðarinnar er stikaður og er gangan á færi f lestra. Þó er mikilvægt að vera vel búinn því efst getur verið þokugjarnt og misviðrasamt. Einnig verður að hafa með jöklabúnað, enda síðari hluti leiðarinnar genginn á jökli. Fyrst er gengið á göngustíg um mela en um mið- bikið taka við lausar skriður og síðan jökull sem getur verið sprunginn efst. Eftir 3-5 stunda göngu er komið á ávalan tindinn sem býður upp á mikið útsýni, m.a. til Kverkfjalla, Herðubreiðar, Dyrfjalla, Lagarfljóts og Lónsöræfa. Tilkomumest er þó útsýnið til austurs yfir Eyjabakka sem eru varpsvæði heiðagæsa en einnig sést oft til hreindýra í upphafi göngunnar. Aðrar gönguleiðir á Snæfell eru tæknilega erfiðari eins og að halda beint upp frá skálanum í austur og er þá gengið á broddum yfir hálan og smásprunginn Axlarjökul. Enn skemmtilegri valkostur er jöklaganga upp norðurhlíðar Snæfells, en jökullinn á þessari leið er sprungnari, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. Sama leið er frábær fjallaskíðabrekka í upphafi sumars þar sem oft má skíða langleiðina niður að veginum að Snæfellsskála. Gengið á konunginn Helsta gönguleiðin á Snæfell liggur upp hrygginn til hægri og síðan norður eftir jöklinum. MYND/TÓMAS GUÐBJARTSSON Skammt frá tindi Snæfells eru myndarlegar jökulsprungur. Hér er gengið á tindinn að norðanverðu. MYND: ÓMB Norðurhlíðar Snæfells skörtuðu sínu fegursta. Um er að ræða frábæra fjallaskíðabrekku. MYND: ÓMB Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari TILVERAN F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 14F I M M T U D A G U R 3 0 . M A Í 2 0 1 9 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 1 -C A 9 0 2 3 2 1 -C 9 5 4 2 3 2 1 -C 8 1 8 2 3 2 1 -C 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.