Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 34

Fréttablaðið - 30.05.2019, Side 34
Það er mikil vakn- ing að eiga sér stað í loftslagsmálum, eins og við sjáum til dæmis í loftslagsmótmælum ungs fólks á Austurvelli. Rannsóknir sýna að vinnsla við 100 g af fiski losar út jafnmikið af gróðurhúsaloftegund- um og 100 g af svína- kjöti. Langmesta losunin kemur þó frá nautgrip- um og þrisvar sinnum meiri sé miðað við fisk og svín. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þótt fólk vilji ekki sleppa kjöti væri gott mál að auka græn-metið á diskinum á kostnað þess. Rannsóknir hafa sýnt að losun frá matvælaiðnaðinum gæti aukist um 80% til ársins 2050 ef ekki verður tekið í taumana. Meira grænmetisát í heiminum gæti hjálpað til í baráttunni gegn loftslagsbreytingum um leið og við minnkum hættuna á því að fá sykursýki 2. Rannsóknin er nokkurra ára gömul og það hafa þegar orðið nokkrar breytingar í mataræði, f leiri aðhyllast vegan eða græn- kerafæði. Einnig eru matarkúrar eins og ketó orðnir vinsælir. Í ketó borðar fólk mikið grænmeti en einnig mikið kjöt. Vísindamenn við háskólann í Minnesota í Bandaríkjum segja að fólk ætti helst að horfa til þriggja tegunda mataræðis, það er grænkera, grænkera með fiski og Miðjarðarhafsmataræðis. Gerð var rannsókn í 100 löndum víða um heim með tilliti til umhverfis- sjónarmiða og áhættu á sykursýki 2. Niðurstöður sýndu að áhættan minnkaði mikið með grænkera- fæði en þeir sem neyttu þannig fæðu voru í 42% minni hættu á að fá sykursýki 2 en af venjulegu fæði. Grænkerafæði með fiski minnkaði áhættuna um 25% og Miðjarðar- hafsfæði um 18%. Allar þessar fæðutegundir drógu úr hættunni á hjarta- og æðasjúk- dómum um 20-25% og 8-12% á krabbameini, að því er vísinda- mennirnir greindu frá en í því síðastnefnda kom hópurinn sem borðar grænmeti og fisk best út. Segja má að grænkerar séu betur staddir en aðrir þegar kemur að sykursýki 2 en fiskneytendur eru í minni áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Vissulega getur fólk borðað kjöt án þess að missa heilsuna, einungis er verið að benda á leiðir sem eru bæði góðar fyrir umhverfið og okkur sjálf. Rannsóknir sýna að vinnsla við 100 g af fiski losar út jafnmikið af gróðurhúsaloftegundum og vinnsla við 100 g af svínakjöti. Langmesta losunin kemur þó frá nautgripum og er þrisvar sinnum meiri sé miðað við fisk og svín. Fólki í heiminum fjölgar um 80 milljónir á ári. Kjötát verður því meira og meira um leið og við losum meira af gróðurhúsaloft- tegundum út í andrúmsloftið. Matvöruframleiðsla þarf mikla orku; að henni koma traktorar og aðrar vinnuvélar, f lutningatæki á vegum, sjó og lofti auk þess sem við þurfum rafmagn fyrir versl- anir og heimilistækin. Þá er ótalin umbúðavinnsla og áburðarverk- smiðjur. Notkun áburðar skapar köfnunarefni í jarðvegi sem leiðir til losunar nítróoxíðs og þarmagas frá dýrum inniheldur metan. Eftir því sem segir á vef Umhverfisstofnunar var mesta heildarlosun árið 2017 án alþjóða- flugs og alþjóðasiglinga frá iðnað- arferlum, næstmest frá orku, síðan landbúnaði en minnsta losunin frá úrgangi. Frá árinu 1990 til 2017 hefur hlutfall losunar frá iðnaðar- ferlum aukist úr 27% í 43%, hlutfall losunar frá orku hefur minnkað úr 52% í 40% á sama tímabili. Nánar er hægt að skoða töfluna á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Grænmeti er mjög gott fyrir heilsuna en líka umhverfið Grænmeti er ekki bara gott heldur fallegt líka. Hér er vegan matur sem lítur girnilega út. Grænmetis- fæði er ekki bara heilsusamlegt heldur einnig gott fyrir um- hverfið. Það leiðir til minni losunar gróðurhúsaloft- tegunda en nokk- ur önnur matvæli gera. Auk þess er minni hætta á að grænkerar fái sykursýki 2. 8 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVISTVÆNN LÍFSSTÍLL Markmið Kolviðar er að binda kolefni í skógar-vistkerfum til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Sjóðurinn fjármagnar gróðursetn- ingu á trjám og gerir bæði fólki og fyrirtækjum kleift að kolefnisjafna útblástursáhrif sín. Það er sannarlega þörf á aðgerðum. „Ef maður flýgur til dæmis þriggja tíma flug þá þyrfti að setja niður fimm tré til þess að kolefnisjafna það fram og til baka og losna þannig við flugvisku- bitið,“ segir Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. „Það virðist líka þurfa um það bil eitt tré fyrir hverja tuttugu hamborgara. Það er mikil vakning að eiga sér stað núna í loftslagsmálum, eins og við sjáum til dæmis á loftslags- mótmælum ungs fólks á Austur- velli,“ segir Reynir. „Okkur finnst mjög mikilvægt að benda fólki á að það sé hægt að nýta skógrækt til að stemma stigu við neikvæðum loftslagsáhrifum, þó að við eigum auðvitað fyrst að minnka losunina. Það er um að gera að leggja sitt af mörkum til að stuðla að góðu andrúmslofti og hjálpa náttúrunni. Bjóða öllum að kolefnisjafna sig Kolviður er sjóður sem var stofnaður af Skógræktarfélagi Íslands og Landvernd árið 2006. Kol- viður jafnar kolefnislosun vegna brennslu jarðeldsneytis í akstri og flugi fyrir fólk og fyrirtæki. Reynir segir að Kolviður vilji benda fólki á að það sé hægt að nýta skógrækt til að stemma stigu við neikvæðum loftslagsáhrifum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er samt þannig að þó að þú setjir niður tré til að kolefnis- binda tekur það tréð 60 ár að vinna vinnuna,“ segir Reynir. „En þó að þetta taki langan tíma byrjar þetta strax að vinna gegn loftmengun. Ísland var skógi vaxið við land- nám og við viljum endurnýja þann gróður, samtímis því að ráðast á loftslagsvandann,“ segir Reynir. „Nú í sumar er Kolviður að setja niður 150 þúsund tré á Úlfljóts- vatni til þess að kolefnisbinda fyrir þá sem hafa óskað eftir því og við vonumst til þess að geta klætt Mosfellsheiðina með loftslagsskógi í nánustu framtíð.“ Ýmis fyrirtæki hafa fengið Kolvið í lið með sér. „Í síðustu viku gerðum við samning við Bónus, en við vinnum líka með IKEA, Ölgerðinni, grænmetisframleið- endum og um 60 öðrum aðilum,“ segir Reynir. „Við sjáum að ungir stjórnendur eru sérlega áhuga- samir um þetta og láta þetta skipta sig máli.“ Á heimasíðu Kolviðar eru allar nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins og hvernig hægt að er að kolefnisjafna útblástur sinn. 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 1 -D 9 6 0 2 3 2 1 -D 8 2 4 2 3 2 1 -D 6 E 8 2 3 2 1 -D 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.