Fréttablaðið - 30.05.2019, Síða 26
Serena Williams hóf leik á opna franska meistaramótinu síðasta mánudag. Margir
voru spenntir að sjá klæðnað
hennar þetta árið en í fyrra mætti
hún í svörtum samfestingi, sem
mörgum er í fersku minni, þar
sem henni var líkt við ofurhetju.
„Ég lifi oft í ímynduðum heimi,
mig langaði alltaf að verða ofur
hetja og gallinn lét mér líða eins
og ég væri ofurhetja,“ sagði Willi
ams í viðtali. Samfestingurinn var
sérhannaður af Nike með það í
huga að gæta að heilsu hennar, en
gallinn átti að koma í veg fyrir að
blóðtappar mynduðust þar sem
Williams upplifði það í fæðingu
dóttur sinnar. Franska tennis
sambandið var ekki jafn hrifið af
fatavali Williams eins og almenn
ingur en þeim fannst hún ganga of
langt og sagði Bernand Giudicelli,
forseti sambandsins, að virða
þyrfti leikinn og staðinn. Sam
bandið gaf það út stuttu seinna að
svona klæðnaður væri bannaður
á næstu mótum hjá þeim. Þessi
gagnrýni fór ekkert sérstaklega
vel í stuðningsmenn Williams en
Serena Williams
fer sínar eigin leiðir
Opna franska meistaramótið í tennis hófst síðastliðinn
mánudag. Serena Williams lét sig að sjálfsögðu ekki vanta
og enn og aftur stal hún senunni með sérstöku fatavali.
Serena Williams í samfestingnum fræga.
Hér er Serena Williams að hita upp í jakkanum fyrir leik sinn á mánudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY
Williams ásamt eiginmanni sínum, Alexis Ohanian, á brúðkaupsdaginn.
Strigaskórnir eru frá Nike og voru þeir skreyttir Swarovski kristöllum.
þeir voru á því máli að Giudicelli
ætti ekki að vera að skipta sér
af því hverju Williams klæðist í
vinnuna.
Stuttu eftir að franska sam
bandið tilkynnti að bannað væri
að klæðast fötum eins og sam
festingnum mætti Williams á
opna bandaríska meistaramótið
í tjullpilsi og netsokkabuxum
frá Nike. Dressið var sérhannað
af Virgil Abloh, sem starfar sem
listrænn stjórnandi Louis Vuitton.
Þarna vildi Williams sýna kven
leika sinn og styrk á sama tíma.
Abloh var einstaklega ánægður
með samstarfið og gaf það út að
hann væri alltaf til í að hanna föt
fyrir Williams.
Eins og svo oft áður þá gaf
Williams ekkert eftir í fatavali
þetta árið en hún hóf leik síðasta
mánudag í öðru sérhönnuðu
dressi frá Virgil Abloh fyrir Nike.
Dressið sem er með svörtu og
hvítu grafísku mynstri saman
stendur af stuttum toppi, stuttu
pilsi, netsamfestingi og jakka.
Hún hitaði upp í jakkanum sem
líktist einhvers konar skikkju,
en á jakkanum voru skýr skila
boð. Á honum voru orðin móðir,
meistari, drottning og gyðja rituð
á frönsku.
Líður best í strigaskóm
Williams giftist manninum
sínum árið 2017. Hún tók enga
sénsa þegar kom að því að velja
skó við brúðarkjólinn sinn, en
hún klæddist Nike strigaskóm
sem voru skreyttir með Swar
ovski kristöllum: Þægindin í
fyrirrúmi hjá tennisstjörnunni.
Williams var einnig gestur í hinu
glæsilega brúðkaupi Meghan
Markle og Harry Bretaprins.
Þar klæddist hún hælaskóm í
athöfninni en þegar að veislunni
kom skipti hún yfir í strigaskó frá
Frogmore House, tilbúin í dans
partí.
Ásta Eir
Árnadóttir
astaeir@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
3
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
2
-0
F
B
0
2
3
2
2
-0
E
7
4
2
3
2
2
-0
D
3
8
2
3
2
2
-0
B
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K