Fréttablaðið - 30.05.2019, Síða 19
Þorvaldur
Gylfason
Í DAG
Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almenn-ings skýrslan sem Seðlabanki
Íslands tók sér tíu og hálft ár til að
skila um lánveitingu bankans til
Kaupþings 6. október 2008. Tíma-
setningin er söguleg. Hafi lánveit-
ingin varðað við lög fyrndist meint
sök 6. október 2018 þar eð málið
var ekki sett í rannsókn. Bankaráði
Seðlabankans ber skv. lögum að hafa
eftirlit með því að bankinn starfi í
samræmi við lög. Bankaráðinu bar
því að biðja um opinbera rannsókn
á Kaupþingsláninu. Bankaráðið
gerði það ekki þrátt fyrir ítrekaðar
áskoranir. Fundargerðum ráðsins er
haldið leyndum.
Engar upplýsingar …
Skýrsla Seðlabankans um Kaup-
þingslánið er um 50 bls. að lengd en
aðeins fimm síðum er varið í kjarna
málsins, sjálfa lánveitinguna. Megin-
efni skýrslunnar er sjálfsvörn bank-
ans gegn vafasömum aðfinnslum í
þá veru að það sé nýrri stjórn bank-
ans eftir hrun að kenna að veðið að
baki láninu dugði ekki nema fyrir
endurheimt fjárins til hálfs.
Í skýrslunni segir (bls. 8 og 10):
„Í Seðlabankanum finnast engin
gögn sem túlka má sem lánsbeiðni
frá Kaupþingi, þar sem fram koma
óskir um lánsfjárhæð, lánstíma og
önnur lánskjör ásamt upplýsingum
um það hvernig nýta ætti lánsféð ...
Ekki var … gerð skrifleg bankastjórn-
arsamþykkt um lánveitinguna. …
Til stóð að ganga frá lánssamningi í
beinu framhaldi af undirritun veð-
yfirlýsingarinnar en vegna þeirrar
atburðarásar sem hófst með setn-
ingu neyðarlaganna síðar þennan
sama dag varð aldrei af því. … Af
hálfu Seðlabankans voru Kaupþingi
engin skilyrði sett fyrir ráðstöfun
lánsfjárhæðarinnar. ... Í Seðlabank-
anum var engar upplýsingar að finna
um ráðstöfun lánsfjárins.“
Og bankastjórinn fv. heyrist segja
í símann: „Ég býst við því að við fáum
ekki þessa peninga til baka.“
„Engin lög voru brotin,“ segir nv.
bankastjóri um málið nú.
Betur hefði farið á að láta dóm-
stóla skera úr um þann þátt málsins
frekar en eftirmann meints sak-
bornings.
… og ekkert Rússagull
Lánið til Kaupþings nam 500 millj-
ónum evra. Daginn eftir, 7. október
2008, birti Seðlabankinn svohljóð-
andi frétt: „Sendiherra Rússlands
á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, til-
kynnti formanni bankastjórnar
Seðlabankans í morgun að staðfest
hefði verið að Rússland myndi veita
Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð
4 milljarðar evra. … Putin forsætisráð-
herra Rússlands hefur staðfest þessa
ákvörðun.“ Af þessu varð þó ekki.
Í skýrslu Seðlabankans kemur
ekkert nýtt fram um ráðstöfun
lánsfjárins. Fjölmiðlar og dómstólar
höfðu áður upplýst að sama dag og
Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500
milljónir evra rann þriðjungur fjár-
ins beint til Tortólu. Nánar tiltekið
veitti Kaupþing félagi í hlutaeigu
eins eigenda bankans lán að upphæð
171 milljón evra og veitti daginn eftir
tvö önnur lán, samtals 50 milljónir
evra, til tveggja félaga í hliðstæðri
eigu (síðara málið er enn fyrir dóm-
stólum).
