Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 20
Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráð- herra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu sam- starfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkis- stjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameigin- lega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra sam- starf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum f lestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „f ish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útf lutn- ingur á fiski til Bretlands er augljós- lega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjár- festingum íslenskra aðila í hátækni- geiranum í Bretlandi. Þetta á sér- staklega við um okkar framsæknu f jármálaþjónustu, framleiðslu- tækni, tölvuleikja- og gervilima- tækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innvið- um og fasteignum. Ég upplifði sjálf- ur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjár- festingu fyrir 6,3 milljarða sterl- ingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjár- festing í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evr- ópu, samkvæmt mati Alþjóðavið- skiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðla- bankinn breytti nýverið hagvaxtar- spá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæð- inu og í Þýskalandi. Á síðasta fjár- hagsári var sett nýtt met í útflutn- ingi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá f leiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einn- ig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstak- lega í stórum verkefnum í sviði inn- viða, svo sem stækkun flugvallar- ins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðis- málum og fyrirhuguðum endurbót- um á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrir- tæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoð- að við að tengja saman íslensk fyrir- tæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sam- eiginlegur skilningur okkar á mikil- vægi þess að stuðla að frjálsum við- skiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Mikil eindrægni VG og Sjálf-stæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálf- stæðisf lokksins. Þar f lutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntr- una um að þetta væru höfuðand- stæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systur- flokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sér- drægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksfor- ingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaað- ilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast ann- ars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyris- sjóðina okkar – hér gæti slíkt ævin- týri verið í uppsiglingu – í allri ein- drægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efna- hagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auð- lindir okkar lendi í braskarahönd- um vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægn- in er; ef við viljum að almannahags- munir ráði í nýtingu þjóðarauð- linda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri f lokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni. Eindrægni og sérdrægni Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar- innar … ef við viljum að almanna- hagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni. Sterkt viðskiptasamband Liam Fox ráðherra al- þjóðaviðskipta í bresku ríkis- stjórninni Svanþór Einarsson Lögg. Fasteignasali S: 698-8555 KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 EINAR PÁLL KJÆRNESTED LÖGG. FAST. • WWW.FASTMOS.IS Jörðin Lágafell í Mosfellsbæ Einstök staðsetning í suðurhlíð Lágfells með miklu útsýni. Landið er samtals 44,7 hektarar. Landið liggur austan við Vesturlandsveginn þegar ekið er inn í Mosfellsbæ frá Reykjavík. Landið hallar frá norð-austri til suð-vesturs. Frá landinu er gríðar- mikið útsýni til höfuðborgarinnar og út á Sundin. Landið er að hluta til tún og mólendi, en auk þess er fellið Lágafell hluti landsins. Aðkoma að landinu er í gegnum hringtorgið við Langatanga í miðbæ Mos- fellsbæjar. Sama aðkoma og er að Lágafellskirkju. Hér er um einstakt tækifæri fyrir fjársterka aðila að tryggja sér stórt landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Allar nánari upplýsingar gefur Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 586-8080 og 698-8555. 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 1 -E D 2 0 2 3 2 1 -E B E 4 2 3 2 1 -E A A 8 2 3 2 1 -E 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.