Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 18
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þessi skila- boð væru ekki sett á skilti nema rík þörf væri á. Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjár- festa. Ár samdráttar er ekki tíma- punkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnu- vegum landsins. Einhvern tíma verður allt fyrst. Þótt ekki hafi ætíð verið rík ástæða til að hrósa olíufélögum landsins þá verður samt að kinka samþykkjandi kolli til N1 og Olís fyrir að sýna erlendu starfsfólki umhyggju. Bæði félögin hafa sett upp skilti þar sem því er beint til viðskiptavina að sýna erlendum starfsmönnum fyrirtækjanna þolinmæði og velvilja. Þessi skilaboð væru ekki sett á skilti nema rík þörf væri á. Enda er tilefnið það að dæmi eru um að Íslendingar gagnrýni erlent starfsfólk fyrir litla íslenskukunnáttu og láti í ljós óánægju með að það sé að störfum. Þetta kemur ekki beint á óvart. Í verslunum og á veitingastöðum þar sem erlendir starfsmenn vinna og tala ekki mikla íslensku má of oft heyra viðskiptavini fussa hástöfum og jafnvel hreyta út úr sér orðunum: „Talar enginn íslensku hér!“ Það sama gerist í strætisvögnum, farþegi kemur inn og talar óðamála við bílstjórann sem á í basli við að tala íslensku. Þá heyrist hinn óþolin- móði farþegi þusa yfir því að flestir strætóbílstjórar séu orðnir útlendingar. Einhverjir komast síðan í alveg sérlega mikið uppnám við að sjá það sem þeim finnst vera afar slæm gerð af útlendingi. Þetta á við um íslenska miðaldra karlmanninn sem var í strætó og uppgötvaði sér til hrellingar að hann hafði í f ljót- færni sest við hliðina á útlendingi sem var dökkur á hörund. Hann var fljótur að forða sér, hlammaði sér í sæti hjá miðaldra konu, sem hann taldi skikkan- legt eintak af manneskju, og sagði: „Má ég sitja hérna, ég get ekki setið við hliðina á þessum negra.“ Eitt sinn var íslensk gestrisni lofuð. Nú er eins og hún sé ekki höfð í heiðri í nægilega miklum mæli. Í sjálfhverfu sinni eiga of margir erfitt með að setja sig í spor annarra. Allir eiga að vita að það þarf kjark til að halda til ókunns lands til að vinna fyrir sér. Það reynir svo sannarlega á þann kjark þegar viðkomandi mætir óþolinmæði og skilningsleysi vegna þess hann er ekki samstundis altalandi á máli þeirra sem þar eru fyrir. Þegar fréttir bárust af skiltunum sem N1 og Olís settu upp voru viðbrögðin í athugasemdakerfum eins og búast mátti við. Ein athugasemdin hljóðaði á þann veg að það væri lágmark að Íslendingar fengju að tala sitt eigið tungumál og að afgreiðslufólk ætti skilyrðislaust að tala íslensku. Annar ósáttur ein- staklingur harmaði það að Íslendingum væri gert að aðlaga sig að útlendingum í einu og öllu. Það er sannarlega ekki létt verk fyrir útlendinga að læra íslensku. Það fólk sem hingað kemur til að vinna sýnir margt hvert gríðarlega hæfni þegar kemur að því að ná valdi á málinu. Það er ekkert undarlegt að öðrum gangi ekki eins vel. Allir eru þó að reyna sitt besta um leið og þeir sinna vinnu sinni. Þetta er fólk sem á rétt á að því sé sýnd kurteisi og komið fram við það af virðingu. Í mannlegum sam- skiptum á að hafa í heiðri þá góðu reglu að koma fram við aðra eins og maður vill að komið sé fram við mann sjálfan. Engin íslenska? Þau Aura svo á mig Borga Rukka Skipta Seðlabanki Íslands