Ekki verður séð að Kaupþing hafi
þurft að veita félögum eigenda sinna
þessi lán í boði Seðlabankans til að
halda velli enda féll Kaupþing þrem
dögum síðar. Ekki verður heldur séð
Engin skilyrði, engin gögn
að Seðlabankinn telji neitt athuga-
vert við þessar lánveitingar eða
annan mokstur út úr bönkunum í
miðju hruni. Seðlabankinn á einnig
eftir að svara því hvers vegna hann
hefur vanrækt að heimta uppruna-
vottorð af þeim sem hafa flutt fé til
Íslands á vildarkjörum eftir hrun.
Seðlabankinn og FME
Sinnuleysi Seðlabankans frammi
fyrir lögbrotum í bankakerfinu
er áhyggjuefni m.a. vegna þess að
ítrekaðar tilraunir bankans til að
sölsa undir sig Fjármálaeftirlitið
virðast nú vera í þann veginn að
takast. Hefði FME sent nær 80 mál
til sérstaks saksóknara eftir hrun
hefði eftirlitið verið deild í Seðla-
bankanum? Ekki virðist það líklegt.
Væntanlegri innlimun FME í Seðla-
bankann virðist m.a. ætlað að koma
allri meðvirkni með brokkgengum
bankamönnum fyrir á einum örugg-
um stað.
Sinnuleysið gagnvart lögbrotum
snertir Seðlabankann sjálfan. Einn
hrunbankastjóranna þriggja sem
rannsóknarnefnd Alþingis taldi
hafa sýnt af sér vanrækslu í skiln-
ingi laga er kominn aftur til starfa í
bankanum. Hátt settur starfsmaður
bankans viðurkenndi fyrir sérstök-
um saksóknara 2012 að hafa rofið
trúnað 2008. Brotið var talið hafa
fyrnzt 2010. Hinn brotlegi virðist
ekki hafa fengið meira tiltal innan
bankans en svo að hann er nú meðal
umsækjenda um stöðu seðlabanka-
stjóra. Fróðlegt verður að sjá hvernig
hæfnisnefnd fjallar um umsókn
hans og annarra.
Maður veit aldrei …
Fróðlegt verður einnig að sjá hvernig
forsætisráðherra fer með umsagnir
hæfnisnefndarinnar.
Rifjast nú upp fleyg ummæli þv.
ráðherra um prýðilegan umsækj-
anda um dómarastarf í Hæstarétti:
„Nei, hann gengur ekki, maður
veit aldrei hvar maður hefur hann.“
HVER ER ÞÍN UPPÁHALDS FISKISÚPA?
Á LAUGARDAG FRÁ KL. 13.00 OG Á MEÐAN
BIRGÐIR ENDAST MUNU EFTIRFARANDI
VEITINGAHÚS BJÓÐA UPP Á
FISKISÚPUSMAKK
Slippbarinn - Marina
Bryggan Brugghús
Lamb Street Food
Kjötkompaní
Messinn
Bergsson RE
La Primavera
1
2
3
4
5
6
7
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Kokkasigling frá Hörpu að Sjóminjasafninu á laugardag kl. 12:00 og haldið í skrúðgöngu að Grandabryggu.
Skoppa og Skrítla og Maxímús Músíkús leiða skrúðgönguna á sunnudag á Hátíð hafsins.
Mæting við Hörpu kl. 12:30 og við göngum saman niður á Grandagarð.
HÆGT ER AÐ FINNA DAGSKRÁNA Í HEILD SINNI Á HATIDHAFSINS.IS
Bátastrætó ferjar gesti milli Hörpu
og Granda á sunnudaginn 2. júní.
Frá Hörpu til Granda: 13:00, 14:00, 15:00, 16:00
Frá Granda til Hörpu: 13:30, 14:30. 15:30, 16:30Frítt fyrir alla!
Sjómannadagsráð, Faxaflóahafnir og HB
Grandi bjóða alla velkomna á Hátíð
Hafsins um helgina.
Hátíðin samanstendur af Hafnardeginum,
laugardag og Sjómannadeginum, sunnudag.1.-2. JÚNÍ 2019
ÚR
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 3 0 . M A Í 2 0 1 9
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
1
-E
8
3
0
2
3
2
1
-E
6
F
4
2
3
2
1
-E
5
B
8
2
3
2
1
-E
4
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K