Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 30.05.2019, Qupperneq 37
á heitt kaffi og kleinur. Ásamt því ætla þær að gefa 15% afslátt af áfyllingarvörum. Það virkar þannig að fólk getur komið með sín eigin ílát og fyllt á. Dæmi um vörur sem seldar eru eftir vigt eru grænsápa sem er góð í öll þrif en sápan er umhverfisvæn og er fram- leidd á Íslandi, uppþvottalögur, f ljótandi handsápa, þvottaflögur og tannkremstöflur. „Við viljum auka vörur sem seldar eru eftir vigt,“ segir Kristín Inga. Þurfum að fara betur með náttúruna Megin hugmyndafræðin á bak við verslunina er að gera fólki kleift í auknum mæli að nálgast umhverf- isvæna valkosti. Hingað til hefur ekki verið mikið úrval til á Íslandi en þetta er að aukast. „Við viljum bjóða upp á vörur þannig að fólk geti minnkað plastnotkun og nálgast vörur sem eru umhverfis- vænni, einnig fjölnota vörur sem hægja á fólki. Við erum alltaf svo mikið að drífa okkur og að grípa hitt og þetta í búðum. Fókusinn er að einfalda lífið og fara betur með náttúruna í leiðinni.“ Vistvera býður upp á fjölbreytt og mikið vöruúrval. „Við erum með mikið af hreinlætisvörum, fallegum heimilisvörum, blæð- ingavörum og einnig mikið úrval af ungbarnavörum eins og pela og smekki úr umhverfisvænni efnum,“ segir Kristín Inga. Þeirra helsta markmið á næstunni er að vinna í því að fá f leiri íslenskar vörur til þeirra til að minnka kolefnisfótsporið sem kemur með flutningi á vörum erlendis frá. Kristín Inga segir þær vinkon- urnar vera afar ánægðar með fyrsta árið. Viðbrögðin hafa verið afar jákvæð og fólk er að verða meira meðvitað um mikilvægi þess að sinna umhverfinu betur eins og t.d. með að minnka plast- notkun. „Fólk er áhugasamt um umhverfisvænni lífsstíl, fólk er duglegt að spyrja og það hefur verið mjög gefandi að tala við fólk í vinnunni um umhverfismál.“ Megin hugmynda- fræðin á bak við verslunina er að gera fólki kleift í auknum mæli að nálgast umhverfisvæna kosti. Þær Kristín Inga Arnardóttir, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Jóhanna Gísladóttir og Elsa Þórey Eysteinsdóttir eru nágrann- ar úr Fossvoginum sem fannst vanta verslun sem bauð upp á umhverfisvænar vörur og lausnir. „Við erum allar með mismunandi bakgrunn, með mismunandi menntun og í annarri vinnu. Þetta er bara okkar ástríða og áhugamál. Ein af okkur er grafískur hönn- uður, ein er líffræðingur, ein er í doktorsnámi í umhverfis-og auð- lindafræði og svo er ég viðskipta- fræðingur,“ segir Kristín Inga. Með þeirra mismunandi bakgrunn ná þær að sameina krafta sína og reka verslunina með prýði. Þær stukku á tækifærið þegar þær sáu að það var laust pláss í Grímsbæ. „Það er mjög gaman að vera með verslun í hverfinu okkar, við kjósum að kalla Grímsbæ litla krúttlega mollið.“ Fagna fyrsta afmælinu Næstkomandi laugardag fagna þær eins árs afmæli verslunarinnar og verða þær með ýmis tilboð í gangi. Verslunin verður opin frá 11.00-15.00. Þær verða með kynningar á vörum, gefa prufur af sjampóstykkjum og bjóða upp Umhverfisvæn hverfisbúð Fjórar nágrannakonur, sem allar hafa brennandi áhuga á umhverfismálum, reka verslunina Vistvera í Grímsbæ. Næstkomandi laugardag halda þær upp á eins árs afmæli verslunarinnar. Verslunin Vistvera er til húsa í Grímsbæ. Eigendur eru sammála um að gott sé að hafa svona verslun í hverfinu. Vistvera býður upp á mikið úrval af hreinlætisvörum bæði fyrir líkamann og heimilið. KYNNINGARBLAÐ 11 F I M MT U DAG U R 3 0 . M A Í 2 0 1 9 VISTVÆNN LÍFSSTÍLL 3 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 1 -F B F 0 2 3 2 1 -F A B 4 2 3 2 1 -F 9 7 8 2 3 2 1 -F 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.