birti spá um hagvöxt í vikunni. Spáð er 0,4% samdrætti á árinu sem er mikil breyting frá fyrri spá um 1,8% hagvöxt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem landsframleiðslan dregst saman milli ára. Vegur þar þungt 6,7% samdráttur í atvinnuvegafjárfest- ingu. Bankinn spáir því einnig að atvinnuleysi muni aukast nokkuð og að það verði tæplega 4% á árinu. Það muni því draga hratt úr þeirri spennu sem hafi safnast upp á undanförnum árum. Til að mæta samdrætti þarf að fjárfesta og til að það sé hægt, þurfa fyrirtæki að hafa borð fyrir báru. Við þessar aðstæður ætlar ríkisstjórnin að skattleggja fiskeldi sérstaklega umfram aðrar atvinnugreinar um 3,5%. Skatturinn reiknast af söluverðmæti afurða og skiptir þá engu hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. En fiskeldis- fyrirtæki á Íslandi eru ekki rekin með hagnaði í dag. Þessi sérskattur kemur til viðbótar við fyrir- hugaða 67% hækkun á umhverfisgjaldi, af lagjöld og vörugjöld auk þeirra skatta og gjalda sem önnur fyrirtæki í landinu greiða. Fiskeldi er ung grein og framleiðslan er brot af framleiðslu helstu samkeppnislanda, á borð við Færeyjar og Noreg. Mikil fjárfesting er fram undan til þess að greinin nái stærðarhagkvæmni og nái að snúa viðvarandi taprekstri í hagnað. Þegar álögur á fyrirtæki eru annars vegar verða yfirvöld að hafa í huga að ef þrengt er um of að getu þeirra til fjárfestinga, getur það haft ófyrirséð áhrif. Áhrif sem eru langtum kostn- aðarsamari en nemur þeim ágóða sem leiðir af aukinni skattheimtu. En stundum mætti staldra við og spyrja; er hægt að fá meiri tekjur með lægri sköttum, með því að hlúa að skattstofninum? Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjárfesta. Ár samdráttar er ekki tímapunkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnuvegum landsins. Sú staðreynd byggist á klassískri hagfræði. Fjárfesting á besta tíma Sveinn Fr. Sveinsson fjármálastjóri Samtaka fyrir­ tækja í sjávar­ útvegi Þegnskylda Forsetar Alþingis gleymast gjarnan í umræðunni um málþóf Miðf lokksmanna. Fyrir utan sjálfan forsetann eru sex varaforsetar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fimmti varaforseti, hefur frábeðið sér næturvaktir. Þorsteinn Sæmundsson, þriðji varafor- seti, er of önnum kafinn við að málþófast til að geta tekið að sér forsetastörf. Þá eru fáir eftir. Á þessum síðustu og verstu tímum má velta upp hvort embætti næturforseta verði gert að þegnskyldu, jafnvel með handahófskenndu vali úr þjóð- skrá. Þá yrði að minnsta kosti tryggt að einn einstaklingur úr röðum almennings fylgist með umræðunum. Vonbrigði Mývetninga Málþófið heldur ekki aðeins vöku fyrir Miðf lokksmönnum, þingvörðum og þingforsetum. Nú er hætta á því að sumarferð ráðherra til Mývatns sé í upp- námi. Til stóð að leggja í hann um miðjan júní þegar þing hefði lokið störfum. Miðað við hversu illa gengur í störukeppninni við Miðf lokkinn og hversu mörg mál sitja föst í þinginu gæti vel verið að blása þurfi ferðina af. Í ljósi þess hversu mikilvægt Norðausturkjördæmi er fyrir Miðf lokkinn kann að vera að þeir blási málþófið af til að valda ekki Mývetningum von- brigðum. arib@frettabladid.is 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 1 -D 9 6 0 2 3 2 1 -D 8 2 4 2 3 2 1 -D 6 E 8 2 3 2 1 -D 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.